Inter heldur áfram að fjarlægjast toppliðin í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta en liðið gerði aðeins 3-3 jafntefli við botnlið Verona í dag.
Inter hefur einungis unnið einn af síðustu sex leikjum sínum og er átta stigum frá toppliði Napoli sem leikur gegn Carpi seinna í dag.
Verona er ósigrað í síðustu fimm leikjum sínum en liðið er samt í neðsta sæti deildarinnar, níu stigum frá öruggu sæti.
Verona var komið í kjörstöðu til að vinna leikinn í dag en eftir tæpan klukkutíma var staðan 3-1, botnliðinu í vil. Luca Marrone átti stórleik fyrir Verona og lagði upp öll þrjú mörk liðsins.
Inter náði þó að koma til baka og tryggja sér stig með mörkum frá Mauro Icardi og Ivan Perisic. Lokatölur 3-3.
Emil Hallfreðsson yfirgaf Verona á dögunum eftir fimm ára dvöl en landsliðsmaðurinn var seldur til Udinese sem á leik gegn AC Milan á San Siro síðar í dag.
Inter missteig sig gegn botnliðinu

Tengdar fréttir

Emil genginn til liðs við Udinese | „Var ekkert á áætlun að færa sig um set“
Landsliðsmaðurinn Emil Hallfreðsson skrifaði í dag undir samning hjá ítalska stórveldinu Udinese eftir sex ár í herbúðum Hellas Verona.

Svekkjandi endir á fyrsta leik Emils með Udinese
Íslenski landsliðsmaðurinn Emil Hallfreðsson lék allan leikinn með Udinese í kvöld þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Empoli á útivelli.