„Handbolti er illa launuð jaðaríþrótt“ Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. janúar 2016 10:15 Guðjón Valur Sigurðsson í leik með íslenska landsliðinu á EM í Póllandi. Vísir/Valli Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, ritaði langan pistil um íslenska karlalandsliðið í handbolta sem birtist í gær á fréttavef miðilsins. Þar segir hann að „gullaldartímabili“ íslensks handbolta hafi liðið undir lok þegar Ísland tapaði fyrir Króatíu á EM í Póllandi á þriðjudagskvöldið. Hann segir að allt frá Evrópumeistarmótinu 2002 hafi „handboltaáhorf í janúar verið jafn reglulegur viðburður og jól, páskar og rigning í júní.“ En að eitthvað hafi breyst í aðdraganda EM í Póllandi og áhuginn verið „einhvern veginn miklu minni.“ Þórður Snær segir að staða íslensks handbolta sé slæm og að það séu fjölmargar ástæður fyrir því. Mögulega sé ein sú að handboltahreyfingin hafi ekki staðið sig nægilega vel í að tryggja aðstæður og umgjörð.Sjá einnig: Gjaldþrotið gegn Króötum setur framtíð landsliðsins í uppnám „Líklegra er þó að helsta ástæðan sé sú að Íslendingar eru bara orðnir miklu betri í öðrum íþróttum. Nú á Ísland karlalið á lokakeppnum í tveimur vinsælustu íþróttagreinum heims og þjóðin þarf ekki að sameinast um jaðaríþróttina handbolta til að vonast eftir íþróttalegri upphefð á alþjóðavettvangi,“ ritar Þórður Snær. Hann segir a handboltaiðkun á Íslandi hafi minnkað vegna uppgangs knattspyrnunnar á Íslandi, sérstaklega yfir vetrarmánuðina eftir að knattspyrnuhallir, gervigras- og sparkvellir hafi rutt sér til rúms. Þá hafi verið stóraukin fjárfesting í knattspyrnuþjálfurum á Íslandi og að tekjur KSÍ séu miklu meiri en öll önnur sérsambönd Íslands til samans.Sjá einnig: Uppbygging landsliðsins gæti tekið tíma Þórður Snær vísar í úttekt á síðunnni biggestglobalsports.com þar sem fram kemur að handbolti sé í 25. sæti yfir vinsælustu íþróttir heims og að nýleg úttekt Viðskiptablaðsins sýni mikinn mun á tekjum bestu knattspyrnumanna Íslands og bestu handboltamanna þjóðarinnar. „Það tekur Gylfa Sigurðsson, tekjuhæsta íþróttamann íslensku þjóðarinnar, tvo mánuði og átta daga að þéna það sem Aron [Pálmarsson] og Guðjón Valur [Sigurðsson] þéna til samans á einu ári,“ ritar Þórður Snær í kafla undir millifyrirsögninni „Handbolti er illa launuð jaðaríþrótt“.Pistilinn allan má lesa hér. EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Fleiri fréttir Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Sjá meira
Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, ritaði langan pistil um íslenska karlalandsliðið í handbolta sem birtist í gær á fréttavef miðilsins. Þar segir hann að „gullaldartímabili“ íslensks handbolta hafi liðið undir lok þegar Ísland tapaði fyrir Króatíu á EM í Póllandi á þriðjudagskvöldið. Hann segir að allt frá Evrópumeistarmótinu 2002 hafi „handboltaáhorf í janúar verið jafn reglulegur viðburður og jól, páskar og rigning í júní.“ En að eitthvað hafi breyst í aðdraganda EM í Póllandi og áhuginn verið „einhvern veginn miklu minni.“ Þórður Snær segir að staða íslensks handbolta sé slæm og að það séu fjölmargar ástæður fyrir því. Mögulega sé ein sú að handboltahreyfingin hafi ekki staðið sig nægilega vel í að tryggja aðstæður og umgjörð.Sjá einnig: Gjaldþrotið gegn Króötum setur framtíð landsliðsins í uppnám „Líklegra er þó að helsta ástæðan sé sú að Íslendingar eru bara orðnir miklu betri í öðrum íþróttum. Nú á Ísland karlalið á lokakeppnum í tveimur vinsælustu íþróttagreinum heims og þjóðin þarf ekki að sameinast um jaðaríþróttina handbolta til að vonast eftir íþróttalegri upphefð á alþjóðavettvangi,“ ritar Þórður Snær. Hann segir a handboltaiðkun á Íslandi hafi minnkað vegna uppgangs knattspyrnunnar á Íslandi, sérstaklega yfir vetrarmánuðina eftir að knattspyrnuhallir, gervigras- og sparkvellir hafi rutt sér til rúms. Þá hafi verið stóraukin fjárfesting í knattspyrnuþjálfurum á Íslandi og að tekjur KSÍ séu miklu meiri en öll önnur sérsambönd Íslands til samans.Sjá einnig: Uppbygging landsliðsins gæti tekið tíma Þórður Snær vísar í úttekt á síðunnni biggestglobalsports.com þar sem fram kemur að handbolti sé í 25. sæti yfir vinsælustu íþróttir heims og að nýleg úttekt Viðskiptablaðsins sýni mikinn mun á tekjum bestu knattspyrnumanna Íslands og bestu handboltamanna þjóðarinnar. „Það tekur Gylfa Sigurðsson, tekjuhæsta íþróttamann íslensku þjóðarinnar, tvo mánuði og átta daga að þéna það sem Aron [Pálmarsson] og Guðjón Valur [Sigurðsson] þéna til samans á einu ári,“ ritar Þórður Snær í kafla undir millifyrirsögninni „Handbolti er illa launuð jaðaríþrótt“.Pistilinn allan má lesa hér.
EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Fleiri fréttir Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Sjá meira