Trump hundsar kappræður Fox og Google Samúel Karl Ólason skrifar 27. janúar 2016 15:15 Donald Trump og Megyn Kelly. Vísir/Getty Forsetaframbjóðandinn Donald Trump ætlar ekki að taka þátt í kappræðum Fox News og Google annað kvöld. Google ætlar að kanna sannleiksgildi ummæla frambjóðendanna í beinni útsendingu. Ákvörðun Trump, sem hann tilkynnti tveimur sólarhringum áður en kappræðurnar fara fram, má þó rekja til deilna hans og Megyn Kelly hjá Fox News. Allt frá fyrstu kappræðum Repúblikana í ágúst hafa þau eldað grátt silfur saman, þegar hún spurði hann út í fyrri ummæli hans um konur. „Þú hefur kallað konur, sem þú kannt ekki vel við, feit svín, hunda, sóða og ógeðsleg dýr,“ sagði Kelly og spurði hvort að það sýndi fram á skapgerð sem sæmi forseta. Auk þess, seinna í kappræðunum, spurði Kelly hann hvenær hann hefði orðið Repúblikani. Á árum áður var Trump Demókrati. Eftir kappræðurnar fór Trump hörðum orðum um Kelly við CNN.Sagði hann blóð flæða hvaðan sem er út úr Megyn Kelly og að hún hefði reynt að klekja á sér. Síðan þá hefur hann reglulega skammast út í Kelly á samfélagsmiðlum. Í dag skrifaði hann á Twitter: „Ég neita að segja að kalla Megyn Kelly glyðru, því það væri ekki í takt við pólitískan rétttrúnað. Þess í stað segi ég að hún sé fréttamaður í léttvigt.“Tilkynning og frétt Fox. Watch the latest video at video.foxnews.com Donald Trump um ákvörðun sína í myndbandi sem hann birti á Instagram. Should I do the #GOPdebate? A video posted by Donald J. Trump (@realdonaldtrump) on Jan 26, 2016 at 10:04am PST Í tilkynningu frá framboði Trump um ákvörðunina á Twitter er farið víða um hæfileika hans sem viðskiptamaður og rithöfundur bóka um viðskipti og því þekki hann vonda samninga þegar hann sjái þá. Hann segir Fox græða á tá og fingri á kappræðunum sem setji áhorfsmet vegna þess að hann taki þátt í þeim. „Ólíkt því mjög heimska og einstaklega óhæfa fólki sem stýrir nú landi okkar í strand, veit herra Trump hvenær hann á að draga í land.“ Þá segir að starfsmenn Fox telji sig geta leikið á Trump, en hann taki ekki þátt í svona leikjum. Þess í stað ætli hann að fara til Iowa og safna fé fyrir fyrrverandi hermenn. Fyrstu atkvæði forvalsins verða greidd í Iowa á mánudaginn.pic.twitter.com/SmTkLPiBYD— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 27, 2016 Í yfirlýsingu frá Fox News segir að Trump hafi ítrekað ráðist gegn Kelly og hann hafi nú eytt fjórum dögum í að heimta að hún tæki ekki þátt í kappræðunum. þá segir einnig að Corey Lewandowski, kosningastjóri Trump, hafi hótað Kelly. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Erlent Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Innlent Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Erlent „Það er ekki hægt að koma svona fram við fólk“ Innlent Gullafólk, þingmenn og kanónur klöppuðu upp Guðrúnu Innlent Ekkert rætt um borgarstjóra sem verður „vonandi kona“ Innlent „Kryddpíur“ í formlegt samtal Innlent Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Innlent Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Erlent „Höfum verið máluð upp eins og vesenisfólk“ Innlent Fleiri fréttir Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax McConnell greiddi atkvæði gegn Gabbard Kanna fullyrðingar hjúkrunarfræðings sem sagðist drepa Ísraela Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Telja Andersson hafa skotið fólk af handahófi Skotflaugar féllu á Kænugarð Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Veitti Musk og DOGE meiri völd til niðurskurðar Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Óttast að átök verði að stóru stríði Neituðu að skrifa undir yfirlýsingu um gervigreind Sakar Tate-bræður um að þvinga sig til kynlífsvinnu Uppgjör milli Hvíta hússins og dómstóla í vændum Kennari stakk átta ára stúlku til bana Fundust látnir í tjaldi á hæsta fjalli Svíþjóðar Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Girnist Gasa og vill íbúana burt Segja Ísraela hafa brotið vopnahléssamninginn Ítrekar að honum er alvara um Kanada Forsetinn segir af sér Kölluðu Páfagarð „siðspilltan“ og „barnaníðs“ ríki Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Bandaríkin og öfgahægrið efst á baugi hjá þýsku kanslaraefnunum Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Ísraelsher hverfur frá Netzarim en framhaldið óljóst Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Rannsaka andlát breskra hjóna í Frakklandi Sjá meira
