Thorsten Storm, framkvæmdastjóri Kiel, staðfesti við staðarblaðið Kieler Nachrichten í dag að félagið hafði ekki lagt fram risastórt tilboð í Aron Pálmarsson eins og fullyrt var í fréttum.
Sjá einnig: Veit ekki á hvaða lyfjum heimildarmaður Morgunblaðsins er
Aron fór frá Kiel til ungversku meistaranna í Veszprem í sumar og gerði þar þriggja ára samning.
Alfreð Gíslason, þjálfari Kiel, sá eftir Aroni en tók fyrir það í samtali við Fréttablaðið að félagið hefði lagt fram tilboð í hann.
Kiel staðfestir að það var aldrei neitt tilboð í Aron
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
