Innistæðan búin hjá Guðmundi sem þarf að fara ef Danir komast ekki á ÓL Tómas Þór Þórðarson skrifar 28. janúar 2016 11:45 Guðmundur er ekki vinsæll eftir tapið í gærkvöldi. vísir/epa „Danmörk er svo sannarlega úr leik á EM og nú standa öll spjót að þjálfaranum sem er ábyrgur fyrir árangrinum á síðustu tveimur mótum.“ Svona hefst pistill Dan Philipsen, ritstjóra handboltavefs TV2 í Danmörku, þar sem hann gagnrýnir Guðmund Guðmundsson, þjálfara danska landsliðsins, fyrir árangurinn á síðustu tveimur stórmótum.Sjá einnig:„Guðmundur á að halda starfinu“ Danir töpuðu fyrir Þýskalandi í lokaleik milliriðils tvö á Evrópumótinu í Póllandi í gær og misstu þannig af sæti í undanúrslitum annað stórmótið í röð. Danir komust heldur ekki í undanúrslit á HM í Katar. „Misheppnað. Þetta er versta orð sem íþróttamaður getur heyrt eftir keppni. En það er ekkert hægt að fara í kringum þetta. EM 2016 var misheppnað hjá danska liðinu,“ segir Philipsen.Guðmundur stýrir nokkrum af bestu handboltamönnum heims.vísir/epaEkki nógu gott Danski handboltasérfræðingurinn skellir skuldinni á Guðmund og segir að innistæða hans hjá Dönum sé uppurinn. „Það þýðir samt ekki að það eigi að reka hann strax. Við sáum fyrir fjórum dögum [þegar Danmörk vann Spán] að Guðmundur er hæfileikaríkur þjálfari. En hann er að stýra einu besta landsliði heims og hefur á síðustu tveimur mótum ekki spilað um verðlaun. Það er ekki nógu gott, þjálfari,“ segir Philipsen. Leið Dana á Ólympíuleikanna verður erfiðari vegna tapsins í gær, en liðið verður í riðli með tveimur Evrópuþjóðum í forkeppni Ólympíuleikana. Verði Spánn Evrópumeistari verður Danmörk með Evrópuþjóðunum Slóveníu og Svíþjóð í riðli, ef Króatía verður Evrópumeistari verða mótherjarnir Þýskaland og Noregur. Ef Þýskaland verður Evrópumeistari verða Danir með Króatíu og Svíþjóð í riðli í í forkeppni Ólympíuleikanna en ef Þýskaland vinnur verða það Króatar og Norðmenn. „Það kemur í ljós hvað verður um Guðmund í vor þegar Danir taka þátt í forkeppni Ólympíuleikana. Við komum aftur að gjaldkeranum sem bendir á að Guðmundur á enga innistæðu eftir. Komist Danmörk ekki til Ríó er þetta búið hjá Guðmundi Guðmundssyni. Þá getur hann ekki lengur sinn þessu starfi,“ segir Dan Philipsen. EM 2016 karla í handbolta Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Dagur mætir Noregi í undanúrslitum Króatía og Spánn eigast við í hinni undanúrslitaviðureigninni á EM í Póllandi. 27. janúar 2016 21:14 „Guðmundur á að halda starfinu“ Sérfræðingur TV 2 segir að þrátt fyrir skelfilegan árangur á EM í Póllandi eigi Guðmundur Guðmundsson að fá tækifæri til að koma Dönum til Ríó. 27. janúar 2016 22:16 Einkunnagjöf Ekstra Bladet á EM: Guðmundur á pari við Hansen, Landin og Toft Annað stórmótið í röð mistókst Guðmundi Guðmundssyni að koma danska landsliðinu í undanúrslit á stórmóti en Danir spila um fimmta sætið á EM í Póllandi. 28. janúar 2016 13:15 Guðmundur: Vorum einfaldlega of þreyttir Danir spiluðu tvo leiki innan sólahrings og það reyndist þeim dýrkeypt í kvöld. 27. janúar 2016 20:03 Guðmundur við blaðamann: Þú ert sérfræðingurinn, ekki satt? "Þú kannski heldur að Svíþjóð sé með ömurlegt lið,“ sagði pirraður landsliðsþjálfari Danmerkur eftir tapið gegn Þýskalandi í kvöld. 27. janúar 2016 20:54 Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Fleiri fréttir Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Sjá meira
