Fyrsta forval á morgun: Spennan magnast í Bandaríkjunum Birta Björnsdóttir skrifar 31. janúar 2016 12:51 Spennan magnast í baráttunni um forsetaembættið í Bandaríkjunum en fyrsta forval stóru flokkana fyrir forsetakosningarnar í haust fer fram á morgun. Samkvæmt skoðanakönnunum nýtur hinn umdeildi Donald Trump mests fylgis meðal Repúblikana en mjórra er á munum milli Hillary Clinton og Bernie Sanders úr röðum Demókrata. Fyrsta forvalið fer fram í Iowa og er úrslitanna beðið með mikilli eftirvæntingu þar sem fyrstu forkosningarnar og kjörfundirnir hafa oft ráðið úrslitum um framhaldið. Rúmlega viku síðar ættu línur síðan að skýrast enn betur, þegar úrslit koma frá New Hampshire. Ekkert lát virðist á sigurgöngu Trump, sem mælist með vel yfir þrjátíu prósenta fylgi í röðum repúblikana. Sá sem kemur næstur honum er Ted Cruz, sem mælist með um 26 prósent í Iowa en nær ekki nema 12 prósenta fylgi í New Hampshire. Bandaríska blaðið New York Times lýsti svo í gær yfir stuðningi við John Kasich, ríkisstjóra í Ohio, og segir hann eina trúverðuga kostinn úr röðum Repúblikana. Kasich hefur þó ekki mælst með mikið fylgi hingað til.Bernie Sanders veitir Hillary Clinton, sem lengi vel þótti eiga tilnefningu vísa, harða samkeppni.Vísir/EPASanders veitir Clinton samkeppni Hillary Clinton, sem þótti lengi vel eiga tilnefningu vísa fyrir hönd Demókrata, mætir nú harðnandi samkeppni frá mótframbjóðanda sínum Bernie Sanders og mjótt er á munum. Sanders mælist með um 45 prósenta stuðning en Clinton með 47 til 48 prósent í heildina. Sanders virðist þó hafa öruggt forskot í New Hampshire, þar sem haldnar verða forkosningar þriðjudaginn 9. febrúar. Þar mælist Sanders með nærri 54 prósent en Clinton tæplega 40 prósent. Notkun Clinton á persónulega tölvupóstfangi sínu þegar hún sinnti starfi utanríkisráðherra heldur áfram að valda umtali. Í vikunni var upplýst að hluti þeirra tölvupósta sem innihalda háleynileg skjöl komi ekki til með að vera gerðir opinberir, líkt og áður hafði verið lofað. Þessi ákvörðun mældist illa fyrir í herbúðum Clinton, þar sem því er ítrekað haldið fram að hún hefi ekkert að fela og að skjölin hafi ekki verið flokkuð sem háleynileg þegar þau fóru um póstfang Hillary. New York Times hefur lýst yfir stuðningi við Clinton, en blaðið studdi hana jafnframt í baráttunni við Barack Obama á sínum tíma. Á meðan fylkja netverjar sér um Bernie Sanders og hafa undanfarið safnað um 130 milljónum króna í kosningasjóð fyrir öldungardeildarþingmanninn. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Stuðningsmenn Trump fögnuðu þegar hann hét því að drepa fjölskyldur hryðjuverkamanna Forsetaframbjóðandinn Donald Trump nýtur enn mikilla vinsælda þrátt fyrir ýmsar verulega umdeildar fullyrðingar. 25. janúar 2016 23:52 Sanders leiðir naumlega í Iowa Bernie Sanders mælist nú með fjögurra prósentustiga forskot á Hillary Clinton í Iowaríki. Íbúar Iowa kjósa á mánudag og er það fyrsta ríkið til að kjósa í forkosningum um hver verður forsetaframbjóðandi demókrataflokksins í Bandaríkjunum. 28. janúar 2016 07:00 Rúmlega 40 prósent Repúblikana styðja Trump Rúmlega fjórir af hverjum tíu Repúblikönum segjast nú styðja forsetaframboð auðjöfursins Donald Trump. 26. janúar 2016 14:32 Colbert stýrði kappræðum Trump og Trump Stephen Colbert sagðist boða til kappræðnanna þar sem Trump hafi ákveðið að hætta þátttöku í kappræðum Repúblikana á Fox sjónvarpsstöðinni á fimmtudaginn. 30. janúar 2016 18:21 Leyniskjöl meðal tölvupósta Hillary Clinton Notkun Clinton á eigin vefþjóni á meðan hún var utanríkisráðherra hefur sætt mikilli gagnrýni. 29. janúar 2016 22:51 Mest lesið Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Innlent Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Innlent Kveikti í konu í lest Erlent „Þessi á drapst á einni nóttu“ Erlent Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Erlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Fleiri fréttir Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Sjá meira
Spennan magnast í baráttunni um forsetaembættið í Bandaríkjunum en fyrsta forval stóru flokkana fyrir forsetakosningarnar í haust fer fram á morgun. Samkvæmt skoðanakönnunum nýtur hinn umdeildi Donald Trump mests fylgis meðal Repúblikana en mjórra er á munum milli Hillary Clinton og Bernie Sanders úr röðum Demókrata. Fyrsta forvalið fer fram í Iowa og er úrslitanna beðið með mikilli eftirvæntingu þar sem fyrstu forkosningarnar og kjörfundirnir hafa oft ráðið úrslitum um framhaldið. Rúmlega viku síðar ættu línur síðan að skýrast enn betur, þegar úrslit koma frá New Hampshire. Ekkert lát virðist á sigurgöngu Trump, sem mælist með vel yfir þrjátíu prósenta fylgi í röðum repúblikana. Sá sem kemur næstur honum er Ted Cruz, sem mælist með um 26 prósent í Iowa en nær ekki nema 12 prósenta fylgi í New Hampshire. Bandaríska blaðið New York Times lýsti svo í gær yfir stuðningi við John Kasich, ríkisstjóra í Ohio, og segir hann eina trúverðuga kostinn úr röðum Repúblikana. Kasich hefur þó ekki mælst með mikið fylgi hingað til.Bernie Sanders veitir Hillary Clinton, sem lengi vel þótti eiga tilnefningu vísa, harða samkeppni.Vísir/EPASanders veitir Clinton samkeppni Hillary Clinton, sem þótti lengi vel eiga tilnefningu vísa fyrir hönd Demókrata, mætir nú harðnandi samkeppni frá mótframbjóðanda sínum Bernie Sanders og mjótt er á munum. Sanders mælist með um 45 prósenta stuðning en Clinton með 47 til 48 prósent í heildina. Sanders virðist þó hafa öruggt forskot í New Hampshire, þar sem haldnar verða forkosningar þriðjudaginn 9. febrúar. Þar mælist Sanders með nærri 54 prósent en Clinton tæplega 40 prósent. Notkun Clinton á persónulega tölvupóstfangi sínu þegar hún sinnti starfi utanríkisráðherra heldur áfram að valda umtali. Í vikunni var upplýst að hluti þeirra tölvupósta sem innihalda háleynileg skjöl komi ekki til með að vera gerðir opinberir, líkt og áður hafði verið lofað. Þessi ákvörðun mældist illa fyrir í herbúðum Clinton, þar sem því er ítrekað haldið fram að hún hefi ekkert að fela og að skjölin hafi ekki verið flokkuð sem háleynileg þegar þau fóru um póstfang Hillary. New York Times hefur lýst yfir stuðningi við Clinton, en blaðið studdi hana jafnframt í baráttunni við Barack Obama á sínum tíma. Á meðan fylkja netverjar sér um Bernie Sanders og hafa undanfarið safnað um 130 milljónum króna í kosningasjóð fyrir öldungardeildarþingmanninn.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Stuðningsmenn Trump fögnuðu þegar hann hét því að drepa fjölskyldur hryðjuverkamanna Forsetaframbjóðandinn Donald Trump nýtur enn mikilla vinsælda þrátt fyrir ýmsar verulega umdeildar fullyrðingar. 25. janúar 2016 23:52 Sanders leiðir naumlega í Iowa Bernie Sanders mælist nú með fjögurra prósentustiga forskot á Hillary Clinton í Iowaríki. Íbúar Iowa kjósa á mánudag og er það fyrsta ríkið til að kjósa í forkosningum um hver verður forsetaframbjóðandi demókrataflokksins í Bandaríkjunum. 28. janúar 2016 07:00 Rúmlega 40 prósent Repúblikana styðja Trump Rúmlega fjórir af hverjum tíu Repúblikönum segjast nú styðja forsetaframboð auðjöfursins Donald Trump. 26. janúar 2016 14:32 Colbert stýrði kappræðum Trump og Trump Stephen Colbert sagðist boða til kappræðnanna þar sem Trump hafi ákveðið að hætta þátttöku í kappræðum Repúblikana á Fox sjónvarpsstöðinni á fimmtudaginn. 30. janúar 2016 18:21 Leyniskjöl meðal tölvupósta Hillary Clinton Notkun Clinton á eigin vefþjóni á meðan hún var utanríkisráðherra hefur sætt mikilli gagnrýni. 29. janúar 2016 22:51 Mest lesið Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Innlent Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Innlent Kveikti í konu í lest Erlent „Þessi á drapst á einni nóttu“ Erlent Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Erlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Fleiri fréttir Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Sjá meira
Stuðningsmenn Trump fögnuðu þegar hann hét því að drepa fjölskyldur hryðjuverkamanna Forsetaframbjóðandinn Donald Trump nýtur enn mikilla vinsælda þrátt fyrir ýmsar verulega umdeildar fullyrðingar. 25. janúar 2016 23:52
Sanders leiðir naumlega í Iowa Bernie Sanders mælist nú með fjögurra prósentustiga forskot á Hillary Clinton í Iowaríki. Íbúar Iowa kjósa á mánudag og er það fyrsta ríkið til að kjósa í forkosningum um hver verður forsetaframbjóðandi demókrataflokksins í Bandaríkjunum. 28. janúar 2016 07:00
Rúmlega 40 prósent Repúblikana styðja Trump Rúmlega fjórir af hverjum tíu Repúblikönum segjast nú styðja forsetaframboð auðjöfursins Donald Trump. 26. janúar 2016 14:32
Colbert stýrði kappræðum Trump og Trump Stephen Colbert sagðist boða til kappræðnanna þar sem Trump hafi ákveðið að hætta þátttöku í kappræðum Repúblikana á Fox sjónvarpsstöðinni á fimmtudaginn. 30. janúar 2016 18:21
Leyniskjöl meðal tölvupósta Hillary Clinton Notkun Clinton á eigin vefþjóni á meðan hún var utanríkisráðherra hefur sætt mikilli gagnrýni. 29. janúar 2016 22:51