Lífeyri aldraðra haldið niðri i 11 mánuði! Björgvin Guðmundsson skrifar 21. janúar 2016 07:00 Í janúar 2015 hækkaði lífeyrir aldraðra og öryrkja um 3%. Launavísitalan hækkaði um 6,6% árið 2014 svo þessi hækkun lífeyris náði ekki að jafna þá hækkun. Meira hækkaði lífeyrir ekki allt árið 2015. Samt urðu meiri almennar launahækkanir á árinu 2015 en átt höfðu sér stað um langt skeið. En þó var lífeyrir frystur allt árið. Stjórnvöld höguðu sér gagnvart lífeyrisþegum eins og það væri kreppa í landinu. Bankastjóri Landsbankans sagði, að það væri komið góðæri á ný og ráðherrar töluðu ítrekað um að allir hagvísar væru hagstæðir. Ráðherrarnir töluðu fjálglega um hagstætt samkomulag um uppgjör slitabúa föllnu bankanna, sem mundi bæta afkomu þjóðarbúsins mikið en aldraðir og öryrkjar urðu ekki varir við neinn bata í þjóðarbúskapnum. Frá febrúar árið 2015 var lífeyri aldraðra og öryrkja haldið niðri og óbreyttum!14,5% hækkun lágmarkslauna 1. maí 2015 tóku gildi nýir kjarasamningar launafólks í Starfsgreinasambandinu, Flóabandalaginu og VR. Samkvæmt þessum samningum hækkuðu lágmarkslaun um 14,5% og ákveðið var, að laun mundu hækka í 300 þúsund krónur á mánuði á 3 árum. Fjölmargir aðrir nýir kjarasamningar voru gerðir á árinu. Meðaltalshækkun 12 nýrra kjarasamninga var 14%. Framhaldsskólakennarar sömdu um 17% hækkun strax og 44% hækkun á 3 árum. Nýlæknar sömdu um 25% hækkun strax og læknar almennt sömdu um allt að 40% hækkun á 3 árum. Grunnskólakennarar sömdu um 33% hækkun á 3 árum og 9,5% til viðbótar gegn afsali kennsluafsláttar. Samkvæmt lögum á við ákvörðun um hækkun lífeyris að taka mið af launaþróun. Miðað við þær miklu launahækkanir, sem samið var um 2015 og ákvæði laga um launaþróun virðist krafa eldri borgara um 14,5% hækkun hafa verið eðlileg. Útreikningar fjármálaráðuneytisins um 9,7% hækkun eru hins vegar ekki í samræmi við raunveruleikann enda voru þeir byggðir á áætlunum um launahækkanir en ekki rauntölum og þær áætlanir voru gerðar áður en samningar voru undirritaðir.Hækkun um áramót of lítil Hækkun sú á lífeyri, sem tók gildi um sl. áramót, er allt of lítil, gildir fyrir fáa og leysir engan vanda. Hækkunin er 9,7% eða kr. 21.825 fyrir skatt og þegar búið er að greiða skatt af þessari hækkun er lítið eftir. Það hefði hjálpað nokkuð, ef hækkunin hefði verið greidd frá 1. maí, þ.e. frá sama tíma og verkafólk fékk hækkun, eða frá 1. mars eins og ráðherrar, þingmenn og embættismenn fengu greitt. En af einhverjum ástæðum reyndust stjórnvöld ófáanleg til þess að greiða öldruðum og öryrkjum hækkun til baka. Lífeyrisþegar eru eini hópurinn í þjóðfélaginu, sem ekki hefur fengið afturvirkar kjarabætur.Lífeyrir alltof lágur Eftir hækkunina 1. janúar 2016 er lífeyrir einhleypra eldri borgara, sem eingöngu hafa tekjur frá almannatryggingum, kr. 206 þúsund á mánuð eftir skatt. Það er engin leið að lifa mannsæmandi lífi af svo lágum lífeyri. Ef viðkomandi þarf að leigja húsnæði er húsaleigan talsvert á annað hundrað þúsund á mánuði. Það er þá lítið eftir fyrir öllum öðrum útgjöldum, mat, fatnaði, rafmagni, síma, tölvukostnaði, rekstri bifreiðar eða öðrum samgöngukostnaði, ef ekki er um bifreið að ræða, lyfjum, lækniskostnaði o.fl. Engin leið er að standa undir öllum þessum útgjöldum með þessum lága lífeyri og því verða lífeyrisþegar að sleppa einhverjum af þessum útgjaldaliðum. Slíkt er óásættanlegt og brot á mannréttindum. Það verður að leiðrétta lífeyrinn. Það verður að stórhækka hann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Sjá meira
Í janúar 2015 hækkaði lífeyrir aldraðra og öryrkja um 3%. Launavísitalan hækkaði um 6,6% árið 2014 svo þessi hækkun lífeyris náði ekki að jafna þá hækkun. Meira hækkaði lífeyrir ekki allt árið 2015. Samt urðu meiri almennar launahækkanir á árinu 2015 en átt höfðu sér stað um langt skeið. En þó var lífeyrir frystur allt árið. Stjórnvöld höguðu sér gagnvart lífeyrisþegum eins og það væri kreppa í landinu. Bankastjóri Landsbankans sagði, að það væri komið góðæri á ný og ráðherrar töluðu ítrekað um að allir hagvísar væru hagstæðir. Ráðherrarnir töluðu fjálglega um hagstætt samkomulag um uppgjör slitabúa föllnu bankanna, sem mundi bæta afkomu þjóðarbúsins mikið en aldraðir og öryrkjar urðu ekki varir við neinn bata í þjóðarbúskapnum. Frá febrúar árið 2015 var lífeyri aldraðra og öryrkja haldið niðri og óbreyttum!14,5% hækkun lágmarkslauna 1. maí 2015 tóku gildi nýir kjarasamningar launafólks í Starfsgreinasambandinu, Flóabandalaginu og VR. Samkvæmt þessum samningum hækkuðu lágmarkslaun um 14,5% og ákveðið var, að laun mundu hækka í 300 þúsund krónur á mánuði á 3 árum. Fjölmargir aðrir nýir kjarasamningar voru gerðir á árinu. Meðaltalshækkun 12 nýrra kjarasamninga var 14%. Framhaldsskólakennarar sömdu um 17% hækkun strax og 44% hækkun á 3 árum. Nýlæknar sömdu um 25% hækkun strax og læknar almennt sömdu um allt að 40% hækkun á 3 árum. Grunnskólakennarar sömdu um 33% hækkun á 3 árum og 9,5% til viðbótar gegn afsali kennsluafsláttar. Samkvæmt lögum á við ákvörðun um hækkun lífeyris að taka mið af launaþróun. Miðað við þær miklu launahækkanir, sem samið var um 2015 og ákvæði laga um launaþróun virðist krafa eldri borgara um 14,5% hækkun hafa verið eðlileg. Útreikningar fjármálaráðuneytisins um 9,7% hækkun eru hins vegar ekki í samræmi við raunveruleikann enda voru þeir byggðir á áætlunum um launahækkanir en ekki rauntölum og þær áætlanir voru gerðar áður en samningar voru undirritaðir.Hækkun um áramót of lítil Hækkun sú á lífeyri, sem tók gildi um sl. áramót, er allt of lítil, gildir fyrir fáa og leysir engan vanda. Hækkunin er 9,7% eða kr. 21.825 fyrir skatt og þegar búið er að greiða skatt af þessari hækkun er lítið eftir. Það hefði hjálpað nokkuð, ef hækkunin hefði verið greidd frá 1. maí, þ.e. frá sama tíma og verkafólk fékk hækkun, eða frá 1. mars eins og ráðherrar, þingmenn og embættismenn fengu greitt. En af einhverjum ástæðum reyndust stjórnvöld ófáanleg til þess að greiða öldruðum og öryrkjum hækkun til baka. Lífeyrisþegar eru eini hópurinn í þjóðfélaginu, sem ekki hefur fengið afturvirkar kjarabætur.Lífeyrir alltof lágur Eftir hækkunina 1. janúar 2016 er lífeyrir einhleypra eldri borgara, sem eingöngu hafa tekjur frá almannatryggingum, kr. 206 þúsund á mánuð eftir skatt. Það er engin leið að lifa mannsæmandi lífi af svo lágum lífeyri. Ef viðkomandi þarf að leigja húsnæði er húsaleigan talsvert á annað hundrað þúsund á mánuði. Það er þá lítið eftir fyrir öllum öðrum útgjöldum, mat, fatnaði, rafmagni, síma, tölvukostnaði, rekstri bifreiðar eða öðrum samgöngukostnaði, ef ekki er um bifreið að ræða, lyfjum, lækniskostnaði o.fl. Engin leið er að standa undir öllum þessum útgjöldum með þessum lága lífeyri og því verða lífeyrisþegar að sleppa einhverjum af þessum útgjaldaliðum. Slíkt er óásættanlegt og brot á mannréttindum. Það verður að leiðrétta lífeyrinn. Það verður að stórhækka hann.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun