Stærsta tap gestgjafa síðan á HM á Íslandi 1995 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. janúar 2016 10:45 Frá leik íslenska landsliðsins á HM á heimavelli árið 1995. Vísir/Brynjar Gauti Sveinsson Pólverjar komust ekki í undanúrslit á Evrópumótinu í handbolta sem fer fram á þeirra heimavelli en pólska liðið brann yfir á úrslitastundu í gær og steinlá á móti Króatíu. Pólverjar þurftu eitt stig til að tryggja sér sæti í undanúrslitum og þeir hefðu líka mátt tapa með eins til þriggja marka mun. Þeir mættu Króötum sem þurftu í raun kraftaverk til þess að fá að spila um verðlaun en aðeins tíu marka sigur myndi duga Króatíska liðinu. Hefði Króatar unnið með fimm til níu marka mun hefðu þeir sent Frakka í undanúrslitin. Króatíska liðið gerði hið ómögulega og gjörsigraði yfirspennt pólskt lið. Króatar unnu á endanum með fjórtán marka mun, 37-23, eftir að hafa verið fimm mörkum yfir í hálfleik, 15-10. Byrjunin á seinni hálfleiknum er eitt það ótrúlegast sem hefur sést í leik þar sem undanúrslitasæti er í boði en króatíska liðið skoraði átta fyrstu mörk hálfleiksins og komst í 23-10. Það er ekki á hverjum degi sem gestgjafar á HM eða EM tapa og hvað þá svona stórt. Þegar sögubækurnar voru opnaðar upp á gátt kom líka í ljós að það þarf að fara rúm tuttugu ár aftur í tímann til að finna stærra tap hjá gestgjöfum á heimsmeistaramóti eða Evrópumóti. Fjórtán marka tap Pólverja í gær var stærsta tap heimamanna á HM eða EM síðan að íslenska landsliðið tapaði með þrettán marka mun fyrir Rússum í Laugardalshöllinni 16. maí 1995 en sá leikur var í sextán liða úrslitum keppninnar. Þetta var stærsta tap íslenska liðsins á heimsmeistaramóti frá upphafi og þýddi að íslenska liðið var úr leik á mótinu. Útlitið var alls ekki slæmt stærsta hluta fyrri hálfleiks en Rússar skoruðu síðustu tvö mörk fyrri hálfleiksins og voru þremur mörkum yfir í hálfleik 11-8. Í stöðunni 15-11 hrundi leikur íslenska liðsins síðan endanlega og Rússar unnu síðustu mínútur leiksins 10-1 og þar með leikinn með þrettán marka mun. Hér fyrir neðan má lista yfir stærstu töp heimaliða á HM eða EM undanfarna þrjá áratugi.Stærstu töp gestgjafa á HM eða EM síðustu 30 ár: (frá og með Heimsmeistaramótinu í Sviss 1986) - 17 Portúgal á móti Rúmeníu (21-38, EM 1994)- 14 Pólland á móti Króatíu (23–37, EM 2016) - 13 Ísland á móti Rússlandi (12-25, HM 1995) - 10 Svíþjóð á móti Rússlandi (20-30, HM 1993) - 9 Danmörk á móti Frakklandi (32-41, EM 2014) - 9 Sviss á móti Sovétríkjunum (15-24, HM 1986) - 9 Japan á móti Litháen (15-24, HM 1997) - 8 Ítalía á móti Þýskalandi (18-26, EM 1998) - 8 Spánn á móti Frakklandi (21-29, EM 1996) - 8 Portúgal á móti Þýskalandi (29-37, HM 2003) - 8 Tékkóslóvakía á móti Rúmeníu (17-25, HM 1990) - 8 Sviss á móti Júgóslavíu (19-27, HM 1986) - 7 Sviss á móti Úkraínu (30-37, EM 2006) - 7 Slóvenía á móti Þýskalandi (24-31, EM 2004) - 7 Ítalía á móti Júgóslavíu (19-26, EM 1998) - 7 Portúgal á móti Danmörku (17-24, EM 1994) - 7 Sviss á móti Austur-Þýskalandi (16-23, HM 1986)Pólverjar eftir skellinn í gær.Vísir/AFP EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Danir fengu aðeins 20 tíma hvíld Dagur Sigurðsson fann til með danska liðinu. 