Haukur fjórum sekúndum á undan Magnúsi í kappátinu | Gera út um þetta í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. janúar 2016 16:00 Magnús Þór Gunnarsson og Haukur Helgi Pálsson. Vísir/Vilhelm Einn af leikjum tímabilsins í körfuboltanum fer fram í kvöld þegar topplið Keflavíkur tekur á móti nágrönnum sínum í Njarðvík í Domino´s deild karla í uppgjöri Reykjanesbæjarliðanna. Keflavík er á toppnum og með sex stigum meira en Njarðvíkingar. Það er ljóst að með sigri verður Keflavíkurliðið bæði með átta stiga forskot á Njarðvík og betri árangur í innbyrðisviðureignum. Njarðvíkingar verða því að vinna í kvöld ætli þeir sér eitt af efstu sætunum og þeir mæta nú til leiks með nýjan Bandaríkjamann sem heitir Jeremy Martez Atkinson og spilaði með Stjörnunni í fyrra. „El Classico”-slagur nágrannana og erkifjendanna Keflavíkur og Njarðvíkur er mikill viðburður í Reykjanesbæ og vefsíðan suðurnes.net hitaði upp fyrir leikinn með því að segja frá kappáts- og spurningarkeppni Njarðvíkingsins Hauks Helga Pálssonar og Keflvíkingsins Magnúsar Þórs Gunnarssonar sem Veitingastaðurinn Lemon í Keflavík hélt á dögunum. Það er mikill munur á reynslu kappanna af „El Classico” slag Keflavíkur og Njarðvíkur. Magnús Þór hefur tekið þátt í 60 slíkum leikjum og með báðum liðum en Haukur Helgi er að fara spila í fyrsta sinn í Reykjanesbæjarslagnum. Þeir Haukur og Magnús hófu „Lemon Classico” Keppnina á kappáti, fyrir valinu varð stór samloka og stór djús. Njarðvíkingurinn Haukur Helgi sem hafði sigur en hann torgaði matnum á hvorki meira né minna en 63 sekúndum, en Magnús fylgdi í kjölfarið með 67 sekúndur. Það varð ljóst strax í upphafi að spurningarnar, sem flestar voru fengnar úr langri og farsælli sögu félagana, voru í erfiðari kantinum – Leikmönnunum gekk illa að finna réttu svörin og þar sem ekki var í boði að hringja í vin eða spyrja salinn fóru leikar svo að Magnús sigraði þennan hluta “Lemon Classico” með eins stigs mun, 1-0. „Lemon Classico” lauk því með jafntefli og höfðu þeir Magnús og Haukur að orði að málin yrðu útkljáð í TM-Höllinni í kvöld og það í beinni á Stöð 2 Sport. „Stemningin fyrir “El Classico” leikina er jafnan mikil og er engin breyting þar á í þetta skipti, Keflvíkingar hafa til að mynda verið duglegir við að senda Njarðvíkingum sneiðar í gegnum samskiptaforritið SnapChat, þeim síðarnefndu til mikils ama. Njarðvíkingar hafa hingað til ekki verið duglegir við að svara þessum sneiðum Keflvíkinga og hefur heyrst úr herbúðum þeirra að menn ætli að útkljá málin á vellinum, ekki í símanum," segir líka í fréttinni á suðurnes.net. Leikur Keflavíkur og Njarðvíkur hefst klukkan 19.15 en útsending Stöðvar 2 Sport frá leiknum hefst klukkan 19.00. Dominos-deild karla Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valið matareitrun Enski boltinn Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Fleiri fréttir „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Sjá meira
Einn af leikjum tímabilsins í körfuboltanum fer fram í kvöld þegar topplið Keflavíkur tekur á móti nágrönnum sínum í Njarðvík í Domino´s deild karla í uppgjöri Reykjanesbæjarliðanna. Keflavík er á toppnum og með sex stigum meira en Njarðvíkingar. Það er ljóst að með sigri verður Keflavíkurliðið bæði með átta stiga forskot á Njarðvík og betri árangur í innbyrðisviðureignum. Njarðvíkingar verða því að vinna í kvöld ætli þeir sér eitt af efstu sætunum og þeir mæta nú til leiks með nýjan Bandaríkjamann sem heitir Jeremy Martez Atkinson og spilaði með Stjörnunni í fyrra. „El Classico”-slagur nágrannana og erkifjendanna Keflavíkur og Njarðvíkur er mikill viðburður í Reykjanesbæ og vefsíðan suðurnes.net hitaði upp fyrir leikinn með því að segja frá kappáts- og spurningarkeppni Njarðvíkingsins Hauks Helga Pálssonar og Keflvíkingsins Magnúsar Þórs Gunnarssonar sem Veitingastaðurinn Lemon í Keflavík hélt á dögunum. Það er mikill munur á reynslu kappanna af „El Classico” slag Keflavíkur og Njarðvíkur. Magnús Þór hefur tekið þátt í 60 slíkum leikjum og með báðum liðum en Haukur Helgi er að fara spila í fyrsta sinn í Reykjanesbæjarslagnum. Þeir Haukur og Magnús hófu „Lemon Classico” Keppnina á kappáti, fyrir valinu varð stór samloka og stór djús. Njarðvíkingurinn Haukur Helgi sem hafði sigur en hann torgaði matnum á hvorki meira né minna en 63 sekúndum, en Magnús fylgdi í kjölfarið með 67 sekúndur. Það varð ljóst strax í upphafi að spurningarnar, sem flestar voru fengnar úr langri og farsælli sögu félagana, voru í erfiðari kantinum – Leikmönnunum gekk illa að finna réttu svörin og þar sem ekki var í boði að hringja í vin eða spyrja salinn fóru leikar svo að Magnús sigraði þennan hluta “Lemon Classico” með eins stigs mun, 1-0. „Lemon Classico” lauk því með jafntefli og höfðu þeir Magnús og Haukur að orði að málin yrðu útkljáð í TM-Höllinni í kvöld og það í beinni á Stöð 2 Sport. „Stemningin fyrir “El Classico” leikina er jafnan mikil og er engin breyting þar á í þetta skipti, Keflvíkingar hafa til að mynda verið duglegir við að senda Njarðvíkingum sneiðar í gegnum samskiptaforritið SnapChat, þeim síðarnefndu til mikils ama. Njarðvíkingar hafa hingað til ekki verið duglegir við að svara þessum sneiðum Keflvíkinga og hefur heyrst úr herbúðum þeirra að menn ætli að útkljá málin á vellinum, ekki í símanum," segir líka í fréttinni á suðurnes.net. Leikur Keflavíkur og Njarðvíkur hefst klukkan 19.15 en útsending Stöðvar 2 Sport frá leiknum hefst klukkan 19.00.
Dominos-deild karla Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valið matareitrun Enski boltinn Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Fleiri fréttir „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Sjá meira