Formleg rannsókn hafin á lögreglufulltrúanum sem samstarfsmenn efast um Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. janúar 2016 13:40 Ólafur Þór Hauksson, nýskipaður héraðssaksóknari. Embættið tók við af embætti sérstaks saksóknara um áramótin. Héraðssaksóknari hefur tekið til formlegrar rannsóknar mál lögreglufulltrúa sem í áraraðir hefur legið undir grun hjá samstarfsmönnum um óeðlileg samskipti við aðila sem hafa verið til rannsóknar hjá fíkniefnadeild. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari staðfesti í samtali við fréttastofu í morgun að málið hefði borist embættinu frá ríkissaksóknara. Það gerðist í gær. Það verður því Ólafs Þórs og hans samstarfsmanna að rannsaka málið og meta hvort tilefni sé til þess að gefa út ákæru á hendur fulltrúanum. Hann er rúmlega fertugur og hefur verið við störf hjá fíkniefnadeild í um áratug. Fulltrúinn stýrði meðal annars tálbeituaðgerð lögreglu í umfangsmiklu fíkniefnamáli sem lauk með handtöku sendisveins við Hótel Frón á Laugavegi í apríl í fyrra. Þó er þess hvergi getið í gögnum málsins að hann hafi komið að aðgerðum. Hann var heldur ekki látinn bera vitni fyrir héraðsdómi heldur undirmaður hans sem einnig kom að stjórnun aðgerða. Um annað af tveimur málum er að ræða þar sem starfsmenn hjá fíkniefnadeild lögreglu eru sakaðir um óeðlileg samskipti við meinta brotamenn. Í hinu málinu hafa bæði lögreglumaður og karlmaður með brotasögu setið í gæsluvarðhaldi. Friðrik Smári bar ábyrgð á tálbeituaðgerð við Hótel Frón í apríl en umræddur lögreglufulltrúi stýrði aðgerðinni í hans umboði.Vísir/Anton Brink Færður endurtekið til í starfi Lögreglufulltrúinn var færður þrisvar til í embætti á liðnu ári eftir að meirihluti samstarfsmanna hans, alls níu lögreglumenn, kvörtuðu í sameiningu og töldu sig ekki geta unnið án þess að áralangar ásakanir yrðu teknar til skoðunar. Þegar engin viðbrögð fengust frá yfirmanni þeirra, Friðriki Smára Björgvinssyni, leituðu þeir til lögreglustjórans Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur. Allajafna er fyrirkomulagið þannig að aðeins er leitað til næstu yfirmanna með umkvörtunarefni. Í framhaldinu var lögreglufulltrúinn færður úr stöðu sinni sem yfirmaður innan bæði fíkniefnadeildar og upplýsingadeildar og tók til starfa hjá kynferðisbrotadeild. Áður en árið var úti var hann svo færður tvívegis til í starfi til viðbótar en var síðast þegar vitað var að störfum hjá tæknideild lögreglu. Sú staðreynd að fulltrúinn gegndi yfirmannsstöðu í bæði fíkniefna- og upplýsingadeild á sama tíma er gagnrýnisverð að mati Kim Kliver, yfirmanns í dönsku lögreglunni. Sami aðili eigi ekki að taka ákvarðanir í báðum deildum og fyrirkomulagið þekkist ekki í nágrannalöndum okkar.Karl Steinar og lögreglufulltrúinn störfuðu afar náið saman í fíkniefnadeildarinnar á árum Karls Steinars sem yfirmanns deildarinnar.Vísir/ErnirFullyrti að rannsókn hefði farið framSamstarfsmenn lögreglufulltrúans hafa um árabil gert athugaemdir við störf hans og aðgerðir sem hann hefur komið að. Þá hafa einnig borist ábendingar frá aðilum utan úr bæ um að fulltrúinn væri með óhreint mjöl í pokanum. Þegar ásakanir voru háværar árið 2011 hélt Karl Steinar Valsson, þáverandi yfirmaður fíkniefnadeildar, fund með starfsmönnum sínum. Fullyrti hann að rannsókn á ásökununum hefði farið fram og þær ekki reynst á rökum reistar. Menn ættu að hætta að ræða ásakanirnar og einbeita sér að vinnunni. Karl Steinar, sem nú er fulltrúi Íslands hjá Europol, sagði í Fréttablaðinu um helgina að hann myndi vel eftir fundinum en þó ekki alveg því orðalagi sem hann hefði notað. Hann hefði skilað greinargerð til yfirmanna sinna, Friðriks Smára Björgvinssonar og Jóns H.B. Snorrasonar. Hann væri ekki meðvitaður um hvaða meðferð málið hefði hlotið í kjölfar. Þá sagðist hann ekki vera í stöðu til að tjá sig um hvort ásakanirnar hefðu verið það alvarlegar að taka ætti málið til rannsóknar hjá ríkissaksóknara.Jón H.B. Snorrason aðstoðarlögreglustjóri neitar að tjá sig um málið.Hvað varð um greinargerð Karls Steinars? Friðrik Smári og Jón H.B. hafa ekki viljað staðfesta hvort greinargerðin hafi borist né vilja þeir tjá sig um málið á nokkurn hátt.Nú rúmum fjórum árum eftir að fullyrt var við starfsmenn fíkniefnadeildar að áralangar ásakanir hefðu verið rannsakaðar er loks hafin formleg rannsókn á ásökununum, hjá embætti héraðssaksóknara sem tók við málaflokknum af ríkissaksóknara um áramótin. Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Handtakan furðulega: Hollenska móðirin og sendisveinninn mæta örlögum sínum Framundan er málsmeðferð í Hæstarétti í máli ríkissaksóknara á hendur hollenskri móður og íslenskum karlmanni í umfangsmiklu fíkniefnamáli sem kennt hefur verið tálbeituaðgerð við Hótel Frón sem misfórst hrapalega. 11. janúar 2016 09:00 Friðrik Smári vill ekki staðfesta hvort greinargerð Karls Steinars hafi borist Karl Steinar Valsson segist hafa skilað greinargerð vegna ásakana á hendur lögreglufulltrúa í fíkniefnadeildinni árið 2011. 11. janúar 2016 15:59 Lögreglufulltrúinn sem samstarfsmenn efast um stýrði tálbeituaðgerðinni Tálbeituaðgerð lögreglu við Hótel Frón lauk á óvæntan hátt þegar sendisveinn var handtekinn þegar allt virtist vera á áætlun. 8. janúar 2016 11:00 Karl Steinar: Ég fylgdi öllum reglum í mínu starfi Fyrrverandi yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar neitar að nokkuð athugavert hafi verið við vinnubrögð sín. 9. janúar 2016 07:00 Aðstoðarlögreglustjóri neitar að tjá sig um spillinguna Í áraraðir hafði verið kvartað yfir lögreglufulltrúa í fíkniefnadeild lögreglunnar vegna gruns samstarfsfélaga um óeðlileg samskipti við brotamenn. 11. janúar 2016 06:00 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fleiri fréttir Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Sjá meira
Héraðssaksóknari hefur tekið til formlegrar rannsóknar mál lögreglufulltrúa sem í áraraðir hefur legið undir grun hjá samstarfsmönnum um óeðlileg samskipti við aðila sem hafa verið til rannsóknar hjá fíkniefnadeild. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari staðfesti í samtali við fréttastofu í morgun að málið hefði borist embættinu frá ríkissaksóknara. Það gerðist í gær. Það verður því Ólafs Þórs og hans samstarfsmanna að rannsaka málið og meta hvort tilefni sé til þess að gefa út ákæru á hendur fulltrúanum. Hann er rúmlega fertugur og hefur verið við störf hjá fíkniefnadeild í um áratug. Fulltrúinn stýrði meðal annars tálbeituaðgerð lögreglu í umfangsmiklu fíkniefnamáli sem lauk með handtöku sendisveins við Hótel Frón á Laugavegi í apríl í fyrra. Þó er þess hvergi getið í gögnum málsins að hann hafi komið að aðgerðum. Hann var heldur ekki látinn bera vitni fyrir héraðsdómi heldur undirmaður hans sem einnig kom að stjórnun aðgerða. Um annað af tveimur málum er að ræða þar sem starfsmenn hjá fíkniefnadeild lögreglu eru sakaðir um óeðlileg samskipti við meinta brotamenn. Í hinu málinu hafa bæði lögreglumaður og karlmaður með brotasögu setið í gæsluvarðhaldi. Friðrik Smári bar ábyrgð á tálbeituaðgerð við Hótel Frón í apríl en umræddur lögreglufulltrúi stýrði aðgerðinni í hans umboði.Vísir/Anton Brink Færður endurtekið til í starfi Lögreglufulltrúinn var færður þrisvar til í embætti á liðnu ári eftir að meirihluti samstarfsmanna hans, alls níu lögreglumenn, kvörtuðu í sameiningu og töldu sig ekki geta unnið án þess að áralangar ásakanir yrðu teknar til skoðunar. Þegar engin viðbrögð fengust frá yfirmanni þeirra, Friðriki Smára Björgvinssyni, leituðu þeir til lögreglustjórans Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur. Allajafna er fyrirkomulagið þannig að aðeins er leitað til næstu yfirmanna með umkvörtunarefni. Í framhaldinu var lögreglufulltrúinn færður úr stöðu sinni sem yfirmaður innan bæði fíkniefnadeildar og upplýsingadeildar og tók til starfa hjá kynferðisbrotadeild. Áður en árið var úti var hann svo færður tvívegis til í starfi til viðbótar en var síðast þegar vitað var að störfum hjá tæknideild lögreglu. Sú staðreynd að fulltrúinn gegndi yfirmannsstöðu í bæði fíkniefna- og upplýsingadeild á sama tíma er gagnrýnisverð að mati Kim Kliver, yfirmanns í dönsku lögreglunni. Sami aðili eigi ekki að taka ákvarðanir í báðum deildum og fyrirkomulagið þekkist ekki í nágrannalöndum okkar.Karl Steinar og lögreglufulltrúinn störfuðu afar náið saman í fíkniefnadeildarinnar á árum Karls Steinars sem yfirmanns deildarinnar.Vísir/ErnirFullyrti að rannsókn hefði farið framSamstarfsmenn lögreglufulltrúans hafa um árabil gert athugaemdir við störf hans og aðgerðir sem hann hefur komið að. Þá hafa einnig borist ábendingar frá aðilum utan úr bæ um að fulltrúinn væri með óhreint mjöl í pokanum. Þegar ásakanir voru háværar árið 2011 hélt Karl Steinar Valsson, þáverandi yfirmaður fíkniefnadeildar, fund með starfsmönnum sínum. Fullyrti hann að rannsókn á ásökununum hefði farið fram og þær ekki reynst á rökum reistar. Menn ættu að hætta að ræða ásakanirnar og einbeita sér að vinnunni. Karl Steinar, sem nú er fulltrúi Íslands hjá Europol, sagði í Fréttablaðinu um helgina að hann myndi vel eftir fundinum en þó ekki alveg því orðalagi sem hann hefði notað. Hann hefði skilað greinargerð til yfirmanna sinna, Friðriks Smára Björgvinssonar og Jóns H.B. Snorrasonar. Hann væri ekki meðvitaður um hvaða meðferð málið hefði hlotið í kjölfar. Þá sagðist hann ekki vera í stöðu til að tjá sig um hvort ásakanirnar hefðu verið það alvarlegar að taka ætti málið til rannsóknar hjá ríkissaksóknara.Jón H.B. Snorrason aðstoðarlögreglustjóri neitar að tjá sig um málið.Hvað varð um greinargerð Karls Steinars? Friðrik Smári og Jón H.B. hafa ekki viljað staðfesta hvort greinargerðin hafi borist né vilja þeir tjá sig um málið á nokkurn hátt.Nú rúmum fjórum árum eftir að fullyrt var við starfsmenn fíkniefnadeildar að áralangar ásakanir hefðu verið rannsakaðar er loks hafin formleg rannsókn á ásökununum, hjá embætti héraðssaksóknara sem tók við málaflokknum af ríkissaksóknara um áramótin.
Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Handtakan furðulega: Hollenska móðirin og sendisveinninn mæta örlögum sínum Framundan er málsmeðferð í Hæstarétti í máli ríkissaksóknara á hendur hollenskri móður og íslenskum karlmanni í umfangsmiklu fíkniefnamáli sem kennt hefur verið tálbeituaðgerð við Hótel Frón sem misfórst hrapalega. 11. janúar 2016 09:00 Friðrik Smári vill ekki staðfesta hvort greinargerð Karls Steinars hafi borist Karl Steinar Valsson segist hafa skilað greinargerð vegna ásakana á hendur lögreglufulltrúa í fíkniefnadeildinni árið 2011. 11. janúar 2016 15:59 Lögreglufulltrúinn sem samstarfsmenn efast um stýrði tálbeituaðgerðinni Tálbeituaðgerð lögreglu við Hótel Frón lauk á óvæntan hátt þegar sendisveinn var handtekinn þegar allt virtist vera á áætlun. 8. janúar 2016 11:00 Karl Steinar: Ég fylgdi öllum reglum í mínu starfi Fyrrverandi yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar neitar að nokkuð athugavert hafi verið við vinnubrögð sín. 9. janúar 2016 07:00 Aðstoðarlögreglustjóri neitar að tjá sig um spillinguna Í áraraðir hafði verið kvartað yfir lögreglufulltrúa í fíkniefnadeild lögreglunnar vegna gruns samstarfsfélaga um óeðlileg samskipti við brotamenn. 11. janúar 2016 06:00 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fleiri fréttir Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Sjá meira
Handtakan furðulega: Hollenska móðirin og sendisveinninn mæta örlögum sínum Framundan er málsmeðferð í Hæstarétti í máli ríkissaksóknara á hendur hollenskri móður og íslenskum karlmanni í umfangsmiklu fíkniefnamáli sem kennt hefur verið tálbeituaðgerð við Hótel Frón sem misfórst hrapalega. 11. janúar 2016 09:00
Friðrik Smári vill ekki staðfesta hvort greinargerð Karls Steinars hafi borist Karl Steinar Valsson segist hafa skilað greinargerð vegna ásakana á hendur lögreglufulltrúa í fíkniefnadeildinni árið 2011. 11. janúar 2016 15:59
Lögreglufulltrúinn sem samstarfsmenn efast um stýrði tálbeituaðgerðinni Tálbeituaðgerð lögreglu við Hótel Frón lauk á óvæntan hátt þegar sendisveinn var handtekinn þegar allt virtist vera á áætlun. 8. janúar 2016 11:00
Karl Steinar: Ég fylgdi öllum reglum í mínu starfi Fyrrverandi yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar neitar að nokkuð athugavert hafi verið við vinnubrögð sín. 9. janúar 2016 07:00
Aðstoðarlögreglustjóri neitar að tjá sig um spillinguna Í áraraðir hafði verið kvartað yfir lögreglufulltrúa í fíkniefnadeild lögreglunnar vegna gruns samstarfsfélaga um óeðlileg samskipti við brotamenn. 11. janúar 2016 06:00