Litapallettan var ekki áberandi, hvítt og svart, rauður, gulur og mildir bláir og bleikir tónar. Sniðin voru í anda fyrri hönnunar Giambattista Valli, berar axlir, stór pils og hátt mitti.
Styttri kjólarnir voru alls ekki síðri og kæmi það ekki á óvart þó einhverjir af þessum kjólum myndu rata á rauða dregilinn á Óskarsverðlaununum, eða í eftirpartýið.







