GM stofnar leigufyrirtæki Finnur Thorlacius skrifar 21. janúar 2016 09:47 Chevrolet Bolt rafmagnsbíllinn. Bílaframleiðandinn General Motors hefur nú stofnað fyrirtækið Maven utan um skammtímaleigu á bílum. Þar getur almenningur leigt bíla fyrir 6 dollara á klukkustundina og pantar þá með appi í snjallsímum sínum. Fyrsta starfstöðin verður í Ann Arbor í Michigan ríki og þar verða í fyrstu 21 bíll til aflögu fyrir viðskiptavini. GM hyggst opna slíkar leigustöðvar miklu víðar í borgum Bandaríkjanna á næstunni. Þessi tilkynning GM um stofnun Maven kemur skömmu eftir að fyrirtækið fjárfesti í Sidecar og Lyft “ride-sharing”-fyrirtækjunum og því er GM orðinn stórtækur þátttakandi á þessu sviði. GM hefur greinilega trú á mikilli breytingu í notkun fólks á bílum og að það muni kjósa í meira mæli að leigja þá til skamms tíma fremur en að eiga þá. GM ætlar nýjum Bolt rafmagnsbíl sínum að spila stórt hlutverk í þessum skammtímabílaleigufyrirtækjum, ef svo mætti kalla þau í einu lengst orði íslenskrar tungu. Talsmenn GM segja að 4-6 milljónir manna noti nú svona þjónustu um allan heim og að þeim muni fjölga mjög á næstunni og í því ætli GM að taka þátt. Spáð er fjórföldun á notkun þeirra við enda þessa áratugar. Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent
Bílaframleiðandinn General Motors hefur nú stofnað fyrirtækið Maven utan um skammtímaleigu á bílum. Þar getur almenningur leigt bíla fyrir 6 dollara á klukkustundina og pantar þá með appi í snjallsímum sínum. Fyrsta starfstöðin verður í Ann Arbor í Michigan ríki og þar verða í fyrstu 21 bíll til aflögu fyrir viðskiptavini. GM hyggst opna slíkar leigustöðvar miklu víðar í borgum Bandaríkjanna á næstunni. Þessi tilkynning GM um stofnun Maven kemur skömmu eftir að fyrirtækið fjárfesti í Sidecar og Lyft “ride-sharing”-fyrirtækjunum og því er GM orðinn stórtækur þátttakandi á þessu sviði. GM hefur greinilega trú á mikilli breytingu í notkun fólks á bílum og að það muni kjósa í meira mæli að leigja þá til skamms tíma fremur en að eiga þá. GM ætlar nýjum Bolt rafmagnsbíl sínum að spila stórt hlutverk í þessum skammtímabílaleigufyrirtækjum, ef svo mætti kalla þau í einu lengst orði íslenskrar tungu. Talsmenn GM segja að 4-6 milljónir manna noti nú svona þjónustu um allan heim og að þeim muni fjölga mjög á næstunni og í því ætli GM að taka þátt. Spáð er fjórföldun á notkun þeirra við enda þessa áratugar.
Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent