Stefni á Ólympíuleikana Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. janúar 2016 07:00 Hafdís og Aníta máttu vera kátar með afrakstur helgarinnar. vísir/vilhelm Frjálsíþróttakeppnin á Reykjavíkurleikunum 2016 fór fram í Laugardalnum á laugardaginn. Margt af okkar fremsta frjálsíþróttafólki var í eldlínunni og árangurinn sem náðist var prýðilegur. Þar ber helst að nefna frammistöðu Hafdísar Sigurðardóttur í langstökki en hún stökk lengst 6,54 metra og bætti þar með eigið Íslandsmet, sem hún setti á Reykjavíkurleikunum í fyrra, um 0,08 metra. Hafdís setti nýtt mótsmet í leiðinni en hún hafði nokkra yfirburði í langstökkskeppninni. Hún hrósaði einnig sigri í 60 metra hlaupi þar sem hún kom í mark á 7,62 sekúndum. Í samtali við Fréttablaðið í gær sagðist Hafdís ekki hafa búist við að ná svona góðum árangri um helgina.Sátt við að fara yfir 6,30 metra „Þetta gekk framar mínum björtustu vonum. Ég átti alls ekki von á að ná þessum árangri þannig að þetta var mjög ánægjulegt,“ sagði Hafdís sem var stödd á Keflavíkurflugvelli að bíða eftir flugi til Svíþjóðar þegar blaðamaður Fréttablaðsins heyrði í henni hljóðið í gær. Hafdís segist hafa rennt nokkuð blint í sjóinn á laugardaginn. „Ég var eiginlega ekki búin að ákveða neitt nema að ég yrði sátt með að fara yfir 6,30 metra í langstökkinu. Ég var búin að hugsa mér það þótt ég vildi ekkert segja frá því. En þetta fór svona og ég er rosalega ánægð með það,“ sagði Hafdís. Í mars fer fram HM innanhúss í frjálsum íþróttum en lágmarkið í langstökkinu þar er 6,75 metrar svo það er mikil vinna fram undan fyrir Hafdísi. Aðalmarkmið hennar er samt að komast inn á Ólympíuleikana í Ríó en lágmarkið í langstökkinu þar er 6,70 metrar. „Ég var ekkert viss hvernig ég ætlaði að haga innanhúss-tímabilinu hjá mér þar sem ég er að stefna á Ólympíuleikana. En fyrst þetta mót byrjaði svona vel ætla ég að kýla á fleiri mót og sjá hvort ég nái betri árangri og jafnvel Ólympíulágmarki. En það kemur bara í ljós,“ sagði Hafdís sem stendur í ströngu næstu mánuðina við æfingar og keppni en hún er þegar búin að tryggja sér þátttökurétt á EM utanhúss í júlí.Aníta náði lágmarki fyrir HM Hafdís var ekki eina frjálsíþróttakonan sem gerði það gott á laugardaginn en hlaupakonan Aníta Hinriksdóttir úr ÍR náði lágmarki fyrir HM innanhúss í Portland í mars. Aníta, sem er þegar búin að tryggja sér þátttökurétt á Ólympíuleikunum í Ríó, kom í mark á 2:02,47 mínútum en lágmarkið á HM er 2:02,50 mínútur. Aníta hafði betur gegn Clarisse Nanhomie Moh frá Frakklandi en hún hljóp á 2:06,60 mínútum. Þá setti Arna Stefanía Guðmundsdóttir nýtt mótsmet þegar hún kom fyrst í mark í 400 metra hlaupi. Arna hljóp á 54,83 sekúndum, og kom í mark 0,17 sekúndum á undan Þórdísi Evu Steinsdóttur. Örnu tókst hins vegar ekki jafn vel upp í 60 metra grindahlaupi þar sem hún þjófstartaði. Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Brassi tekur við af Billups Körfubolti Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Belgarnir hennar Betu fengu skell Fótbolti Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Brassi tekur við af Billups Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill „Við erum ekki á góðum stað“ „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Afturelding komst upp að hlið Hauka Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Lárus Orri framlengir á Skaganum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Úrvalsdeildin hefst á morgun: Alexander mætir mömmu sinni í fyrsta leik Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sjá meira
