Danmörk tapaði í kvöld fyrir Þýskalandi á EM í Póllandi og mun ekki fara áfram í undanúrslit mótsins nema að Rússland vinni Spán í kvöld.
Guðmundur Guðmundsson komst ekki heldur með Dani í undanúrslit á HM í Katar í fyrra og hann var vitanlega óánægður með úrslit leiksins í kvöld.
Sjá einnig: Dagur skellti Guðmundi og fer í undanúrslit
„Þjóðverjar stóðu sig vel en við spiluðum undir getu á löngum köflum í leiknum,“ sagði Guðmundur á blaðamannafundinum eftir leikinn í kvöld.
Danmörk gerði jafntefli við Svíþjóð í hörkuleik í gærkvöldi og því hafa Danir spilað nú tvo daga í röð á mótinu í Póllandi.
Sjá einnig: Dagur: Árangurinn kemur okkur ekki á óvart
„Þegar uppi var staðið vorum við einfaldlega of þreyttir. Okkur skorti heppni og varð refsað af mjög sterkum andstæðingi.“
Skyttan Michael Damgaard var afar svekktur með niðurstöðuna. „Ég trúi þessu bara ekki enn þá. Þetta er virkilega sárt. Annað skiptið í röð misstum við góða stöðu frá okkur og töpuðum þess vegna leiknum í kvöld.“
Guðmundur: Vorum einfaldlega of þreyttir
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið



Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby
Íslenski boltinn

Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna
Enski boltinn


Íþróttamaður HK til liðs við ÍA
Íslenski boltinn



Frá Skagafirði á Akranes
Körfubolti
