Átta strokka rússajeppi Finnur Thorlacius skrifar 13. janúar 2016 16:00 Ári flottur rússajeppi breyttur af Truck Garage í Rússlandi. Hinn klassíski GAZ 69, eða rússajeppi, hefur fengið allsherjar yfirhalningu hjá rússneska breytingafyrirtækinu Truck Garage. Truck Garage er frá St. Pétursborg og það ætlar að breyta 12 svona bílum og selja þá á sem svarar 7,5 milljónum króna. Endanleg útkoma bílsins er því að öllu leiti rússnesk. Bíllinn verður með 6,4 lítra V8 Hemi vél, 465 hestafla. Bíllinn er að sjálfsögðu fjórhjóladrifinn og sjálfskiptur. Hann fær stillanlega “coilover”-fjöðrun, Teraflex diskbremsur, splittað drif og 17 tommu felgur með 35 tommu dekkjum á. Að innan verður bíllinn afar breyttur frá frumgerð bílsins, þó svo útlitið verði í “Retro”-stíl. Hann verður með leðursætum með rafdrifnum stillingum, hljómtækin eru af betri gerðinni þó svo útlit þess sé “Retro” og allar hugsanlegar tenging verða í bílnum, þ.á.m. Bluetooth og iPhone. Miðað við lýsinguna á bílnum má ef til vill segja að hann verði á góðu verði, eða nær jepplingaverði en jeppaverði hér á landi. Auk þess er hann ógnaröflugur og hreinlega flottur. Kannski finnast kaupendur á honum hér á landi? Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent
Hinn klassíski GAZ 69, eða rússajeppi, hefur fengið allsherjar yfirhalningu hjá rússneska breytingafyrirtækinu Truck Garage. Truck Garage er frá St. Pétursborg og það ætlar að breyta 12 svona bílum og selja þá á sem svarar 7,5 milljónum króna. Endanleg útkoma bílsins er því að öllu leiti rússnesk. Bíllinn verður með 6,4 lítra V8 Hemi vél, 465 hestafla. Bíllinn er að sjálfsögðu fjórhjóladrifinn og sjálfskiptur. Hann fær stillanlega “coilover”-fjöðrun, Teraflex diskbremsur, splittað drif og 17 tommu felgur með 35 tommu dekkjum á. Að innan verður bíllinn afar breyttur frá frumgerð bílsins, þó svo útlitið verði í “Retro”-stíl. Hann verður með leðursætum með rafdrifnum stillingum, hljómtækin eru af betri gerðinni þó svo útlit þess sé “Retro” og allar hugsanlegar tenging verða í bílnum, þ.á.m. Bluetooth og iPhone. Miðað við lýsinguna á bílnum má ef til vill segja að hann verði á góðu verði, eða nær jepplingaverði en jeppaverði hér á landi. Auk þess er hann ógnaröflugur og hreinlega flottur. Kannski finnast kaupendur á honum hér á landi?
Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent