Ragnhildur Helgadóttir er látin Samúel Karl Ólason skrifar 31. janúar 2016 23:54 Ragnhildur fæddist í Reykjavík 26. maí 1930. Mynd/Alþingi Ragnhildur Helgadóttir lögfræðingur, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra lést síðastliðinn föstudag, 29. janúar, 85 ára að aldri, eftir stutta sjúkdómslegu. Ragnhildur var á lista Sjálfstæðisflokksins við alþingiskosningar 1953 og aftur 1956 þegar hún var kjörin á þing ein kvenna þá 26 ára gömul. Í nýlegu viðtali í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna á Íslandi sagði Ragnhildur hversu fegin hún var þegar Auður Auðuns var kjörin á þing 1959, en kjörtímabilið 1959-1963 sátu þær tvær kvenna á þingi, og báðar fyrir Sjálfstæðisflokk. Ragnhildur var önnur konan hér á landi til að gegna ráðherraembætti, og fyrst kvenna til að gegna embætti menntamálaráðherra (1983–1985) og embætti heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra (1985–1987), en Auður Auðuns var dóms- og kirkjumálaráðherra 1970-1971. Síðan hafa 24 konur setið á ráðherrastóli hér á landi. Ragnhildur var einnig fyrst kvenna forseti í deildum Alþingis, en hún var forseti neðri deildar þingsins 1961-1962 og síðar 1974-1978. Ragnhildur var fyrsta konan sem gegndi embætti forseta Norðurlandaráðs. Ragnhildur var kjörin þingmaður Reykvíkinga og sat samtals 24 ár á Alþingi, eða 1956-1963, 1971-1979 og 1983-1991. Ragnhildur var eindregin kvenréttindakona. Á unglingsaldri stofnaði hún með skólasystrum sínum Málfundafélag menntaskólastúlkna til að auka áhrif kvenna á félagslíf Menntaskólans í Reykjavík. Hún sat í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins og varð formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna 1965. Áhugamál Ragnhildar voru margvísleg og tillögur og baráttumál á þingi, en þau tengdust helst kven- og mannréttindum, fjölskyldu og velferðarmálum auk mennta- og menningarmála. Snemma flutti hún tillögur um skattamál hjóna, lækkun húsnæðiskostnaðar fyrir ungt fólk, athugun á þörf atvinnulífsins fyrir háskóla- og tæknimenntun, heimili fyrir öryrkja af völdum geðsjúkdóma og vísi að íslenskri óperu með ráðningu söngvara til Þjóðleikhússins. Árið 1975 bar Ragnhildur fram á þingi tillögu um rétt kvenna í verkalýðsfélögum til fæðingarorlofs. Það var samþykkt og varð að lögum, en þá fengu margar kvennastéttir rétt til þriggja mánaða fæðingarorlofs, eins og hafði áður tíðkast eingöngu fyrir ríkisstarfsmenn. Ragnhildur vann að stórum málum í ráðherratíð sinni og má þar nefna útvarpslög í menntamálaráðuneytinu og í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu vann hún meðal annars að nýjum reglum sem lengdu fæðingarorlof um sex vikur og að nýjum reglum um sjúkratryggingar. Ragnhildur fæddist í Reykjavík 26. maí 1930. Foreldrar hennar voru Kristín Bjarnadóttir húsfreyja og Helgi Tómasson yfirlæknir. Eiginmaður Ragnhildar var Þór Heimir Vilhjálmsson dómari við Hæstarétt, Mannréttindadómstól Evrópu og EFTA-dómstólinn og áður prófessor við lagadeild Háskóla Íslands. Þór fæddist 1930 og lést 20. október sl. Þau hjón voru nánir samherjar og vinir frá því snemma á unglingsaldri og gift í rúm 65 ár. Ragnhildur og Þór eignuðust fjögur börn, Helga, Ingu, Kristínu og Þórunni, átta barnabörn og átta barnabarnabörn. Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira
Ragnhildur Helgadóttir lögfræðingur, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra lést síðastliðinn föstudag, 29. janúar, 85 ára að aldri, eftir stutta sjúkdómslegu. Ragnhildur var á lista Sjálfstæðisflokksins við alþingiskosningar 1953 og aftur 1956 þegar hún var kjörin á þing ein kvenna þá 26 ára gömul. Í nýlegu viðtali í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna á Íslandi sagði Ragnhildur hversu fegin hún var þegar Auður Auðuns var kjörin á þing 1959, en kjörtímabilið 1959-1963 sátu þær tvær kvenna á þingi, og báðar fyrir Sjálfstæðisflokk. Ragnhildur var önnur konan hér á landi til að gegna ráðherraembætti, og fyrst kvenna til að gegna embætti menntamálaráðherra (1983–1985) og embætti heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra (1985–1987), en Auður Auðuns var dóms- og kirkjumálaráðherra 1970-1971. Síðan hafa 24 konur setið á ráðherrastóli hér á landi. Ragnhildur var einnig fyrst kvenna forseti í deildum Alþingis, en hún var forseti neðri deildar þingsins 1961-1962 og síðar 1974-1978. Ragnhildur var fyrsta konan sem gegndi embætti forseta Norðurlandaráðs. Ragnhildur var kjörin þingmaður Reykvíkinga og sat samtals 24 ár á Alþingi, eða 1956-1963, 1971-1979 og 1983-1991. Ragnhildur var eindregin kvenréttindakona. Á unglingsaldri stofnaði hún með skólasystrum sínum Málfundafélag menntaskólastúlkna til að auka áhrif kvenna á félagslíf Menntaskólans í Reykjavík. Hún sat í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins og varð formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna 1965. Áhugamál Ragnhildar voru margvísleg og tillögur og baráttumál á þingi, en þau tengdust helst kven- og mannréttindum, fjölskyldu og velferðarmálum auk mennta- og menningarmála. Snemma flutti hún tillögur um skattamál hjóna, lækkun húsnæðiskostnaðar fyrir ungt fólk, athugun á þörf atvinnulífsins fyrir háskóla- og tæknimenntun, heimili fyrir öryrkja af völdum geðsjúkdóma og vísi að íslenskri óperu með ráðningu söngvara til Þjóðleikhússins. Árið 1975 bar Ragnhildur fram á þingi tillögu um rétt kvenna í verkalýðsfélögum til fæðingarorlofs. Það var samþykkt og varð að lögum, en þá fengu margar kvennastéttir rétt til þriggja mánaða fæðingarorlofs, eins og hafði áður tíðkast eingöngu fyrir ríkisstarfsmenn. Ragnhildur vann að stórum málum í ráðherratíð sinni og má þar nefna útvarpslög í menntamálaráðuneytinu og í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu vann hún meðal annars að nýjum reglum sem lengdu fæðingarorlof um sex vikur og að nýjum reglum um sjúkratryggingar. Ragnhildur fæddist í Reykjavík 26. maí 1930. Foreldrar hennar voru Kristín Bjarnadóttir húsfreyja og Helgi Tómasson yfirlæknir. Eiginmaður Ragnhildar var Þór Heimir Vilhjálmsson dómari við Hæstarétt, Mannréttindadómstól Evrópu og EFTA-dómstólinn og áður prófessor við lagadeild Háskóla Íslands. Þór fæddist 1930 og lést 20. október sl. Þau hjón voru nánir samherjar og vinir frá því snemma á unglingsaldri og gift í rúm 65 ár. Ragnhildur og Þór eignuðust fjögur börn, Helga, Ingu, Kristínu og Þórunni, átta barnabörn og átta barnabarnabörn.
Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira