„Dagur, við þurfum þig í miklu fleiri íþróttum“ Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 5. febrúar 2016 11:00 Mynd/Skjáskot Ummæli Dags Sigurðssonar um að hann gæti hugsað sér að þjálfa fótboltalið hafa vakið mikla athygli en Dagur hefur verið í sviðsljósinu í Þýskalandi eftir að hann gerði Þjóðverja að Evrópumeisturum í handbolta um síðustu helgi. Süddeutsche Zeitung birti stórskemmtilegt myndband á heimasíðu sinni í vikunni þar sem því er haldið fram að kraftar Dags gætu nýst í fleiri íþróttir en bara handbolta og fótbolta.Sjá einnig: Dagur gæti hugsað sér að þjálfa fótboltalið í framtíðinni „Dagur Sigurðsson segir að hann geti orðið knattspyrnuþjálfari. Við trúum því því við trúum honum til alls eftir sigurinn á EM í handbolta. En af hverju bara í fótbolta? Það eru til margar íþróttir sem þurfa krafta hans.“ „Í fyrsta lagi landsliðið í blaki. Leikmenn á stærð við norðmannsþin stökkva eftir boltanum til að slá hann með höndinni en hafa samt viðbrögð á við ketti á koffíni. Allir sem geta staðið í miðjublokk í handbolta eiga fullt erindi í blak. Nokkrar fínstillingar og liðið blómstrar.“ „Dagur myndi svo snúa sér að kúluvarpi, kringlukasti og spjótkasti. Allt greinar sem snúast um að kasta hlutum eins langt og mögulegt er en án andstæðings og leikskipulags. Það ætti að vera létt verk fyrir hvaða handboltaþjálfara sem er.“ „Svo er það íslenska glíman. Þýska glímusambandið þarf sárleg á Íslendingi að halda. Heimasíða þess hefur ekki verið uppfærð síðan 2010.“ „Þegar maí nálgast þyrfti Dagur auðvitað að taka við Hamburg. Það er að segja knattspyrnuliðinu, handboltaliðið er ekki lengur til. Hamburg á í harðri fallbaráttu og það fyrsta sem Dagur myndi gera er að koma því í gegn að þýska knattspyrnusambandið leyfi leikhlé í miðjum leik. Það þætti öllum frábært því þá væri hægt að sýna auglýsingar.“ „Svo á lokamínútum síðari leiksins í umspilinu um úrvalsdeildarsætið kippir Dagur markverðinum sínum af velli, setur Pierre-Michel Lasogga inn á í vesti. Hann skorar sigurmarkið með hendi guðs og tryggir þannig áframhaldandi veru Hamburg í deildinni.“ „Eftir það taka Ólympíuleikarnir við og Dagur verður aftur landsliðsþjálfari í handbolta.“ EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Dagur uppljóstrar leyndarmálinu Landsliðsþjálfari Evrópumeistara Þýskalands, Dagur Sigurðsson, birti á samfélagsmiðlum á morgun mynd af leikáætlun sinni fyrir úrslitaleikinn gegn Spánverjum. 3. febrúar 2016 10:59 Brand: Dagur er einstakur karakter Maðurinn með mottuna sem gerði Þýskaland að heimsmeisturum 2007 lofar Dag Sigurðsson í hástert. 2. febrúar 2016 11:30 Landslið Dags vinsælla en Bayern München Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Þýskalands, er orðinn þjóðhetja í Þýskalandi eftir að hafa stýrt Þjóðverjum til sigurs á EM. Áhuginn á landsliðinu náði nýjum hæðum eins og hann upplifði í leigubílsferð. 3. febrúar 2016 06:00 Dagur gæti hugsað sér að þjálfa fótboltalið í framtíðinni Nýbakaður Evrópumeistari í handbolta hefur áður íhugað að fara út í fótboltaþjálfun. 2. febrúar 2016 10:30 Kanslarinn, forsetinn og ráðherra hrósa Degi og þýsku strákunum Dagur Sigurðsson er hlaðinn lofi um allt Þýskaland fyrir árangur handboltalandsliðsins á Evrópumótinu. 1. febrúar 2016 11:00 Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Fleiri fréttir Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Sjá meira
