Skítkastið Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 14. janúar 2016 07:00 Í lok október var vegleg umfjöllun í helgarblaði Fréttablaðsins um ungt fólk sem komist hefur í áhrifastöður innan stjórnmálaflokkanna. Meðal viðmælenda voru sjö ungar konur sem annað hvort eru þingmenn eða eru í framkvæmdastjórnum stjórnmálaflokkanna sex sem nú eru á Alþingi. Aldrei áður hafa þær verið svo margar. Nú um helgina vakti ein þeirra, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari Sjálfstæðisflokksins, athygli vegna framgöngu sinnar í pólitískum umræðum á opinberum vettvangi. Í sjónvarpsþætti á Hringbraut gagnrýndi hún meðal annars bréfið sem sleit aðildarferlinu að ESB og hélt því fram að tekjujöfnuður hafi aldrei verið meiri og aldrei færri undir lágtekjumörkum. Í kjölfarið gerðist það sem gerist alltof oft. Nettröllin vöknuðu til lífsins, settust bogin fyrir framan lyklaborðin sín og spúðu eitri og hatri yfir Áslaugu. Minnst fór fyrir málefnalegri gagnrýni á orð hennar – mest fór fyrir persónuníði; kolheimsk tussa, frekjuhex og stelpuræfill eru örfá valin dæmi um orð sem látin voru falla um þessa ungu konu fyrir það eitt að hafa skoðanir. Kollegi Áslaugar, Sema Erla Serdar, formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar, sagði frá því um helgina að hún þekkti vel þann veruleika sem Áslaug býr við. „Við erum ekkert rosalega mörg, unga fólkið sem er virkt í stjórnmálum og stjórnmálaumræðunni og við ungu konurnar erum enn færri. Við eigum að vera miklu miklu fleiri. Það er hins vegar ekki erfitt að skilja hvers vegna við erum það ekki,“ skrifaði Sema. Báðar eru konurnar sammála um að svona árásir séu óþarfur fylgifiskur þess að ungt fólk taki þátt í stjórnmálaumræðu. Líkast til er einnig ráðist á eldri stjórnmálamenn en aldursfordómar og kynbundið niðurrif verður bæði háværara og rætnara í tilvikum hinna yngri. Það er mikið ábyrgðarhlutverk að taka þátt í opinberri umræðu, hvað þá að taka við ábyrgðarstöðum í pólitísku starfi. Því fylgir athygli og eftir atvikum gagnrýni, eðli málsins samkvæmt. Þeir sem ákveða að gefa kost á sér í slíka umræðu eða til slíkra starfa þurfa að hafa skráp og geta tekið gagnrýni sem óhjákvæmilega fylgir því að bera sjálfan sig á torg. Skrefið sem tekið er með því að ákveða ungur að árum að reyna að gera sig gildandi í umræðunni og þannig hafa áhrif í samfélaginu er þar af leiðandi stórt. Ábyrgð þeirra sem ákveða að níða af þessu unga fólki skóinn er mikil. Árásirnar hafa ekki aðeins áhrif á þá einstaklinga sem verða fyrir þeim beint, heldur ekki síður þá sem mögulega kunna að vilja fylgja í þeirra fótspor seinna meir en geta ekki hugsað sér að leggja það á sjálfa sig og sína að opna upp á gátt fyrir skítkast tröllanna. Það er kannski ómögulegt verkefni að ætla að siða til fólk á internetinu. Það er samt aldrei of oft minnt á hina gullnu reglu: Allt sem þér viljið að aðrir menn geri yður, það skuluð þér og þeim gera. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fanney Birna Jónsdóttir Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Í lok október var vegleg umfjöllun í helgarblaði Fréttablaðsins um ungt fólk sem komist hefur í áhrifastöður innan stjórnmálaflokkanna. Meðal viðmælenda voru sjö ungar konur sem annað hvort eru þingmenn eða eru í framkvæmdastjórnum stjórnmálaflokkanna sex sem nú eru á Alþingi. Aldrei áður hafa þær verið svo margar. Nú um helgina vakti ein þeirra, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari Sjálfstæðisflokksins, athygli vegna framgöngu sinnar í pólitískum umræðum á opinberum vettvangi. Í sjónvarpsþætti á Hringbraut gagnrýndi hún meðal annars bréfið sem sleit aðildarferlinu að ESB og hélt því fram að tekjujöfnuður hafi aldrei verið meiri og aldrei færri undir lágtekjumörkum. Í kjölfarið gerðist það sem gerist alltof oft. Nettröllin vöknuðu til lífsins, settust bogin fyrir framan lyklaborðin sín og spúðu eitri og hatri yfir Áslaugu. Minnst fór fyrir málefnalegri gagnrýni á orð hennar – mest fór fyrir persónuníði; kolheimsk tussa, frekjuhex og stelpuræfill eru örfá valin dæmi um orð sem látin voru falla um þessa ungu konu fyrir það eitt að hafa skoðanir. Kollegi Áslaugar, Sema Erla Serdar, formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar, sagði frá því um helgina að hún þekkti vel þann veruleika sem Áslaug býr við. „Við erum ekkert rosalega mörg, unga fólkið sem er virkt í stjórnmálum og stjórnmálaumræðunni og við ungu konurnar erum enn færri. Við eigum að vera miklu miklu fleiri. Það er hins vegar ekki erfitt að skilja hvers vegna við erum það ekki,“ skrifaði Sema. Báðar eru konurnar sammála um að svona árásir séu óþarfur fylgifiskur þess að ungt fólk taki þátt í stjórnmálaumræðu. Líkast til er einnig ráðist á eldri stjórnmálamenn en aldursfordómar og kynbundið niðurrif verður bæði háværara og rætnara í tilvikum hinna yngri. Það er mikið ábyrgðarhlutverk að taka þátt í opinberri umræðu, hvað þá að taka við ábyrgðarstöðum í pólitísku starfi. Því fylgir athygli og eftir atvikum gagnrýni, eðli málsins samkvæmt. Þeir sem ákveða að gefa kost á sér í slíka umræðu eða til slíkra starfa þurfa að hafa skráp og geta tekið gagnrýni sem óhjákvæmilega fylgir því að bera sjálfan sig á torg. Skrefið sem tekið er með því að ákveða ungur að árum að reyna að gera sig gildandi í umræðunni og þannig hafa áhrif í samfélaginu er þar af leiðandi stórt. Ábyrgð þeirra sem ákveða að níða af þessu unga fólki skóinn er mikil. Árásirnar hafa ekki aðeins áhrif á þá einstaklinga sem verða fyrir þeim beint, heldur ekki síður þá sem mögulega kunna að vilja fylgja í þeirra fótspor seinna meir en geta ekki hugsað sér að leggja það á sjálfa sig og sína að opna upp á gátt fyrir skítkast tröllanna. Það er kannski ómögulegt verkefni að ætla að siða til fólk á internetinu. Það er samt aldrei of oft minnt á hina gullnu reglu: Allt sem þér viljið að aðrir menn geri yður, það skuluð þér og þeim gera.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun