Porsche 911 Turbo fer Nürburgring á 7:18 Finnur Thorlacius skrifar 22. janúar 2016 12:01 Porsche 911 Turbo af árgerð 2017. Von er á nýrri kynslóð Porsche 911 Turbo, en grunngerð bílsins hefur þó þegar litið dagsljósið og var kynntu hérlendis fyrir skömmu. Öflugustu gerð hans, 911 Turbo er þó ávallt beðið með nokkurri eftirvæntingu. Til að hita aðeins upp mannskapinn hefur Porsche látið uppi að hann sé svo magnaður akstursbíll að hann fari hina 20 km löngu Nürburgring braut á svo skömmum tíma sem 7 mínútum og 18 sekúndum. Það gerir hann sneggri en síðustu gerð Porsche 911 GT3 RS en það er bíll sem framleiddur er sem keppnisbíll fyrir akstursbrautir. Eins og er er þó erfitt að keppa við bestan tíma á Nürburgring brautinni þar sem á henni eru ennþá tveir kaflar þar sem hámarkshraði er takmarkaður og því eiginlega ekki hægt að ná þessum tíma. Þetta hefur Porsche tekið með í reikninginn, en nýr Porsche 911 Turbo fór sannarlega brautina og ók löglega á þessum tveimur köflum og Porsche framreiknaði síðan tíma bílsins ef hann hefði mátt aka eftir fullri getu hans. Úr þeim útreikningum kom svo talan 7:18 sem Porsche segir að sé varlega áætlað og alveg eins megi búast við að þegar hraðatakmörkunum verði aflétt í vor verði bíllinn sneggri en þetta. Þar sem Porsche er þekkt fyrir að fara varlega með tölur er full ástæða til að trúa útreikningum þeirra. Mest lesið Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent
Von er á nýrri kynslóð Porsche 911 Turbo, en grunngerð bílsins hefur þó þegar litið dagsljósið og var kynntu hérlendis fyrir skömmu. Öflugustu gerð hans, 911 Turbo er þó ávallt beðið með nokkurri eftirvæntingu. Til að hita aðeins upp mannskapinn hefur Porsche látið uppi að hann sé svo magnaður akstursbíll að hann fari hina 20 km löngu Nürburgring braut á svo skömmum tíma sem 7 mínútum og 18 sekúndum. Það gerir hann sneggri en síðustu gerð Porsche 911 GT3 RS en það er bíll sem framleiddur er sem keppnisbíll fyrir akstursbrautir. Eins og er er þó erfitt að keppa við bestan tíma á Nürburgring brautinni þar sem á henni eru ennþá tveir kaflar þar sem hámarkshraði er takmarkaður og því eiginlega ekki hægt að ná þessum tíma. Þetta hefur Porsche tekið með í reikninginn, en nýr Porsche 911 Turbo fór sannarlega brautina og ók löglega á þessum tveimur köflum og Porsche framreiknaði síðan tíma bílsins ef hann hefði mátt aka eftir fullri getu hans. Úr þeim útreikningum kom svo talan 7:18 sem Porsche segir að sé varlega áætlað og alveg eins megi búast við að þegar hraðatakmörkunum verði aflétt í vor verði bíllinn sneggri en þetta. Þar sem Porsche er þekkt fyrir að fara varlega með tölur er full ástæða til að trúa útreikningum þeirra.
Mest lesið Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent