Lífsbarátta Lóunnar: Með stírurnar í augunum Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 5. febrúar 2016 10:00 Kryddfíkn Ég elska að safna hlutum. Alls konar hlutum. Ein mín helsta söfnunarárátta felst í að safna kryddi, þó ég viðurkenni fúslega að minna fari fyrir matseld úr því. Ég elska að kaupa krydd og koma því svo öllu fyrir í einhverjum litlum skrýtnum glerstaukum sem ég raða upp eftir öllum kúnstarinnar reglum í eldhúsinu. Gerir alveg helling fyrir mig en ég veit ekki alveg hvað meðleigjendum mínum finnst. Ég rek þessa áráttu auðvitað beint til barnæsku minnar. Ég var stundum sett í pössun til ömmu. Amma mín var róleg og kristin kona sem gaf mér gufusoðinn fisk að borða og leyfði mér að horfa á barnatímann á Ómega. Þrátt fyrir fyrirtaks barnadagskrá kristilegu sjónvarpsstöðvarinnar var mín uppáhaldsiðja hjá ömmu að skoða, lykta og smakka á öllum kryddtegundunum sem hún notaði í gufusoðna matinn. Eftir að ég flutti að heiman virðist ég hafa tekið upp þetta áhugamál ömmu þó ég hafi alveg látið gufusoðna fiskinn vera, að minnsta kosti til þessa.Pandabjörn Þegar kemur að förðun er ég langt frá því að vera einhver MUA þó ég sé oft ginnkeypt fyrir alls konar einhverju sem ég les um á lífsstílsbloggum. Til dæmis sérstökum bursta til þess að smyrja á mig highlighter og sólarpúðri og svampi sem ég svoleiðis strýk yfir andlitið á mér til þess að öðlast lýtalausa áferð á blessaða húðina. Oft tekst ágætlega til en eitt hef ég ekki enn náð að fullkomna á mínum 26 árum. Það er að setja á mig eyeliner. Vanhæfnin kemur sjálfsagt til af æfingarleysi, eða það hef ég að minnsta kosti lesið í öll þau skipti sem ég hef í örvæntingu og svitabaði slegið inn „How to apply eyeliner“ í leitarvélina Google. Það er nefnilega í tvenns konar aðstæðum sem ég ákveð að það sé fyrirtakshugmynd að skella svörtu striki þvert yfir augnlokin á mér; þegar mikið stendur til eða ég er að flýta mér mjög mikið út úr húsi. Þetta er svo einfalt, tekur bara nokkrar sekúndur og setur virkilega punktinn yfir i-ið, hugsa ég með mér þegar ég ríf upp pensilinn og hef óraunhæfa baráttu við augnlokin á mér í einhverju útópísku bjartsýniskasti. Það fer alltaf á sama veg. Línurnar enda rammskakkar, misstórar og ég minni óþægilega mikið á svarthvítt bjarndýr sem á ættir sínar að rekja til Asíu.Súpur Mér finnst rosalega leiðinlegt að borða súpu. Algjört hámarkserfiði fyrir lágmarksánægju. Eins líður mér þegar kemur að salati. Salatblöðin taka of mikið pláss á gafflinum og ég á oft í mesta basli með að opna munninn nægilega mikið til þess að troða þessu öllu upp í mig. En súpur og salöt eru svo agalega holl og heilnæm og maður er auðvitað að reyna að vera besta útgáfan af sér í upphafi árs. Þannig að ég gerði heiðarlega tilraun til þess að sjóða einhverja sætkartöflusúpu um daginn. Ég skar og skar, sauð og sauð, kryddaði og kryddaði með alls konar einhverju úr hinu óendanlega kryddsafni mínu. Svo kom að því að mauka súpuna með töfrasprota. Ég flaskaði hins vegar á því að stinga honum nógu langt ofan í pottinn og súpan fór í myndarlegri appelsínugulri bunu yfir eldhúsið og mig sjálfa. Ég þakkaði bara fyrir að hafa ekki verið í hvítu skyrtunni og hafa verið nægilega forsjál til þess að reyra á mig svuntu áður en átökin hófust. Svo gat ég að sjálfsögðu ekki fylgt neinni uppskrift frekar en fyrri daginn, enda fer ég oft í eitthvert mók í eldhúsinu og