Stephen Curry verður á trommunum á Super Bowl í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. febrúar 2016 22:18 Stephen Curry. Vísir/Getty Stephen Curry ætlar að sýna stuðning sinn í verki í kvöld þegar hann verður með trommurnar fyrir Super Bowl leik Carolina Panthers og Denver Broncos en leikurinn fer fram á Levi´s leikvanginum í San Francisco. Það verða því bestu leikmenn NBA og NFL á sama vellinum í kvöld en Cam Newton, leikstjórnandi Carolina Panthers var kosinn besti leikmaður NFL-deildarinnar í gær. Stephen Curry er mikill stuðningsmaður Carolina Panthers en hann ólst upp í Charlotte í Norður-Karólínu þar sem faðir hans Dell Curry spilaði með NBA-liðinu Charlotte Hornets. Stephen Curry spilaði bæði í menntaskóla og háskóla í Norður-Karólínu en hann lék með Davidson College áður en hann fór í NBA. Curry hefur verið duglegur að tala um ást sína á Carolina Panthers liðinu og mætti meðal annars í búningi liðsins á æfingu Golden State Warriors þegar Carolina Panthers var að spila á sama tíma í úrslitum Þjóðardeildarinnar. Það er hefð fyrir því hjá Carolina Panthers að berja trommur þegar liðið hleypur inn á völlinn en hún var tekin upp til minningar um leikmanninn Sam Mills sem dó úr krabbameini árið 2005. Orð Sam Mills „Keep Pounding" voru Panthers-liðinu mikill innblástur þegar liðið komst síðast í Super Bowl fyrir tólf árum en Mills átti þá sjálfur í harði baráttu við illvígt krabbamein. Super Bowl leikurinn er sá fimmtugasti í röðinni og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Útsendingin hefsr klukkan 23.00.A special guest will serve as the #KeepPounding Drummer for #SB50 pic.twitter.com/s9Q5dfddML— Carolina Panthers (@Panthers) February 7, 2016 NBA NFL Mest lesið Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Enski boltinn Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Fleiri fréttir Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Í beinni: ÍA - Víkingur | Niðurbrotnir gestir gegn neðsta liðinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Í beinni: Afturelding - KA | Löng bið eftir sigri Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sævar skoraði eftir undirbúnings Eggerts í útisigri Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Hafði ekki keppt í 376 daga en náði samt besta tíma ársins Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Dagskráin í dag: Fyrsti risaleikur tímabilsins Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ Sjá meira
Stephen Curry ætlar að sýna stuðning sinn í verki í kvöld þegar hann verður með trommurnar fyrir Super Bowl leik Carolina Panthers og Denver Broncos en leikurinn fer fram á Levi´s leikvanginum í San Francisco. Það verða því bestu leikmenn NBA og NFL á sama vellinum í kvöld en Cam Newton, leikstjórnandi Carolina Panthers var kosinn besti leikmaður NFL-deildarinnar í gær. Stephen Curry er mikill stuðningsmaður Carolina Panthers en hann ólst upp í Charlotte í Norður-Karólínu þar sem faðir hans Dell Curry spilaði með NBA-liðinu Charlotte Hornets. Stephen Curry spilaði bæði í menntaskóla og háskóla í Norður-Karólínu en hann lék með Davidson College áður en hann fór í NBA. Curry hefur verið duglegur að tala um ást sína á Carolina Panthers liðinu og mætti meðal annars í búningi liðsins á æfingu Golden State Warriors þegar Carolina Panthers var að spila á sama tíma í úrslitum Þjóðardeildarinnar. Það er hefð fyrir því hjá Carolina Panthers að berja trommur þegar liðið hleypur inn á völlinn en hún var tekin upp til minningar um leikmanninn Sam Mills sem dó úr krabbameini árið 2005. Orð Sam Mills „Keep Pounding" voru Panthers-liðinu mikill innblástur þegar liðið komst síðast í Super Bowl fyrir tólf árum en Mills átti þá sjálfur í harði baráttu við illvígt krabbamein. Super Bowl leikurinn er sá fimmtugasti í röðinni og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Útsendingin hefsr klukkan 23.00.A special guest will serve as the #KeepPounding Drummer for #SB50 pic.twitter.com/s9Q5dfddML— Carolina Panthers (@Panthers) February 7, 2016
NBA NFL Mest lesið Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Enski boltinn Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Fleiri fréttir Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Í beinni: ÍA - Víkingur | Niðurbrotnir gestir gegn neðsta liðinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Í beinni: Afturelding - KA | Löng bið eftir sigri Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sævar skoraði eftir undirbúnings Eggerts í útisigri Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Hafði ekki keppt í 376 daga en náði samt besta tíma ársins Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Dagskráin í dag: Fyrsti risaleikur tímabilsins Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ Sjá meira