Körfubolti

Curry fór á kostum í enn einum sigri Golden State | Myndbönd

Anton Ingi Leifsson skrifar
vísir/getty
Stephen Curry fór á kostum í tólf stage sigrid Golden State Warriors, 128-116, á Sacramento Kings í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Þetta var sjötti sigurleikur Golden State í röð og sá 35. á leiktíðinni.

Sacramento byrjuðu vel og unnu fyrsta leikhlutann með minnsta mun, 27-26, en þá tóku meistararnir við sér. Þeir leiddu í hálfleik 60-58 og unnu að lokum 128-116.

Stephen Curry for á kostum; hann skoraði 38 stig og gaf ellefu stoðsendingar, en hjá Sacramento var það DeMarcus Cousins sem lák manna best. Hann skoraði 33 stig og tók tíu fráköst. Sacramento með 40% sigurhlutfall í vesturdeildinni á meðan Golden State er með 94,6%.

Charlotte tapaði sínum sjötta leik í röð í nótt þegar liðið lá fyrir LA Clippers 97-83 á útivelli. Jeremy Lin gerði 26 stig fyrir Charlotte auk þess að gefa fjórar stoðsendingar. Chris Paul skoraði 25 stig fyrir Clippers og gaf sjö stoðsendingar.

Öll úrslit næturinnar má sjá hér að neðan sem og skemmtileg tilþrif.

Öll úrslit:

Charlotte - LA Clippers 83-97

Chicago - Atlanta 105-120

Washington - Orlando 105-99

Brooklyn - Detroit 89-103

Toronto - Philadelphia 108-95

Miami - Utah 83-98

Golden State - Sacramento 128-116

Curry gegn DeMarcus: Topp-10 næturinnar: Flautukarfa:
NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×