Alvaran loks að hefjast í löngu kosningabaráttunni vestra Guðsteinn Bjarnason skrifar 30. janúar 2016 07:00 Bernie Sanders hefur velgt Hillary Clinton verulega undir uggum upp á síðkastið. Fréttablaðið/EPA Bernie Sanders vantar ekki mikið upp á til að sigra Hillary Clinton á fyrsta kjörfundi Demókrataflokksins, ef marka má skoðanakannanir. Hann mælist með um 45 prósenta stuðning en Clinton með 47 til 48 prósent, samkvæmt samantekt á fréttavefnum RealClearPolitics.com. Fyrsti kjörfundur flokksins verður að venju haldinn í Iowa, núna á mánudaginn, 1. febrúar. Næst kemur röðin að New Hampshire, þar sem haldnar verða forkosningar þriðjudaginn 9. febrúar, og þar virðist Sanders með öruggt forskot. Hann mælist með nærri 54 prósent en Clinton tæplega 40 prósent. Í herbúðum repúblikana virðist ekkert lát á sigurgöngu Donalds Trump, sem mælist með vel yfir 30 prósenta fylgi. Sá sem kemur næstur honum er Ted Cruz, sem er með um 26 prósent í Iowa og gæti því átt möguleika þar, en nær ekki nema 12 prósentum í New Hampshire. Yfirburðir Trumps voru meira að segja áberandi í sjónvarpskappræðum repúblikana á fimmtudagskvöldið, þótt Trump sjálfur hafi ákveðið að mæta ekki til leiks og efna heldur til eigin samkomu á sama tíma. „Það liggur við að ég sakni Trumps,“ sagði Jeb Bush í hálfkæringi, en hann mælist með innan við fimm prósenta fylgi í Iowa.Trump virðist eiga sigurinn vísan hjá Repúblikanaflokknum, en mjórra er á munum hjá Demókrötunum Clinton og Sanders. Fréttablaðið/EPAAlvaran er nú loks að hefjast í hinni ógnarlöngu kosningabaráttu um að verða forsetaefni stóru flokkanna tveggja í Bandaríkjunum. Meira en ár er liðið frá því fyrstu frambjóðendurnir lýstu yfir áhuga sínum, og enn eru tæpir tíu mánuðir til forsetakosninganna. Fyrstu forkosningarnar og kjörfundirnir hafa oft ráðið úrslitum um framhaldið þannig að víða er úrslitanna frá Iowa á mánudaginn beðið með óþreyju. Rúmlega viku síðar ættu línur síðan að skýrast enn betur, þegar úrslit koma frá New Hampshire. Síðar í febrúar kemur röðin svo að Nevada og Suður-Karólínu, en 1. mars er svo röðin komin að ofurþriðjudeginum svonefnda, þegar kosið er samtímis í fjórtán ríkjum Bandaríkjanna. Eftir þann mikilvæga dag má búast við að verulega fækki í hópi frambjóðenda Repúblikanaflokksins, en þeir eru nú 11 talsins. Formlega ganga flokkarnir tveir svo frá útnefningu forsetaefna sinna á landsþingum sínum, sem haldin verða í júlí. Forsetakosningar verða síðan þriðjudaginn 8. nóvember. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira
Bernie Sanders vantar ekki mikið upp á til að sigra Hillary Clinton á fyrsta kjörfundi Demókrataflokksins, ef marka má skoðanakannanir. Hann mælist með um 45 prósenta stuðning en Clinton með 47 til 48 prósent, samkvæmt samantekt á fréttavefnum RealClearPolitics.com. Fyrsti kjörfundur flokksins verður að venju haldinn í Iowa, núna á mánudaginn, 1. febrúar. Næst kemur röðin að New Hampshire, þar sem haldnar verða forkosningar þriðjudaginn 9. febrúar, og þar virðist Sanders með öruggt forskot. Hann mælist með nærri 54 prósent en Clinton tæplega 40 prósent. Í herbúðum repúblikana virðist ekkert lát á sigurgöngu Donalds Trump, sem mælist með vel yfir 30 prósenta fylgi. Sá sem kemur næstur honum er Ted Cruz, sem er með um 26 prósent í Iowa og gæti því átt möguleika þar, en nær ekki nema 12 prósentum í New Hampshire. Yfirburðir Trumps voru meira að segja áberandi í sjónvarpskappræðum repúblikana á fimmtudagskvöldið, þótt Trump sjálfur hafi ákveðið að mæta ekki til leiks og efna heldur til eigin samkomu á sama tíma. „Það liggur við að ég sakni Trumps,“ sagði Jeb Bush í hálfkæringi, en hann mælist með innan við fimm prósenta fylgi í Iowa.Trump virðist eiga sigurinn vísan hjá Repúblikanaflokknum, en mjórra er á munum hjá Demókrötunum Clinton og Sanders. Fréttablaðið/EPAAlvaran er nú loks að hefjast í hinni ógnarlöngu kosningabaráttu um að verða forsetaefni stóru flokkanna tveggja í Bandaríkjunum. Meira en ár er liðið frá því fyrstu frambjóðendurnir lýstu yfir áhuga sínum, og enn eru tæpir tíu mánuðir til forsetakosninganna. Fyrstu forkosningarnar og kjörfundirnir hafa oft ráðið úrslitum um framhaldið þannig að víða er úrslitanna frá Iowa á mánudaginn beðið með óþreyju. Rúmlega viku síðar ættu línur síðan að skýrast enn betur, þegar úrslit koma frá New Hampshire. Síðar í febrúar kemur röðin svo að Nevada og Suður-Karólínu, en 1. mars er svo röðin komin að ofurþriðjudeginum svonefnda, þegar kosið er samtímis í fjórtán ríkjum Bandaríkjanna. Eftir þann mikilvæga dag má búast við að verulega fækki í hópi frambjóðenda Repúblikanaflokksins, en þeir eru nú 11 talsins. Formlega ganga flokkarnir tveir svo frá útnefningu forsetaefna sinna á landsþingum sínum, sem haldin verða í júlí. Forsetakosningar verða síðan þriðjudaginn 8. nóvember.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira