Diego: Hlakka til að klæðast íslensku treyjunni Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. janúar 2016 11:00 Diego Jóhannesson ætlar að reyna að komast á EM. vísir/ernir Diego Jóhannesson, spænski Íslendingurinn sem spilar með Real Oviedo í 2. deildinni á Spáni var í gær valinn í karlalandsliðið í fótbolta í fyrsta sinn. Diego verður í hópnum sem ferðast til Los Angeles í lok mánaðar og mætir þar bandaríska landsliðinu á Stub Hub-vellinum, heimavelli Los Angeles Galaxy.Sjá einnig:Hamingjuóskum rignir yfir Diego Þessi 22 ára gamli bakvörður var í skýjunum með landsliðsvalið þegar Vísir heyrði í honum hljóðið, en hann hefur ekki farið leynt með áhuga sinn á að spila fyrir íslenska landsliðið undanfarna mánuði.Diego með íslensku treyjuna í gær.Mynd/FacebookLagt mikið á mig „Ég er svakalega ánægður. Þetta er gríðarlega stórt og mikilvægt tækifæri fyrir mig. Ég ætla að nýta þessa ferð til að sannfæra landsliðsþjálfarana um hvað ég get,“ segir Diego í viðtali við Vísi. Diego er í raun samningsbundinn varaliði Oviedo en var óvænt kallaður upp í aðalliðið þegar báðir bakverðir liðsins meiddust snemma á leiktíðinni. Þrátt fyrir að þeir séu báðir komnir til baka eftir meiðslin hefur Diego ekki litið um öxl og er búinn að negla niður hægri bakvarðarstöðuna hjá liðinu. Hann spilar hvern einasta leik og lagði upp mark í 2-2 jafntefli gegn Lugo um helgina. „Ég hef lagt mikið á mig fyrir mitt lið og mér hefur gengið vel. Ég bjóst ekki endilega við kalli í landsliðið svona snemma en ég fyllist bara stolti að fá þetta tækifæri,“ segir Diego.Diego ætlar að reyna að sannfæra þessa tvo.Vísir/AFPHlakka til að hitta þjálfarana Þegar Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara landsliðsins, kynnti hópana fyrir verkefnin í Sameinuðu arabísku furstadæmunum og Bandaríkjunum ræddi hann að fyrra bragði um Diego og sagði: „Ég hitti þá feðga í desember og þetta virkar afskaplega ljúfur strákur. Hann er bara ekki með íslenskt vegabréf. Það er því algjörlega ótímabært að ræða þennan leikmann fyrr en hann fær íslenskt vegabréf.“Sjá einnig:Real Oviedo gleðst yfir vali Diego á Twitter-síðu Faðir Diego er íslenskur og er hann einnig með íslenskan ríkisborgararétt þannig að fá íslenskt vegabréf tók ekki langan tíma. „Sannleikurinn er sá, að það var var ekkert mál að fá vegabréf. Það gekk allt saman mjög hratt fyrir sig,“ segir Diego sem hefur ekki rætt við Heimi síðan um jólin. „Við höfum ekki fengið tækifæri til að spjalla frekar saman en ég hlakka mikið til að hitta þjálfarann og spjalla við hann aftur.“Real Oviedo fagnar því að eiga landsliðsmann.Mynd/Twitter-síða Real OviedoMikill fjölmiðlaáhugi á Spáni Leikurinn við Bandaríkin 31. janúar er ekki á Alþjóðlegum leikdegi þannig Diego þarf að fórna toppslag á móti Deportivo Alavés í spænsku 2. deildinni þar sem lið hans Real Oviedo er í baráttunni um að komast upp í deild þeirra bestu. Diego fórnar leiknum fúslega, en var það ekkert mál að hálfu Oviedo að missa bakvörðinn fyrir þennan leik? „Nei, Oviedo setti sig ekki upp á móti þessu. Oviedo er bara stolt að eiga landsliðsmann,“ segir spænski Íslendingurinn. „Mér hefur gengið vel og ég er að spila alla leiki en þetta er bara svo spennandi verkefni með íslenska landsliðinu. Ég hlakka til þess og líka að koma aftur heim og spila fyrir Oviedo.“ Diego vonast til að fá tækifæri inn á vellinum á móti Bandaríkjunum í Los Angeles. „Ég er rosalega spenntur og ég hlakka mikið til að klæðast íslensku treyjunni. Vonandi fæ ég að spila og ef ég er svo heppinn þá ætla ég að reyna að standa mig,“ segir Diego. Bakvörðurinn var nýkominn úr viðtali við spænska sjónvarpsstöð þegar Vísir tók hann tali. „Það hefur verið mikill fjölmiðlaáhugi síðan valið var tilkynnt. Ég er í öllum fréttum í Oviedo og nokkrum stórum miðlum,“ segir Diego sem viðurkennir að stóra markmiðið sé vitaskuld að fara með á EM í Frakklandi. „Mitt helsta markmið er að standa mig vel og reyna að vera í hópnum sem fer á Evrópumótið í Frakklandi. Ég veit að það verður ekki auðvelt en ég ætla að reyna,“ segir Diego Jóhannesson. EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Útilokar ekki Diego í íslenska landsliðið Heimir Hallgrímsson segir að leikmenn sem ekki tala íslensku þurfa að vera mun betri en aðrir leikmenn til að komast í hópinn. 