Á þriðjudaginn féll Ísland úr leik eftir riðlakeppni EM í Póllandi eftir að hafa tapað fyrir Króatíu og Hvíta-Rússlandi í síðustu tveimur leikjum sínum á mótinu.
Var þetta versti árangur Íslands á EM í tólf ár en framtíð Arons Kristjánssonar landsliðsþjálfara var mikið til umræðu eftir það og í dag kom í ljós að HSÍ leitar nú að nýjum landsliðsþjálfara.
Eiríkur Stefán Ásgeirsson var á fundinum og sagði frá því sem gerðist á honum. Það er því hægt að lesa um hvernig fundurinn gekk fyrir sig hér fyrir neðan.