Keflavík fékk liðsstyrk í Dominos-deild karla í kvöld er Daði Lár Jónsson ákvað að yfirgefa Garðabæinn og fara Reykjanesbrautina til Keflavíkur.
Það er karfan.is sem greinir frá þessu í kvöld. Daði Lár er sonur Keflavíkur-goðsagnarinnar, Jóns Kr. Gíslasonar.
„Auðvitað er það erfið ákvörðun að yfirgefa Stjörnuna enda alist þar upp. Ég hef bara góða hluti að segja um klúbbinn en ég tel mig vera á réttum stað núna og vonandi get ég gert gott lið Keflavíkur en betra. Pabbi er í raun ástæðan fyrir því að ég fer til Keflavíkur. Ég vil spila hraðan Keflavíkurbolta. Pabbi er mitt átrúnaðargoð og ég tek vel í allan samanburð í þeim efnum. Vonandi fæ ég bara treyju númer 14,“ segir Daði Lár við karfan.is.
Keflavík er í toppsæti deildarinnar og verður áhugavert að fylgjast með Daða í Sláturhúsinu.
Daði Lár farinn til Keflavíkur
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið

Frederik Schram fundinn
Íslenski boltinn



Alfreð reiður út í leikmenn sína
Handbolti

„Helmingurinn af liðinu var veikur“
Körfubolti


Lést á leiðinni á æfingu
Sport



Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar
Íslenski boltinn