16. desember 2015 10:05 Hamingjuóskum rignir yfir Diego Nýjasti landsliðsmaður Íslands stoltur með treyjuna sína fyrir förina til Bandaríkjanna. 25. janúar 2016 19:39 Heimir: Diego hefur sýnt því mikinn áhuga að leika með íslenska landsliðinu Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands, er í viðtali á heimasíðu Knattspyrnusambands Íslands í tilefni af því að hann og Lars Lagerbäck eru búnir að velja leikmannahóp sinn fyrir vináttulandsleik á móti Bandaríkjamönnum sem fer fram 31. janúar næstkomandi. 25. janúar 2016 13:00 Diego Jóhannesson valinn í landsliðið í fyrsta sinn Spænski Íslendingurinn fer með íslenska landsliðinu til Bandaríkjanna í lok mánaðar. 25. janúar 2016 12:30 Real Oviedo gleðst yfir vali Diego á Twitter-síðu sinni Diego Jóhannesson er kominn í íslenska A-landsliðið í fótbolta en hann var valinn í hópinn fyrir vináttulandsleik á móti Bandaríkjamönnum í Los Angeles. 25. janúar 2016 14:07 Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Fleiri fréttir Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Sjá meira
Diego Jóhannesson, spænski Íslendingurinn sem spilar með Real Oviedo í 2. deildinni á Spáni var í gær valinn í karlalandsliðið í fótbolta í fyrsta sinn. Diego verður í hópnum sem ferðast til Los Angeles í lok mánaðar og mætir þar bandaríska landsliðinu á Stub Hub-vellinum, heimavelli Los Angeles Galaxy.Sjá einnig:Hamingjuóskum rignir yfir Diego Þessi 22 ára gamli bakvörður var í skýjunum með landsliðsvalið þegar Vísir heyrði í honum hljóðið, en hann hefur ekki farið leynt með áhuga sinn á að spila fyrir íslenska landsliðið undanfarna mánuði.Diego með íslensku treyjuna í gær.Mynd/FacebookLagt mikið á mig „Ég er svakalega ánægður. Þetta er gríðarlega stórt og mikilvægt tækifæri fyrir mig. Ég ætla að nýta þessa ferð til að sannfæra landsliðsþjálfarana um hvað ég get,“ segir Diego í viðtali við Vísi. Diego er í raun samningsbundinn varaliði Oviedo en var óvænt kallaður upp í aðalliðið þegar báðir bakverðir liðsins meiddust snemma á leiktíðinni. Þrátt fyrir að þeir séu báðir komnir til baka eftir meiðslin hefur Diego ekki litið um öxl og er búinn að negla niður hægri bakvarðarstöðuna hjá liðinu. Hann spilar hvern einasta leik og lagði upp mark í 2-2 jafntefli gegn Lugo um helgina. „Ég hef lagt mikið á mig fyrir mitt lið og mér hefur gengið vel. Ég bjóst ekki endilega við kalli í landsliðið svona snemma en ég fyllist bara stolti að fá þetta tækifæri,“ segir Diego.Diego ætlar að reyna að sannfæra þessa tvo.Vísir/AFPHlakka til að hitta þjálfarana Þegar Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara landsliðsins, kynnti hópana fyrir verkefnin í Sameinuðu arabísku furstadæmunum og Bandaríkjunum ræddi hann að fyrra bragði um Diego og sagði: „Ég hitti þá feðga í desember og þetta virkar afskaplega ljúfur strákur. Hann er bara ekki með íslenskt vegabréf. Það er því algjörlega ótímabært að ræða þennan leikmann fyrr en hann fær íslenskt vegabréf.“Sjá einnig:Real Oviedo gleðst yfir vali Diego á Twitter-síðu Faðir Diego er íslenskur og er hann einnig með íslenskan ríkisborgararétt þannig að fá íslenskt vegabréf tók ekki langan tíma. „Sannleikurinn er sá, að það var var ekkert mál að fá vegabréf. Það gekk allt saman mjög hratt fyrir sig,“ segir Diego sem hefur ekki rætt við Heimi síðan um jólin. „Við höfum ekki fengið tækifæri til að spjalla frekar saman en ég hlakka mikið til að hitta þjálfarann og spjalla við hann aftur.