Reiknað er með að einhver seinkun verði á leik Þórs úr Þorlákshöfn og Stjörnunnar sem átti að hefjast klukkan 19.15 í Dominos-deild karla.
Jón Guðmundsson meiddist í upphitun og þurfti að kalla út Leif Sigfinn Garðarsson sem sat í mestu makindum heima hjá sér þegar boðið kom, en Leifur er í þessum skrifuðu orðum að keyra Þrengslin.
Leifur dæmir því leikinn ásamt Ísaki Erni Kristinssyni og Davíð Kristjáni Hreiðarssyni, en um hörkuleik er að ræða.
Þarna mætast liðin í þriðja til fjórða sæti deildarinnar.
Fylgjast má leiknum í beinni lýsingu hér, en reiknað er með að leikurinn hefjist í kringum hálf átta.
Seinkun á leik Þórs og Stjörnunnar af því að dómari meiddist
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið

Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum
Enski boltinn


Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum
Íslenski boltinn



Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok
Enski boltinn




Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum
Íslenski boltinn