28. janúar 2016 09:15 Dagur: Árangurinn kemur okkur ekki á óvart Dagur Sigurðsson var vitanlega himinlifandi með sigur sinna manna á Dönum á EM í Póllandi í kvöld. 27. janúar 2016 19:55 Ótrúlegur sigur Króata kom þeim í undanúrslit Hvorki stjörnum prýtt lið Frakka né gestgjafar Póllands komust í undanúrslitin á EM. 27. janúar 2016 21:06 Sjáðu Gensheimer fagna heima í stofu Þýski landsliðsþjálfarinn missti af EM vegna meiðsla en nýtur þess að horfa á sína menn. 27. janúar 2016 23:18 Dagur fagnaði með íslenskum bjór í beinni útsendingu Stefan Kretzschmar kom færandi hendi eftir sigur þýska landsliðsins á EM í kvöld. 27. janúar 2016 20:29 Klopp, Löw, Müller og Nowitzki sendu Degi baráttukveðjur Stefan Kretzschmar birti stórskemmtilegt myndband á Facebook-síðu sinni í dag fyrir stórleikinn gegn Danmörku. 27. janúar 2016 19:36 Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Sjá meira
Pólverjar komust ekki í undanúrslit á Evrópumótinu í handbolta sem fer fram á þeirra heimavelli en pólska liðið brann yfir á úrslitastundu í gær og steinlá á móti Króatíu. Pólverjar þurftu eitt stig til að tryggja sér sæti í undanúrslitum og þeir hefðu líka mátt tapa með eins til þriggja marka mun. Þeir mættu Króötum sem þurftu í raun kraftaverk til þess að fá að spila um verðlaun en aðeins tíu marka sigur myndi duga Króatíska liðinu. Hefði Króatar unnið með fimm til níu marka mun hefðu þeir sent Frakka í undanúrslitin. Króatíska liðið gerði hið ómögulega og gjörsigraði yfirspennt pólskt lið. Króatar unnu á endanum með fjórtán marka mun, 37-23, eftir að hafa verið fimm mörkum yfir í hálfleik, 15-10. Byrjunin á seinni hálfleiknum er eitt það ótrúlegast sem hefur sést í leik þar sem undanúrslitasæti er í boði en króatíska liðið skoraði átta fyrstu mörk hálfleiksins og komst í 23-10. Það er ekki á hverjum degi sem gestgjafar á HM eða EM tapa og hvað þá svona stórt. Þegar sögubækurnar voru opnaðar upp á gátt kom líka í ljós að það þarf að fara rúm tuttugu ár aftur í tímann til að finna stærra tap hjá gestgjöfum á heimsmeistaramóti eða Evrópumóti. Fjórtán marka tap Pólverja í gær var stærsta tap heimamanna á HM eða EM síðan að íslenska landsliðið tapaði með þrettán marka mun fyrir Rússum í Laugardalshöllinni 16. maí 1995 en sá leikur var í sextán liða úrslitum keppninnar. Þetta var stærsta tap íslenska liðsins á heimsmeistaramóti frá upphafi og þýddi að íslenska liðið var úr leik á mótinu. Útlitið var alls ekki slæmt stærsta hluta fyrri hálfleiks en Rússar skoruðu síðustu tvö mörk fyrri hálfleiksins og voru þremur mörkum yfir í hálfleik 11-8. Í stöðunni 15-11 hrundi leikur íslenska liðsins síðan endanlega og Rússar unnu síðustu