Hefur hlustað 119 sinnum á íslenska þjóðsönginn á stórmóti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. janúar 2016 06:00 Guðjón Valur Sigurðsson. Vísir/AFP Landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson er á leiðinni á sitt nítjánda stórmót á sextán árum. Guðjón Valur hefur verið með á öllum mótum frá því að hann steig sín fyrstu stórmótaspor í Króatíu í janúar 2000. Strákarnir okkar eru á leiðinni á enn eitt stórmótið og að sjálfsögðu lætur einn maður sig ekki vanta. Íslenska landsliðið hefur verið fastagestur á stórmótum handboltans undanfarin fimmtán ár og íslenski járnmaðurinn hefur alltaf verið með. Guðjón Valur Sigurðsson er nú að undirbúa sig fyrir sinn fyrsta leik á sínu nítjánda stórmóti. Leikjahæsti og markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins á Heimsmeistaramótum, Evrópumeistaramótum og Ólympíuleikum hefur fyrir löngu tryggt sér sér kafla í sögu íslenska handboltalandsliðsins. Guðjón Valur hefur þegar náð því að spila 119 leiki fyrir íslenska landsliðið á stórmóti og mörkin eru orðin 628 talsins. Þessi frábæri leikmaður hefur ekki aðeins spilað á öllum þessum stórmótum og alla þessi leiki heldur hefur hann skorað 5,3 mörk að meðaltali í leik sem er hæsta meðalskor íslensks landsliðsmanns á stórmótum. Þorbjörn Jensson gaf Guðjóni Val fyrsta tækifærið með íslenska landsliðinu og tók hann með á fyrsta stórmótið á EM í Króatíu. Það var jafnframt fyrsta Evrópumeistaramót íslenska liðsins. Guðjón Valur var utan hóps í fyrstu tveimur leikjunum en eftir að hann kom inn í liðið í þriðja leik hefur hann ekki misst úr leik á EM.Þrisvar í úrvalsliði stórmóts Guðjón Valur hefur auk þess spilað langstærsta hluta þessara vel rúmlega hundrað leikja fyrir íslenska liðið á stórmótum. Guðjón Valur hefur þrisvar verið valinn í úrvalsliðið á stórmóti, þar á meðal á tveimur síðustu Evrópumótum, í Serbíu 2012 og í Danmörku 2014. Hann hefur níu sinnum verið á topp tíu yfir markahæstu leikmenn, fjórum sinnum á topp þrjú og varð síðan markakóngur heimsmeistaramótsins í Þýskalandi 2007. Næsta heimsmeistaramót fer fram í Frakklandi eftir eitt ár en það var einmitt í Frakklandi sem Guðjón Valur tók þátt í sínu fyrsta heimsmeistaramóti fyrir fimmtán árum. Það á eftir að koma í ljós hvort Guðjón Valur, þá á 38. aldursári, eða íslenska landsliðið verður með í Frakklandi eftir ár en það setur vissulega afrek Guðjóns Vals í samhengi að hann næði þá að taka þátt í tveimur heimsmeistarakeppnum í sama landinu.Tuttugasta mótið á ÓL í Ríó? Guðjón Valur gæti hins vegar náð því að spila tuttugasta stórmótið sitt á árinu 2016 en það stendur og fellur með frammistöðu íslenska liðsins á Evrópukeppninni í Póllandi næstu vikurnar sem og framgöngu liðsins í forkeppni Ólympíuleikanna í apríl komist liðið þangað. Fyrsti leikurinn er á móti Noregi á föstudagskvöldið og þar þurfa Guðjón Valur og félagar að ná góðum úrslitum ef þetta á að bætast í hóp skemmtilegra stórmóta Guðjóns Vals en eins og sjá má hér til hliðar er nóg af þeim. EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Guðjón Valur: Ég vil fá meiri pressu á okkur sem fyrir eru í landsliðinu Landsliðsfyrirliðinn segir ekki alla vita um hvað þeir eru að tala þegar kallað er eftir að yngja upp hjá strákunum okkar. 13. janúar 2016 11:00 Fyrsti þáttur Handvarpsins 2016: Sest niður með Guðjóni Val Landsliðsfyrirliðinn var sérstakur gestur fyrstu útgáfu Handvarpsins 2016, hlaðvarpi Vísis um stórmótin í handbolta 13. janúar 2016 09:45 Mest lesið „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Sjá meira
Landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson er á leiðinni á sitt nítjánda stórmót á sextán árum. Guðjón Valur hefur verið með á öllum mótum frá því að hann steig sín fyrstu stórmótaspor í Króatíu í janúar 2000. Strákarnir okkar eru á leiðinni á enn eitt stórmótið og að sjálfsögðu lætur einn maður sig ekki vanta. Íslenska landsliðið hefur verið fastagestur á stórmótum handboltans undanfarin fimmtán ár og íslenski járnmaðurinn hefur alltaf verið með. Guðjón Valur Sigurðsson er nú að undirbúa sig fyrir sinn fyrsta leik á sínu nítjánda stórmóti. Leikjahæsti og markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins á Heimsmeistaramótum, Evrópumeistaramótum og Ólympíuleikum hefur fyrir löngu tryggt sér sér kafla í sögu íslenska handboltalandsliðsins. Guðjón Valur hefur þegar náð því að spila 119 leiki fyrir íslenska landsliðið á stórmóti og mörkin eru orðin 628 talsins. Þessi frábæri leikmaður hefur ekki aðeins spilað á öllum þessum stórmótum og alla þessi leiki heldur hefur hann skorað 5,3 mörk að meðaltali í leik sem er hæsta meðalskor íslensks landsliðsmanns á stórmótum. Þorbjörn Jensson gaf Guðjóni Val fyrsta tækifærið með íslenska landsliðinu og tók hann með á fyrsta stórmótið á EM í Króatíu. Það var jafnframt fyrsta Evrópumeistaramót íslenska liðsins. Guðjón Valur var utan hóps í fyrstu tveimur leikjunum en eftir að hann kom inn í liðið í þriðja leik hefur hann ekki misst úr leik á EM.Þrisvar í úrvalsliði stórmóts Guðjón Valur hefur auk þess spilað langstærsta hluta þessara vel rúmlega hundrað leikja fyrir íslenska liðið á stórmótum. Guðjón Valur hefur þrisvar verið valinn í úrvalsliðið á stórmóti, þar á meðal á tveimur síðustu Evrópumótum, í Serbíu 2012 og í Danmörku 2014. Hann hefur níu sinnum verið á topp tíu yfir markahæstu leikmenn, fjórum sinnum á topp þrjú og varð síðan markakóngur heimsmeistaramótsins í Þýskalandi 2007. Næsta heimsmeistaramót fer fram í Frakklandi eftir eitt ár en það var einmitt í Frakklandi sem Guðjón Valur tók þátt í sínu fyrsta heimsmeistaramóti fyrir fimmtán árum. Það á eftir að koma í ljós hvort Guðjón Valur, þá á 38. aldursári, eða íslenska landsliðið verður með í Frakklandi eftir ár en það setur vissulega afrek Guðjóns Vals í samhengi að hann næði þá að taka þátt í tveimur heimsmeistarakeppnum í sama landinu.Tuttugasta mótið á ÓL í Ríó? Guðjón Valur gæti hins vegar náð því að spila tuttugasta stórmótið sitt á árinu 2016 en það stendur og fellur með frammistöðu íslenska liðsins á Evrópukeppninni í Póllandi næstu vikurnar sem og framgöngu liðsins í forkeppni Ólympíuleikanna í apríl komist liðið þangað. Fyrsti leikurinn er á móti Noregi á föstudagskvöldið og þar þurfa Guðjón Valur og félagar að ná góðum úrslitum ef þetta á að bætast í hóp skemmtilegra stórmóta Guðjóns Vals en eins og sjá má hér til hliðar er nóg af þeim.
EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Guðjón Valur: Ég vil fá meiri pressu á okkur sem fyrir eru í landsliðinu Landsliðsfyrirliðinn segir ekki alla vita um hvað þeir eru að tala þegar kallað er eftir að yngja upp hjá strákunum okkar. 13. janúar 2016 11:00 Fyrsti þáttur Handvarpsins 2016: Sest niður með Guðjóni Val Landsliðsfyrirliðinn var sérstakur gestur fyrstu útgáfu Handvarpsins 2016, hlaðvarpi Vísis um stórmótin í handbolta 13. janúar 2016 09:45 Mest lesið „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Sjá meira
Guðjón Valur: Ég vil fá meiri pressu á okkur sem fyrir eru í landsliðinu Landsliðsfyrirliðinn segir ekki alla vita um hvað þeir eru að tala þegar kallað er eftir að yngja upp hjá strákunum okkar. 13. janúar 2016 11:00
Fyrsti þáttur Handvarpsins 2016: Sest niður með Guðjóni Val Landsliðsfyrirliðinn var sérstakur gestur fyrstu útgáfu Handvarpsins 2016, hlaðvarpi Vísis um stórmótin í handbolta 13. janúar 2016 09:45