Kurt Steuer, læknir þýska landsliðsins í handbolta, gefur leikmönnum liðsins svefntöflur ef þeir eiga í vandræðum með svefn eftir leiki.
Þetta segir hann í viðtali við vefsíðu þýska götublaðsins Bild í dag en Þýskaland hefur slegið í gegn á EM í Danmörku þrátt fyrir að landsliðsþjálfarinn Dagur Sigurðsson hafi misst út marga leikmenn vegna meiðsla.
Sjá einnig: Dagur: Við gefumst ekki upp
„Margir af strákunum eiga í vandræðum með að sofna eftir leiki og liggja andvaka til þrjú eða fjögur á nóttinni. Ef þeir óska eftir því fá þeir eitthvað sem hjálpar þeim að sofna,“ var haft eftir Steuer.
Svefnlyfið er lyfseðilsskylt en er ekki á lista yfir ólögleg lyf. Og það er sterkara en gengur og gerist.
„Hefðbundin svefnlyf virka í mörgum tilvikum ekki hjá leikmönnum. Adrenalínið er á fullu hjá þeim eftir leiki og þá þarf eitthvað meira til að svæfa þá,“ bætti læknirinn við.
Þýskaland mætir Danmörku á morgun og á möguleika á að sæti í undanúrslitunum. Steuer er fullviss um að það gæti skipt sköpum að leikmenn séu úthvíldir. „Við verðum hættulegri eftir því sem líður á mótið. Önnur lið fara hins vegar að finna fyrir því að þau eru ekki jafn fersk í þriðja leik í millriðli.“
Strákarnir hans Dags fá svefntöflur

Tengdar fréttir

Æsispennandi sigur Þýskalands
Þýskaland er á toppi milliriðils tvö eftir sigur á Rússlandi í æsispennandi leik, 30-29. Þjóðverjar eru í góðri stöðu að komast í undanúrslitin, en þeir mæta Danmörku í lokaumferð milliriðilsins á miðvikudag.

Dagur: Við gefumst ekki upp
Dagur Sigurðsson verður nánast með B-landsliðið sitt gegn Dönum á EM í handbolta.

Strákarnir hans Guðmundar voru prúðastir en strákar Dags grófastir
Landslið Danmerkur og Þýskalands voru á sitthvorum enda listans yfir refsistig liða í riðlakeppni Evrópumótsins í handbolta í Póllandi sem lauk í gærkvöldi.

Dagur verður án tveggja af sínum bestu mönnum í uppgjörinu gegn Guðmundi
Steffen Weinhold og Christian Dissinger eru meiddir og verða ekki meira með Þjóðverjum á EM.

Dagur gerði eins og Guðmundur og rassskellti Dusjebaev
Talant Dusjebaev fór illa út úr viðureignum sínum á EM gegn íslensku þjálfurunum en Þýskaland rústaði Ungverjalandi í kvöld.