Hér að ofan má hlusta á annan þátt Handvarpsins, hlaðvarp Vísis um stórmótin í handbolta. Í fyrsta þætti, sem birtist í gær, var Guðjón Valur Sigurðsson í ítarlegu spjalli.
Sjá einnig:Guðjón Valur: Ég vil fá meiri pressu á okkur sem fyrir eru í landsliðinu
Í þessum öðrum þætti 2016-útgáfunnar fara þeir Tómas Þór Þórðarson og Henry Birgir Gunnarsson, íþróttafréttamenn, og Ásgeir Jónsson, fréttamaður og fyrrverandi leikmaður Aftureldingar og Akureyrar, yfir stöðu liðsins og spá í spilin fyrir mótið.
Handvarpið verður svo áfram í gangi á meðan mótinu stendur og verður farið yfir leiki strákanna okkar og ekki má gleyma íslensku þjálfurunum hjá Danmörku og Þýskalandi.
Ekki missa af neinu sem gerist á EM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn: sport365).