Það er ekki bara Ísland sem fer með sautján leikmenn á EM í Póllandi því Frakkar gera það líka.
Ísland mun mæta Frakklandi í milliriðli keppninnar að því gefnu að bæði liðin komist þangað.
Þjálfari liðsins, Claude Onesta, hefur ekki ákveðið hvaða leikmaður byrji upp í stúku þar sem aðeins má tilkynna inn sextán leikmenn.
Frakkar hafa lent í nokkrum meiðslavandræðum fyrir mótið en hópurinn er engu að síður firnasterkur eins og sjá má hér að neðan.
Hópurinn:
Markverðir:
Thierry Omeyer, PSG
Vincent Gerard, Montpellier
Aðrir leikmenn:
Luc Abalo, PSG
Theo Derot, Nantes
Adrien Dipanda, St. Raphael
Ludovic Fabregas, Montpellier
Michael Guigou, Montpellier
Samuel Honrubia, PSG
Nikola Karabatic, PSG
Luka Karabatic, PSG
Benoit Kounkoud, PSG
Kentin Mahe, Flensburg
Daniel Narcisse, PSG
Olivier Nyokas, Balingen
Valentin Porte, Toulouse
Nedim Remili, Créteil
Cedric Sorhaindo, Barcelona
