Það fossblæddi úr Justin sem fór beinustu leið upp á sjúkrahús þar sem gert var að sárum hans.
Tólf spor voru saumuð í handlegg Justins eins og sjá má á meðfylgjandi mynd sem Stjörnumaðurinn setti inn á Twitter í gær. Þar segir hann að gamli númer 12 hafi þurft 12 spor og það hlyti að koma að því eitthvað slíkt myndi gerast eftir öll skiptin sem hann hefur lent á auglýsingaskiltum í gegnum tíðina.
Síðustu dagar hafa verið viðburðarríkir hjá Justin en í leik gegn Grindavík á föstudaginn sló hann stoðsendingametið í efstu deild á Íslandi. Justin hefur nú gefið 1394 stoðsendingar í efstu deild, einni meira en Jón Arnar Ingvarsson gaf á sínum tíma.
Þrátt fyrir að hafa spilað án Justins í þrjá leikhluta tókst Stjörnunni að vinna sterkan útisigur á Þórsurum, 87-94.
Justin fær góðan tíma til að jafna sig en næsti leikur Stjörnunnar er ekki fyrr en 17. febrúar þegar liðið tekur á móti Haukum í Ásgarði.
12 stitches for old number 12.. For all the times I have dove into ads I was due! PROUD OF OUR TEAM TO GET THE W! pic.twitter.com/oT1xSL7kM9
— jshouse (@shousey12) February 7, 2016