Aðalvandi Hyperloop eru landréttindi og skrifræði - ekki tæknin Finnur Thorlacius skrifar 21. janúar 2016 15:02 Hyperloop háhraðalestin. Nú þegar tæknin til byggingar háhraðalestar innan í röri er kunn og gerleg er ekki þar með sagt að hægt sé auðveldlega að hefjast hans við byggingu hennar. Hyberloop Transportation Technologies hefur sótt um byggingu fyrsta 5 mílna bútsins af svona háhraðalest í Quay dalnum milli borganna Los Angeles og San Francisco og meiningin er að á endanum nái hún á milli borganna tveggja. Það hefur ekki reynst þrautalaust að fá leyfi til byggingu þessa bútar vegna eignarhalds lands og skrifræðis því sem því fylgir og því gæti þessir þættir hindrað mjög hraðri uppbyggingu þessarar byltingakenndu lestar. Allir eru mjög áhugasamir um þennan ferðamáta þar sem lestin ferðast í lofttæmi með engu viðnámi á allt að 900 km hraða í hylki, en fáir hafa gert sér grein fyrir þeim erfiðleikum sem nú blasa við þeim sem standa að byggingu hennar. Svo miklar eru hindranirnar við að fá land undir byggingu þessarar Hyperloop lestar að forsvarsmenn fyrirtækisins eru við það að gefast upp og kalla til hjálpar hins opinbera við að tryggja að nægt land fáist og að það ríði ekki fyrirtækinu fjárhagslega að fullu. Annars verði ekki af byggingu hennar. Verða þeir bænheyrðir er önnur saga og kemur vonandi sem fyrst í ljós. Mest lesið Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent
Nú þegar tæknin til byggingar háhraðalestar innan í röri er kunn og gerleg er ekki þar með sagt að hægt sé auðveldlega að hefjast hans við byggingu hennar. Hyberloop Transportation Technologies hefur sótt um byggingu fyrsta 5 mílna bútsins af svona háhraðalest í Quay dalnum milli borganna Los Angeles og San Francisco og meiningin er að á endanum nái hún á milli borganna tveggja. Það hefur ekki reynst þrautalaust að fá leyfi til byggingu þessa bútar vegna eignarhalds lands og skrifræðis því sem því fylgir og því gæti þessir þættir hindrað mjög hraðri uppbyggingu þessarar byltingakenndu lestar. Allir eru mjög áhugasamir um þennan ferðamáta þar sem lestin ferðast í lofttæmi með engu viðnámi á allt að 900 km hraða í hylki, en fáir hafa gert sér grein fyrir þeim erfiðleikum sem nú blasa við þeim sem standa að byggingu hennar. Svo miklar eru hindranirnar við að fá land undir byggingu þessarar Hyperloop lestar að forsvarsmenn fyrirtækisins eru við það að gefast upp og kalla til hjálpar hins opinbera við að tryggja að nægt land fáist og að það ríði ekki fyrirtækinu fjárhagslega að fullu. Annars verði ekki af byggingu hennar. Verða þeir bænheyrðir er önnur saga og kemur vonandi sem fyrst í ljós.
Mest lesið Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent