Firnasterkt sjónvarpskvöld í vændum Birta Björnsdóttir skrifar 31. janúar 2016 19:20 X-Files mæta á skjáinn aftur í kvöld. Lögreglan tjáir sig í fyrsta skipti um rannsókn skotárásar Í Hraunbæ þar sem maður féll í nýrri þáttaröð sem heitir Lögreglan og hefst á Stöð tvö í kvöld. Þá birtast þau Mulder og Scully í X-Files aftur á Stöð 2 í kvöld eftir fjórtán ára hlé og fyrsti þáttur Ísland Got Talent fer í loftið að loknum fréttum og íþróttum. Vandaðir þættir í umsjá Ágeirs Erlendssonar sem hefjast á Stöð 2 sunnudaginn 31. janúar. Fjallað verður um nokkrar deildir lögreglunnar og þeim fylgt eftir yfir nokkurra vikna skeið. Eftirminnileg sakamál eru rifjuð upp og fylgst verður með störfum tæknideildar, dagvaktar, næturvaktar, sérsveitar og almannavarnardeildar svo eitthvað sé nefnt. Farið verður í útköll með lögreglunni og reynt verður að kynnast íslenskum raunveruleika eins og hann blasir við lögreglumönnum landsins. Og það verða fleiri lögreglumenn á skjánum í kvöld þegar þau Gillian Anderson og David Duchnovy snúa aftur sem alríkislögreglumennirnir Mulder og Scully í nýrri þáttaröð af X Files eftir fjórtán ára hlé. Þættirnir nutu mikilla vinsælda um miðbik tíunda áratugar síðustu aldar en alls voru sýndir 202 þættir á árunum 1993 til 2002. Endurkoman vakti ekki síður athygli þegar Gillian Anderson greindi frá því að henni hefði upphaflega einungis verið boðin helmginur þeirra launa sem mótleikaranum Duchovny bauðst þegar rætt var við þau vegna nýrrar þáttaraðar. Það fékkst hinsvegar snarlega leiðrétt. Þátturinn er á dagskrá Stöðvar 2 klukkan 21.50 í kvöld. Sjónvarpskvöldið hefst svo á fyrsta þætti í glænýrri þáttaröð af Ísland Got Talent. Ný dómnefnd sér um að finna vonarstjörnur framtíðarinnar í hópi fjölhæfra þáttakenda. Þátturinn verður í opinni dagskrá og hefst strax að loknum fréttum. Bíó og sjónvarp Mest lesið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Lögreglan tjáir sig í fyrsta skipti um rannsókn skotárásar Í Hraunbæ þar sem maður féll í nýrri þáttaröð sem heitir Lögreglan og hefst á Stöð tvö í kvöld. Þá birtast þau Mulder og Scully í X-Files aftur á Stöð 2 í kvöld eftir fjórtán ára hlé og fyrsti þáttur Ísland Got Talent fer í loftið að loknum fréttum og íþróttum. Vandaðir þættir í umsjá Ágeirs Erlendssonar sem hefjast á Stöð 2 sunnudaginn 31. janúar. Fjallað verður um nokkrar deildir lögreglunnar og þeim fylgt eftir yfir nokkurra vikna skeið. Eftirminnileg sakamál eru rifjuð upp og fylgst verður með störfum tæknideildar, dagvaktar, næturvaktar, sérsveitar og almannavarnardeildar svo eitthvað sé nefnt. Farið verður í útköll með lögreglunni og reynt verður að kynnast íslenskum raunveruleika eins og hann blasir við lögreglumönnum landsins. Og það verða fleiri lögreglumenn á skjánum í kvöld þegar þau Gillian Anderson og David Duchnovy snúa aftur sem alríkislögreglumennirnir Mulder og Scully í nýrri þáttaröð af X Files eftir fjórtán ára hlé. Þættirnir nutu mikilla vinsælda um miðbik tíunda áratugar síðustu aldar en alls voru sýndir 202 þættir á árunum 1993 til 2002. Endurkoman vakti ekki síður athygli þegar Gillian Anderson greindi frá því að henni hefði upphaflega einungis verið boðin helmginur þeirra launa sem mótleikaranum Duchovny bauðst þegar rætt var við þau vegna nýrrar þáttaraðar. Það fékkst hinsvegar snarlega leiðrétt. Þátturinn er á dagskrá Stöðvar 2 klukkan 21.50 í kvöld. Sjónvarpskvöldið hefst svo á fyrsta þætti í glænýrri þáttaröð af Ísland Got Talent. Ný dómnefnd sér um að finna vonarstjörnur framtíðarinnar í hópi fjölhæfra þáttakenda. Þátturinn verður í opinni dagskrá og hefst strax að loknum fréttum.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira