Griffin er nú meiddur á hönd eftir að lúskra á starfsmanni Clippers-liðsins í Toronto þar sem liðið tapaði leik í NBA-deildinni á dögunum.
Michael Eaves, einn frægasti íþróttafréttamaður Bandaríkjanna, fullyrðir þetta á Twitter-síðu sinni þar sem hann segir:
„Clippers framherjinn Blake Griffin slasaðist á hönd eftir að slá starfsmann liðsins í rifrildi þeirra á milli í Toronto. Átökin hófust inn á veitingastað og héldu áfram úti á götu þar sem Griffin lét höggin dynja á starfsmanninum.“
Fyrr í dag greindu tveir aðrir íþróttafréttamenn hjá ESPN, þar sem Eaves starfar, að Griffin var sendur heim úr fimm leikja útivallarferðalagi Clippers vegna meiðslanna.
Los Angeles Clippers hefur ekki gefið neina formlega skýringu á fjarveru Griffins.
#Clippers forward Blake Griffin injured his right hand after hitting a member of the team's equipment staff during an argument in Toronto
— Michael Eaves (@michaeleaves) January 26, 2016
The altercation started in a restaurant. It proceeded outside where Griffin hit the equipment staffer multiple times. #Clippers
— Michael Eaves (@michaeleaves) January 26, 2016