„Danmörk er svo sannarlega úr leik á EM og nú standa öll spjót að þjálfaranum sem er ábyrgur fyrir árangrinum á síðustu tveimur mótum.“ Svona hefst pistill Dan Philipsen, ritstjóra handboltavefs TV2 í Danmörku, þar sem hann gagnrýnir Guðmund Guðmundsson, þjálfara danska landsliðsins, fyrir árangurinn á síðustu tveimur stórmótum.Sjá einnig:„Guðmundur á að halda starfinu“ Danir töpuðu fyrir Þýskalandi í lokaleik milliriðils tvö á Evrópumótinu í Póllandi í gær og misstu þannig af sæti í undanúrslitum annað stórmótið í röð. Danir komust heldur ekki í undanúrslit á HM í Katar. „Misheppnað. Þetta er versta orð sem íþróttamaður getur heyrt eftir keppni. En það er ekkert hægt að fara í kringum þetta. EM 2016 var misheppnað hjá danska liðinu,“ segir Philipsen.Guðmundur stýrir nokkrum af bestu handboltamönnum heims.vísir/epaEkki nógu gott Danski handboltasérfræðingurinn skellir skuldinni á Guðmund og segir að innistæða hans hjá Dönum sé uppurinn. „Það þýðir samt ekki að það eigi að reka hann strax. Við sáum fyrir fjórum dögum [þegar Danmörk vann Spán] að Guðmundur er hæfileikaríkur þjálfari. En hann er að stýra einu besta landsliði heims og hefur á síðustu tveimur mótum ekki spilað um verðlaun. Það er ekki nógu gott, þjálfari,“ segir Philipsen. Leið Dana á Ólympíuleikanna verður erfiðari vegna tapsins í gær, en liðið verður í riðli með tveimur Evrópuþjóðum í forkeppni Ólympíuleikana. Verði Spánn Evrópumeistari verður Danmörk með Evrópuþjóðunum Slóveníu og Svíþjóð í riðli, ef Króatía verður Evrópumeistari verða mótherjarnir Þýskaland og Noregur. Ef Þýskaland verður Evrópumeistari verða Danir með Króatíu og Svíþjóð í riðli í í forkeppni Ólympíuleikanna en ef Þýskaland vinnur verða það Króatar og Norðmenn. „Það kemur í ljós hvað verður um Guðmund í vor þegar Danir taka þátt í forkeppni Ólympíuleikana. Við komum aftur að gjaldkeranum sem bendir á að Guðmundur á enga innistæðu eftir. Komist Danmörk ekki til Ríó er þetta búið hjá Guðmundi Guðmundssyni. Þá getur hann ekki lengur sinn þessu starfi,“ segir Dan Philipsen.
EM 2016 karla í handbolta Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Dagur mætir Noregi í undanúrslitum Króatía og Spánn eigast við í hinni undanúrslitaviðureigninni á EM í Póllandi. 27. janúar 2016 21:14 „Guðmundur á að halda starfinu“ Sérfræðingur TV 2 segir að þrátt fyrir skelfilegan árangur á EM í Póllandi eigi Guðmundur Guðmundsson að fá tækifæri til að koma Dönum til Ríó. 27. janúar 2016 22:16 Einkunnagjöf Ekstra Bladet á EM: Guðmundur á pari við Hansen, Landin og Toft Annað stórmótið í röð mistókst Guðmundi Guðmundssyni að koma danska landsliðinu í undanúrslit á stórmóti en Danir spila um fimmta sætið á EM í Póllandi. 28. janúar 2016 13:15 Guðmundur: Vorum einfaldlega of þreyttir Danir spiluðu tvo leiki innan sólahrings og það reyndist þeim dýrkeypt í kvöld. 27. janúar 2016 20:03 Guðmundur við blaðamann: Þú ert sérfræðingurinn, ekki satt? "Þú kannski heldur að Svíþjóð sé með ömurlegt lið,“ sagði pirraður landsliðsþjálfari Danmerkur eftir tapið gegn Þýskalandi í kvöld. 27. janúar 2016 20:54 Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Fleiri fréttir Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Sjá meira
Dagur mætir Noregi í undanúrslitum Króatía og Spánn eigast við í hinni undanúrslitaviðureigninni á EM í Póllandi. 27. janúar 2016 21:14
„Guðmundur á að halda starfinu“ Sérfræðingur TV 2 segir að þrátt fyrir skelfilegan árangur á EM í Póllandi eigi Guðmundur Guðmundsson að fá tækifæri til að koma Dönum til Ríó. 27. janúar 2016 22:16
Einkunnagjöf Ekstra Bladet á EM: Guðmundur á pari við Hansen, Landin og Toft Annað stórmótið í röð mistókst Guðmundi Guðmundssyni að koma danska landsliðinu í undanúrslit á stórmóti en Danir spila um fimmta sætið á EM í Póllandi. 28. janúar 2016 13:15
Guðmundur: Vorum einfaldlega of þreyttir Danir spiluðu tvo leiki innan sólahrings og það reyndist þeim dýrkeypt í kvöld. 27. janúar 2016 20:03
Guðmundur við blaðamann: Þú ert sérfræðingurinn, ekki satt? "Þú kannski heldur að Svíþjóð sé með ömurlegt lið,“ sagði pirraður landsliðsþjálfari Danmerkur eftir tapið gegn Þýskalandi í kvöld. 27. janúar 2016 20:54