Forsetaframbjóðandinn Donald Trump ætlar ekki að taka þátt í kappræðum Fox News og Google annað kvöld. Google ætlar að kanna sannleiksgildi ummæla frambjóðendanna í beinni útsendingu. Ákvörðun Trump, sem hann tilkynnti tveimur sólarhringum áður en kappræðurnar fara fram, má þó rekja til deilna hans og Megyn Kelly hjá Fox News. Allt frá fyrstu kappræðum Repúblikana í ágúst hafa þau eldað grátt silfur saman, þegar hún spurði hann út í fyrri ummæli hans um konur. „Þú hefur kallað konur, sem þú kannt ekki vel við, feit svín, hunda, sóða og ógeðsleg dýr,“ sagði Kelly og spurði hvort að það sýndi fram á skapgerð sem sæmi forseta. Auk þess, seinna í kappræðunum, spurði Kelly hann hvenær hann hefði orðið Repúblikani. Á árum áður var Trump Demókrati. Eftir kappræðurnar fór Trump hörðum orðum um Kelly við CNN.Sagði hann blóð flæða hvaðan sem er út úr Megyn Kelly og að hún hefði reynt að klekja á sér. Síðan þá hefur hann reglulega skammast út í Kelly á samfélagsmiðlum. Í dag skrifaði hann á Twitter: „Ég neita að segja að kalla Megyn Kelly glyðru, því það væri ekki í takt við pólitískan rétttrúnað. Þess í stað segi ég að hún sé fréttamaður í léttvigt.“Tilkynning og frétt Fox. Watch the latest video at video.foxnews.com Donald Trump um ákvörðun sína í myndbandi sem hann birti á Instagram. Should I do the #GOPdebate? A video posted by Donald J. Trump (@realdonaldtrump) on Jan 26, 2016 at 10:04am PST Í tilkynningu frá framboði Trump um ákvörðunina á Twitter er farið víða um hæfileika hans sem viðskiptamaður og rithöfundur bóka um viðskipti og því þekki hann vonda samninga þegar hann sjái þá. Hann segir Fox græða á tá og fingri á kappræðunum sem setji áhorfsmet vegna þess að hann taki þátt í þeim. „Ólíkt því mjög heimska og einstaklega óhæfa fólki sem stýrir nú landi okkar í strand, veit herra Trump hvenær hann á að draga í land.“ Þá segir að starfsmenn Fox telji sig geta leikið á Trump, en hann taki ekki þátt í svona leikjum. Þess í stað ætli hann að fara til Iowa og safna fé fyrir fyrrverandi hermenn. Fyrstu atkvæði forvalsins verða greidd í Iowa á mánudaginn.pic.twitter.com/SmTkLPiBYD— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 27, 2016 Í yfirlýsingu frá Fox News segir að Trump hafi ítrekað ráðist gegn Kelly og hann hafi nú eytt fjórum dögum í að heimta að hún tæki ekki þátt í kappræðunum. þá segir einnig að Corey Lewandowski, kosningastjóri Trump, hafi hótað Kelly.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Erlent Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Innlent Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Erlent „Það er ekki hægt að koma svona fram við fólk“ Innlent Gullafólk, þingmenn og kanónur klöppuðu upp Guðrúnu Innlent Ekkert rætt um borgarstjóra sem verður „vonandi kona“ Innlent „Kryddpíur“ í formlegt samtal Innlent Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Innlent Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Erlent „Höfum verið máluð upp eins og vesenisfólk“ Innlent Fleiri fréttir Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax McConnell greiddi atkvæði gegn Gabbard Kanna fullyrðingar hjúkrunarfræðings sem sagðist drepa Ísraela Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Telja Andersson hafa skotið fólk af handahófi Skotflaugar féllu á Kænugarð Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Veitti Musk og DOGE meiri völd til niðurskurðar Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Óttast að átök verði að stóru stríði Neituðu að skrifa undir yfirlýsingu um gervigreind Sakar Tate-bræður um að þvinga sig til kynlífsvinnu Uppgjör milli Hvíta hússins og dómstóla í vændum Kennari stakk átta ára stúlku til bana Fundust látnir í tjaldi á hæsta fjalli Svíþjóðar Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Girnist Gasa og vill íbúana burt Segja Ísraela hafa brotið vopnahléssamninginn Ítrekar að honum er alvara um Kanada Forsetinn segir af sér Kölluðu Páfagarð „siðspilltan“ og „barnaníðs“ ríki Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Bandaríkin og öfgahægrið efst á baugi hjá þýsku kanslaraefnunum Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Ísraelsher hverfur frá Netzarim en framhaldið óljóst Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Rannsaka andlát breskra hjóna í Frakklandi Sjá meira