Ummæli Dags Sigurðssonar um að hann gæti hugsað sér að þjálfa fótboltalið hafa vakið mikla athygli en Dagur hefur verið í sviðsljósinu í Þýskalandi eftir að hann gerði Þjóðverja að Evrópumeisturum í handbolta um síðustu helgi. Süddeutsche Zeitung birti stórskemmtilegt myndband á heimasíðu sinni í vikunni þar sem því er haldið fram að kraftar Dags gætu nýst í fleiri íþróttir en bara handbolta og fótbolta.Sjá einnig: Dagur gæti hugsað sér að þjálfa fótboltalið í framtíðinni „Dagur Sigurðsson segir að hann geti orðið knattspyrnuþjálfari. Við trúum því því við trúum honum til alls eftir sigurinn á EM í handbolta. En af hverju bara í fótbolta? Það eru til margar íþróttir sem þurfa krafta hans.“ „Í fyrsta lagi landsliðið í blaki. Leikmenn á stærð við norðmannsþin stökkva eftir boltanum til að slá hann með höndinni en hafa samt viðbrögð á við ketti á koffíni. Allir sem geta staðið í miðjublokk í handbolta eiga fullt erindi í blak. Nokkrar fínstillingar og liðið blómstrar.“ „Dagur myndi svo snúa sér að kúluvarpi, kringlukasti og spjótkasti. Allt greinar sem snúast um að kasta hlutum eins langt og mögulegt er en án andstæðings og leikskipulags. Það ætti að vera létt verk fyrir hvaða handboltaþjálfara sem er.“ „Svo er það íslenska glíman. Þýska glímusambandið þarf sárleg á Íslendingi að halda. Heimasíða þess hefur ekki verið uppfærð síðan 2010.“ „Þegar maí nálgast þyrfti Dagur auðvitað að taka við Hamburg. Það er að segja knattspyrnuliðinu, handboltaliðið er ekki lengur til. Hamburg á í harðri fallbaráttu og það fyrsta sem Dagur myndi gera er að koma því í gegn að þýska knattspyrnusambandið leyfi leikhlé í miðjum leik. Það þætti öllum frábært því þá væri hægt að sýna auglýsingar.“ „Svo á lokamínútum síðari leiksins í umspilinu um úrvalsdeildarsætið kippir Dagur markverðinum sínum af velli, setur Pierre-Michel Lasogga inn á í vesti. Hann skorar sigurmarkið með hendi guðs og tryggir þannig áframhaldandi veru Hamburg í deildinni.“ „Eftir það taka Ólympíuleikarnir við og Dagur verður aftur landsliðsþjálfari í handbolta.“
EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Dagur uppljóstrar leyndarmálinu Landsliðsþjálfari Evrópumeistara Þýskalands, Dagur Sigurðsson, birti á samfélagsmiðlum á morgun mynd af leikáætlun sinni fyrir úrslitaleikinn gegn Spánverjum. 3. febrúar 2016 10:59 Brand: Dagur er einstakur karakter Maðurinn með mottuna sem gerði Þýskaland að heimsmeisturum 2007 lofar Dag Sigurðsson í hástert. 2. febrúar 2016 11:30 Landslið Dags vinsælla en Bayern München Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Þýskalands, er orðinn þjóðhetja í Þýskalandi eftir að hafa stýrt Þjóðverjum til sigurs á EM. Áhuginn á landsliðinu náði nýjum hæðum eins og hann upplifði í leigubílsferð. 3. febrúar 2016 06:00 Dagur gæti hugsað sér að þjálfa fótboltalið í framtíðinni Nýbakaður Evrópumeistari í handbolta hefur áður íhugað að fara út í fótboltaþjálfun. 2. febrúar 2016 10:30 Kanslarinn, forsetinn og ráðherra hrósa Degi og þýsku strákunum Dagur Sigurðsson er hlaðinn lofi um allt Þýskaland fyrir árangur handboltalandsliðsins á Evrópumótinu. 1. febrúar 2016 11:00 Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Fleiri fréttir Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Sjá meira
Dagur uppljóstrar leyndarmálinu Landsliðsþjálfari Evrópumeistara Þýskalands, Dagur Sigurðsson, birti á samfélagsmiðlum á morgun mynd af leikáætlun sinni fyrir úrslitaleikinn gegn Spánverjum. 3. febrúar 2016 10:59
Brand: Dagur er einstakur karakter Maðurinn með mottuna sem gerði Þýskaland að heimsmeisturum 2007 lofar Dag Sigurðsson í hástert. 2. febrúar 2016 11:30
Landslið Dags vinsælla en Bayern München Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Þýskalands, er orðinn þjóðhetja í Þýskalandi eftir að hafa stýrt Þjóðverjum til sigurs á EM. Áhuginn á landsliðinu náði nýjum hæðum eins og hann upplifði í leigubílsferð. 3. febrúar 2016 06:00
Dagur gæti hugsað sér að þjálfa fótboltalið í framtíðinni Nýbakaður Evrópumeistari í handbolta hefur áður íhugað að fara út í fótboltaþjálfun. 2. febrúar 2016 10:30
Kanslarinn, forsetinn og ráðherra hrósa Degi og þýsku strákunum Dagur Sigurðsson er hlaðinn lofi um allt Þýskaland fyrir árangur handboltalandsliðsins á Evrópumótinu. 1. febrúar 2016 11:00