Frjálsíþróttakeppnin á Reykjavíkurleikunum 2016 fór fram í Laugardalnum á laugardaginn. Margt af okkar fremsta frjálsíþróttafólki var í eldlínunni og árangurinn sem náðist var prýðilegur. Þar ber helst að nefna frammistöðu Hafdísar Sigurðardóttur í langstökki en hún stökk lengst 6,54 metra og bætti þar með eigið Íslandsmet, sem hún setti á Reykjavíkurleikunum í fyrra, um 0,08 metra. Hafdís setti nýtt mótsmet í leiðinni en hún hafði nokkra yfirburði í langstökkskeppninni. Hún hrósaði einnig sigri í 60 metra hlaupi þar sem hún kom í mark á 7,62 sekúndum. Í samtali við Fréttablaðið í gær sagðist Hafdís ekki hafa búist við að ná svona góðum árangri um helgina.Sátt við að fara yfir 6,30 metra „Þetta gekk framar mínum björtustu vonum. Ég átti alls ekki von á að ná þessum árangri þannig að þetta var mjög ánægjulegt,“ sagði Hafdís sem var stödd á Keflavíkurflugvelli að bíða eftir flugi til Svíþjóðar þegar blaðamaður Fréttablaðsins heyrði í henni hljóðið í gær. Hafdís segist hafa rennt nokkuð blint í sjóinn á laugardaginn. „Ég var eiginlega ekki búin að ákveða neitt nema að ég yrði sátt með að fara yfir 6,30 metra í langstökkinu. Ég var búin að hugsa mér það þótt ég vildi ekkert segja frá því. En þetta fór svona og ég er rosalega ánægð með það,“ sagði Hafdís. Í mars fer fram HM innanhúss í frjálsum íþróttum en lágmarkið í langstökkinu þar er 6,75 metrar svo það er mikil vinna fram undan fyrir Hafdísi. Aðalmarkmið hennar er samt að komast inn á Ólympíuleikana í Ríó en lágmarkið í langstökkinu þar er 6,70 metrar. „Ég var ekkert viss hvernig ég ætlaði að haga innanhúss-tímabilinu hjá mér þar sem ég er að stefna á Ólympíuleikana. En fyrst þetta mót byrjaði svona vel ætla ég að kýla á fleiri mót og sjá hvort ég nái betri árangri og jafnvel Ólympíulágmarki. En það kemur bara í ljós,“ sagði Hafdís sem stendur í ströngu næstu mánuðina við æfingar og keppni en hún er þegar búin að tryggja sér þátttökurétt á EM utanhúss í júlí.Aníta náði lágmarki fyrir HM Hafdís var ekki eina frjálsíþróttakonan sem gerði það gott á laugardaginn en hlaupakonan Aníta Hinriksdóttir úr ÍR náði lágmarki fyrir HM innanhúss í Portland í mars. Aníta, sem er þegar búin að tryggja sér þátttökurétt á Ólympíuleikunum í Ríó, kom í mark á 2:02,47 mínútum en lágmarkið á HM er 2:02,50 mínútur. Aníta hafði betur gegn Clarisse Nanhomie Moh frá Frakklandi en hún hljóp á 2:06,60 mínútum. Þá setti Arna Stefanía Guðmundsdóttir nýtt mótsmet þegar hún kom fyrst í mark í 400 metra hlaupi. Arna hljóp á 54,83 sekúndum, og kom í mark 0,17 sekúndum á undan Þórdísi Evu Steinsdóttur. Örnu tókst hins vegar ekki jafn vel upp í 60 metra grindahlaupi þar sem hún þjófstartaði.
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Brassi tekur við af Billups Körfubolti Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Belgarnir hennar Betu fengu skell Fótbolti Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Brassi tekur við af Billups Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill „Við erum ekki á góðum stað“ „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Afturelding komst upp að hlið Hauka Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Lárus Orri framlengir á Skaganum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Úrvalsdeildin hefst á morgun: Alexander mætir mömmu sinni í fyrsta leik Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sjá meira