Sigríður og Helgi gáfust upp á að bíða eftir Framsókn Aðalsteinn Kjartansson skrifar 22. janúar 2016 15:43 Frumvarpið hefur ekki verið rætt við aðra þingmenn. Vísir/GVA/Ernir Engin umræða hefur átt sér stað á milli tveggja þingmanna Samfylkingarinnar og fulltrúa annarra flokka á Alþingi vegna frumvarps um afnám verðtryggingarinnar. „Við höfum ekki gert það,“ segir Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingkona Samfylkingarinnar, um hvort hún og Helgi Hjörvar flokksbróðir hennar hafi leitað eftir stuðningi við frumvarp sitt hjá þingmönnum annarra flokka. „Við vorum alltaf að bíða eftir því að Framsókn kæmi sjálf fram með málið.“ Framsóknarflokkurinn hefur lofað afnámi verðtryggingar og hafa þingmenn flokksins á undanförnum mánuðum reynt að ýta á eftir aðgerðum til að efna það loforð. Ásmundur Einar Daðason, formaður þingflokks Framsóknarflokksins, sagði í samtali við Vísi á mánudag að ljóst væri að lagt sé upp með að afnema verðtrygginguna. Það hefur þó ekki enn bólað á frumvarpi þess efnis.Viss um stuðning í flokknum Málið var rætt innan þingflokks Samfylkingarinnar áður en hún og Helgi tóku ákvörðun um að leggja það fram án þess að vera með stuðning flokksins á bak við sig. Árni Páll Árnason, formaður flokksins, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að frumvarpið væri ekki í samræmi við stefnu flokksins. En eru fleiri en þau tvö innan þingflokksins sem styðja málið? „Ég held að það séu nú bara svona ýmsar skoðanir á þessu,“ segir hún. Þá segist hún einnig viss um að stuðningur við frumvarpið sé á meðal flokksmanna. „Ég veit að hjá svona hinum almenna flokksmanni eru margri sem styðja þetta.“ Mörg mál bíða eftir að komast á dagskrá þingsins en það er ekki að heyra annað en að Sigríður Ingibjörg sé sannfærð um að málið komist á dagskrá. „Ég ætla rétt að vona að þetta komist á dagskrá þingsins, en það er auðvitað undir forseta komið. Það eru mörg mál sem bíða,“ segir hún. Stjórnmálavísir Tengdar fréttir Engin plön um þjóðaratkvæði um verðtryggingu Þingflokksformaður Framsóknar segir flokkinn þó til í þjóðaratkvæðagreiðslu. 18. janúar 2016 14:30 Vilja banna verðtryggingu á nýjum neytendalánum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Helgi Hjörvar, þingmenn Samfylkingarinnar, hafa lagt fram frumvarp á Alþingi sem kveður á um bann við verðtryggingu á nýjum neytendalánum, þar með talið húsnæðislánum. 21. janúar 2016 15:34 Árni Páll segir þingflokkinn ekki að baki verðtryggingarfrumvarpsins Formaður Samfylkingarinnar segir Helga Hjörvar og Sigríði Ingibjörgu sjálf verða að skýra tilganginn með frumvarpi þeirra um afnám verðtryggingar. 22. janúar 2016 13:28 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira
Engin umræða hefur átt sér stað á milli tveggja þingmanna Samfylkingarinnar og fulltrúa annarra flokka á Alþingi vegna frumvarps um afnám verðtryggingarinnar. „Við höfum ekki gert það,“ segir Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingkona Samfylkingarinnar, um hvort hún og Helgi Hjörvar flokksbróðir hennar hafi leitað eftir stuðningi við frumvarp sitt hjá þingmönnum annarra flokka. „Við vorum alltaf að bíða eftir því að Framsókn kæmi sjálf fram með málið.“ Framsóknarflokkurinn hefur lofað afnámi verðtryggingar og hafa þingmenn flokksins á undanförnum mánuðum reynt að ýta á eftir aðgerðum til að efna það loforð. Ásmundur Einar Daðason, formaður þingflokks Framsóknarflokksins, sagði í samtali við Vísi á mánudag að ljóst væri að lagt sé upp með að afnema verðtrygginguna. Það hefur þó ekki enn bólað á frumvarpi þess efnis.Viss um stuðning í flokknum Málið var rætt innan þingflokks Samfylkingarinnar áður en hún og Helgi tóku ákvörðun um að leggja það fram án þess að vera með stuðning flokksins á bak við sig. Árni Páll Árnason, formaður flokksins, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að frumvarpið væri ekki í samræmi við stefnu flokksins. En eru fleiri en þau tvö innan þingflokksins sem styðja málið? „Ég held að það séu nú bara svona ýmsar skoðanir á þessu,“ segir hún. Þá segist hún einnig viss um að stuðningur við frumvarpið sé á meðal flokksmanna. „Ég veit að hjá svona hinum almenna flokksmanni eru margri sem styðja þetta.“ Mörg mál bíða eftir að komast á dagskrá þingsins en það er ekki að heyra annað en að Sigríður Ingibjörg sé sannfærð um að málið komist á dagskrá. „Ég ætla rétt að vona að þetta komist á dagskrá þingsins, en það er auðvitað undir forseta komið. Það eru mörg mál sem bíða,“ segir hún.
Stjórnmálavísir Tengdar fréttir Engin plön um þjóðaratkvæði um verðtryggingu Þingflokksformaður Framsóknar segir flokkinn þó til í þjóðaratkvæðagreiðslu. 18. janúar 2016 14:30 Vilja banna verðtryggingu á nýjum neytendalánum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Helgi Hjörvar, þingmenn Samfylkingarinnar, hafa lagt fram frumvarp á Alþingi sem kveður á um bann við verðtryggingu á nýjum neytendalánum, þar með talið húsnæðislánum. 21. janúar 2016 15:34 Árni Páll segir þingflokkinn ekki að baki verðtryggingarfrumvarpsins Formaður Samfylkingarinnar segir Helga Hjörvar og Sigríði Ingibjörgu sjálf verða að skýra tilganginn með frumvarpi þeirra um afnám verðtryggingar. 22. janúar 2016 13:28 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira
Engin plön um þjóðaratkvæði um verðtryggingu Þingflokksformaður Framsóknar segir flokkinn þó til í þjóðaratkvæðagreiðslu. 18. janúar 2016 14:30
Vilja banna verðtryggingu á nýjum neytendalánum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Helgi Hjörvar, þingmenn Samfylkingarinnar, hafa lagt fram frumvarp á Alþingi sem kveður á um bann við verðtryggingu á nýjum neytendalánum, þar með talið húsnæðislánum. 21. janúar 2016 15:34
Árni Páll segir þingflokkinn ekki að baki verðtryggingarfrumvarpsins Formaður Samfylkingarinnar segir Helga Hjörvar og Sigríði Ingibjörgu sjálf verða að skýra tilganginn með frumvarpi þeirra um afnám verðtryggingar. 22. janúar 2016 13:28