Snæfell vann mikilvægan sigur á Grindavík í Domino´s deild karla í körfubolta í gær en sigurvegari fékkst ekki fyrr en eftir tvær framlengingar. Það er ekkert nýtt fyrir Hólmara að fagna sigri í jöfnum leikjum á tímabilinu.
Snæfellsliðið hefur þar með unnið báða leikina á móti Grindavík og hefur því ekki bara tveggja stiga forskot á Grindvíkinga heldur betri stöðu í innbyrðisleikjum að auki, verði liði jöfn í lok mótsins.
Þetta var jafnframt fimmti sigur Snæfells í jöfnum leik en það eru leikir sem vinnast eða tapast með fimm stigum eða minna.
Snæfell er eina liðið í deildinni sem hefur unnið fimm slíka leiki en bæði Keflavík og Stjarnan eru með fjóra sigra í jöfnun leikjum.
Það er þó enn athyglisverðara að Snæfellsliðið er 5-0 í jöfnun leikjum en þjálfarinn Ingi Þór Steinþórsson og lærissveinar hans eru greinilega með sterkar taugar og kunna landa sigrum þegar allt er í járnum í lokin.
Fjórar þessum fimm sigrum í jöfnum leikjum hafa komið í leikjum Snæfells við Hött og Grindavík sem eru bæði eru með unga og óreynda þjálfara. Snæfell hefur unnið alla fjóra leikina á móti þeim en aðeins með samtals 9 stigum þar af er fimm stiga sigur í tvíframlengdum leik.
Bandaríkjamaðurinn Sherrod Nigel Wright hefur verið happafengur fyrir Snæfellsliðið og frammistaða hans á móti Grindavík í gær var ótrúlega en hann var þá með 49 stig, 16 fráköst, 14 fiskaðar villur og 5 stoðsendingar.
Jöfnu leikirnir hjá Snæfelli í Domino´s deild karla í vetur:
62-60 útisigur á Hetti í október (+2)
Sherrod Nigel Wright með 22 stig og sigurkörfuna
Austin Magnus Bracey með 13 stig
99-98 útisigur á Grindavík í október (+1)
Sherrod Nigel Wright með 37 stig
Stefán Karel Torfason með 20 stig
Sigurður Á. Þorvaldsson með 17 stig
94-91 heimasigur á Tindastól í nóvember (+3)
Sherrod Nigel Wright með 24 stig
Austin Magnus Bracey með 24 stig
Sigurður Á. Þorvaldsson með 17 stig
90-89 heimasigur á Hetti í janúar (+1)
Sherrod Nigel Wright með 26 stig
Sigurður Á. Þorvaldsson með 17 stig
Austin Magnus Bracey með 14 stig
110-105 heimasigur á Grindavík í tvíframlengdum leik í janúar (+5)
Sherrod Nigel Wright með 49 stig og 16 fráköst
Sigurður Á. Þorvaldsson með 15 stig
Austin Magnus Bracey með 15 stig
Ingi Þór og Snæfellsstrákarnir með sterkar taugar

Tengdar fréttir

Umfjöllun og viðtöl: Snæfell 90 - 89 Höttur | Mikilvægur sigur hjá Snæfell í Stykkishólmi
Lið Snæfells vann í kvöld afar mikilvægan sigur á Hetti frá Egilsstöðum í Dominos-deild karla, 90-89. Mikil spenna var í leiknum allt frá upphafi til enda og afar mjótt á mununum.

Umfjöllun og viðtöl: Snæfell - Grindavík 110-105 | Sigur í tvíframlengdum spennuleik
Snæfellingar unnu afar dýrmæt stig í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni eftir æsispennandi tvíframlengdan leik gegn Grindavík.