“Real Oviedo fagnar því að eiga landsliðsmann.Mynd/Twitter-síða Real OviedoMikill fjölmiðlaáhugi á Spáni Leikurinn við Bandaríkin 31. janúar er ekki á Alþjóðlegum leikdegi þannig Diego þarf að fórna toppslag á móti Deportivo Alavés í spænsku 2. deildinni þar sem lið hans Real Oviedo er í baráttunni um að komast upp í deild þeirra bestu. Diego fórnar leiknum fúslega, en var það ekkert mál að hálfu Oviedo að missa bakvörðinn fyrir þennan leik? „Nei, Oviedo setti sig ekki upp á móti þessu. Oviedo er bara stolt að eiga landsliðsmann,“ segir spænski Íslendingurinn. „Mér hefur gengið vel og ég er að spila alla leiki en þetta er bara svo spennandi verkefni með íslenska landsliðinu. Ég hlakka til þess og líka að koma aftur heim og spila fyrir Oviedo.“ Diego vonast til að fá tækifæri inn á vellinum á móti Bandaríkjunum í Los Angeles. „Ég er rosalega spenntur og ég hlakka mikið til að klæðast íslensku treyjunni. Vonandi fæ ég að spila og ef ég er svo heppinn þá ætla ég að reyna að standa mig,“ segir Diego. Bakvörðurinn var nýkominn úr viðtali við spænska sjónvarpsstöð þegar Vísir tók hann tali. „Það hefur verið mikill fjölmiðlaáhugi síðan valið var tilkynnt. Ég er í öllum fréttum í Oviedo og nokkrum stórum miðlum,“ segir Diego sem viðurkennir að stóra markmiðið sé vitaskuld að fara með á EM í Frakklandi. „Mitt helsta markmið er að standa mig vel og reyna að vera í hópnum sem fer á Evrópumótið í Frakklandi. Ég veit að það verður ekki auðvelt en ég ætla að reyna,“ segir Diego Jóhannesson.
EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Útilokar ekki Diego í íslenska landsliðið Heimir Hallgrímsson segir að leikmenn sem ekki tala íslensku þurfa að vera mun betri en aðrir leikmenn til að komast í hópinn. 16. desember 2015 10:05 Hamingjuóskum rignir yfir Diego Nýjasti landsliðsmaður Íslands stoltur með treyjuna sína fyrir förina til Bandaríkjanna. 25. janúar 2016 19:39 Heimir: Diego hefur sýnt því mikinn áhuga að leika með íslenska landsliðinu Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands, er í viðtali á heimasíðu Knattspyrnusambands Íslands í tilefni af því að hann og Lars Lagerbäck eru búnir að velja leikmannahóp sinn fyrir vináttulandsleik á móti Bandaríkjamönnum sem fer fram 31. janúar næstkomandi. 25. janúar 2016 13:00 Diego Jóhannesson valinn í landsliðið í fyrsta sinn Spænski Íslendingurinn fer með íslenska landsliðinu til Bandaríkjanna í lok mánaðar. 25. janúar 2016 12:30 Real Oviedo gleðst yfir vali Diego á Twitter-síðu sinni Diego Jóhannesson er kominn í íslenska A-landsliðið í fótbolta en hann var valinn í hópinn fyrir vináttulandsleik á móti Bandaríkjamönnum í Los Angeles. 25. janúar 2016 14:07 Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Fleiri fréttir Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Sjá meira
Útilokar ekki Diego í íslenska landsliðið Heimir Hallgrímsson segir að leikmenn sem ekki tala íslensku þurfa að vera mun betri en aðrir leikmenn til að komast í hópinn. 16. desember 2015 10:05
Hamingjuóskum rignir yfir Diego Nýjasti landsliðsmaður Íslands stoltur með treyjuna sína fyrir förina til Bandaríkjanna. 25. janúar 2016 19:39
Heimir: Diego hefur sýnt því mikinn áhuga að leika með íslenska landsliðinu Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands, er í viðtali á heimasíðu Knattspyrnusambands Íslands í tilefni af því að hann og Lars Lagerbäck eru búnir að velja leikmannahóp sinn fyrir vináttulandsleik á móti Bandaríkjamönnum sem fer fram 31. janúar næstkomandi. 25. janúar 2016 13:00
Diego Jóhannesson valinn í landsliðið í fyrsta sinn Spænski Íslendingurinn fer með íslenska landsliðinu til Bandaríkjanna í lok mánaðar. 25. janúar 2016 12:30
Real Oviedo gleðst yfir vali Diego á Twitter-síðu sinni Diego Jóhannesson er kominn í íslenska A-landsliðið í fótbolta en hann var valinn í hópinn fyrir vináttulandsleik á móti Bandaríkjamönnum í Los Angeles. 25. janúar 2016 14:07