mínútur leiksins 10-1 og þar með leikinn með þrettán marka mun. Hér fyrir neðan má lista yfir stærstu töp heimaliða á HM eða EM undanfarna þrjá áratugi.Stærstu töp gestgjafa á HM eða EM síðustu 30 ár: (frá og með Heimsmeistaramótinu í Sviss 1986) - 17 Portúgal á móti Rúmeníu (21-38, EM 1994)- 14 Pólland á móti Króatíu (23–37, EM 2016) - 13 Ísland á móti Rússlandi (12-25, HM 1995) - 10 Svíþjóð á móti Rússlandi (20-30, HM 1993) - 9 Danmörk á móti Frakklandi (32-41, EM 2014) - 9 Sviss á móti Sovétríkjunum (15-24, HM 1986) - 9 Japan á móti Litháen (15-24, HM 1997) - 8 Ítalía á móti Þýskalandi (18-26, EM 1998) - 8 Spánn á móti Frakklandi (21-29, EM 1996) - 8 Portúgal á móti Þýskalandi (29-37, HM 2003) - 8 Tékkóslóvakía á móti Rúmeníu (17-25, HM 1990) - 8 Sviss á móti Júgóslavíu (19-27, HM 1986) - 7 Sviss á móti Úkraínu (30-37, EM 2006) - 7 Slóvenía á móti Þýskalandi (24-31, EM 2004) - 7 Ítalía á móti Júgóslavíu (19-26, EM 1998) - 7 Portúgal á móti Danmörku (17-24, EM 1994) - 7 Sviss á móti Austur-Þýskalandi (16-23, HM 1986)Pólverjar eftir skellinn í gær.Vísir/AFP
EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Danir fengu aðeins 20 tíma hvíld Dagur Sigurðsson fann til með danska liðinu. 28. janúar 2016 09:15 Dagur: Árangurinn kemur okkur ekki á óvart Dagur Sigurðsson var vitanlega himinlifandi með sigur sinna manna á Dönum á EM í Póllandi í kvöld. 27. janúar 2016 19:55 Ótrúlegur sigur Króata kom þeim í undanúrslit Hvorki stjörnum prýtt lið Frakka né gestgjafar Póllands komust í undanúrslitin á EM. 27. janúar 2016 21:06 Sjáðu Gensheimer fagna heima í stofu Þýski landsliðsþjálfarinn missti af EM vegna meiðsla en nýtur þess að horfa á sína menn. 27. janúar 2016 23:18 Dagur fagnaði með íslenskum bjór í beinni útsendingu Stefan Kretzschmar kom færandi hendi eftir sigur þýska landsliðsins á EM í kvöld. 27. janúar 2016 20:29 Klopp, Löw, Müller og Nowitzki sendu Degi baráttukveðjur Stefan Kretzschmar birti stórskemmtilegt myndband á Facebook-síðu sinni í dag fyrir stórleikinn gegn Danmörku. 27. janúar 2016 19:36 Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Sjá meira
Dagur: Árangurinn kemur okkur ekki á óvart Dagur Sigurðsson var vitanlega himinlifandi með sigur sinna manna á Dönum á EM í Póllandi í kvöld. 27. janúar 2016 19:55
Ótrúlegur sigur Króata kom þeim í undanúrslit Hvorki stjörnum prýtt lið Frakka né gestgjafar Póllands komust í undanúrslitin á EM. 27. janúar 2016 21:06
Sjáðu Gensheimer fagna heima í stofu Þýski landsliðsþjálfarinn missti af EM vegna meiðsla en nýtur þess að horfa á sína menn. 27. janúar 2016 23:18
Dagur fagnaði með íslenskum bjór í beinni útsendingu Stefan Kretzschmar kom færandi hendi eftir sigur þýska landsliðsins á EM í kvöld. 27. janúar 2016 20:29
Klopp, Löw, Müller og Nowitzki sendu Degi baráttukveðjur Stefan Kretzschmar birti stórskemmtilegt myndband á Facebook-síðu sinni í dag fyrir stórleikinn gegn Danmörku. 27. janúar 2016 19:36