upplifi mig eins og íslenska blöndu af Jamie Oliver og Nigellu. Sem ég augljóslega er ekki þar sem súpan varð ekki að súpu heldur vel kryddaðri sætkartöflumús og ég pantaði pítsu.Bíll nágrannans Líkt og margir á ég oft í vandræðum með að rífa mig fram úr á morgnana. Það veldur því að ég rýk út úr húsi á hraðferð, með stírurnar í augunum og á erfitt með að muna hvar í ósköpunum ég lagði einkabílnum. Ég finn hann alltaf á endanum en nú hefur það fjórum sinnum gerst að eftir að ég hef komið mér fyrir undir stýri og spennt bílbeltið átta ég mig á því að eitthvað er ekki alveg eins og það á að vera. Það tekur mig samt alltaf nokkrar sekúndur að átta mig á því hvað það er nákvæmlega. Það er einhver lykt í bílnum sem ég kannast ekki við og berst frá lyktarspjaldi sem hangir neðan úr baksýnisspeglinum sem ég man bara alls ekki eftir að hafa fjárfest í. Skyndilega rennur upp fyrir mér að ég sit bara alls ekki í mínum bíl heldur bíl nágranna míns. Sem á nákvæmlega eins bíl og ég. Læsir honum aldrei og leggur alltaf á mjög svipuðum stað og ég í götunni.Sjáumst eftir viku! Lífsbarátta Lóunnar Tengdar fréttir Lífsbarátta Lóunnar: Hefjast nú leikar Vikuleg lífsbarátta Gyðu Lóu Ólafsdóttur. 29. janúar 2016 11:00 Mest lesið „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Emilíana Torrini fann ástina Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Lífið Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Lífið Fleiri fréttir „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Sjá meira
Kryddfíkn Ég elska að safna hlutum. Alls konar hlutum. Ein mín helsta söfnunarárátta felst í að safna kryddi, þó ég viðurkenni fúslega að minna fari fyrir matseld úr því. Ég elska að kaupa krydd og koma því svo öllu fyrir í einhverjum litlum skrýtnum glerstaukum sem ég raða upp eftir öllum kúnstarinnar reglum í eldhúsinu. Gerir alveg helling fyrir mig en ég veit ekki alveg hvað meðleigjendum mínum finnst. Ég rek þessa áráttu auðvitað beint til barnæsku minnar. Ég var stundum sett í pössun til ömmu. Amma mín var róleg og kristin kona sem gaf mér gufusoðinn fisk að borða og leyfði mér að horfa á barnatímann á Ómega. Þrátt fyrir fyrirtaks barnadagskrá kristilegu sjónvarpsstöðvarinnar var mín uppáhaldsiðja hjá ömmu að skoða, lykta og smakka á öllum kryddtegundunum sem hún notaði í gufusoðna matinn. Eftir að ég flutti að heiman virðist ég hafa tekið upp þetta áhugamál ömmu þó ég hafi alveg látið gufusoðna fiskinn vera, að minnsta kosti til þessa.Pandabjörn Þegar kemur að förðun er ég langt frá því að vera einhver MUA þó ég sé oft ginnkeypt fyrir alls konar einhverju sem ég les um á lífsstílsbloggum. Til dæmis sérstökum bursta til þess að smyrja á mig highlighter og sólarpúðri og svampi sem ég svoleiðis strýk yfir andlitið á mér til þess að öðlast lýtalausa áferð á blessaða húðina. Oft tekst ágætlega til en eitt hef ég ekki enn náð að fullkomna á mínum 26 árum. Það er að setja á mig eyeliner. Vanhæfnin kemur sjálfsagt til af æfingarleysi, eða það hef ég að minnsta kosti lesið í öll þau skipti sem ég hef í örvæntingu og svitabaði slegið inn „How to apply eyeliner“ í leitarvélina Google. Það er nefnilega í tvenns konar aðstæðum sem ég ákveð að það sé fyrirtakshugmynd að skella svörtu striki þvert yfir augnlokin á mér; þegar mikið stendur til eða ég er að flýta mér mjög mikið út úr húsi. Þetta er svo einfalt, tekur bara nokkrar sekúndur og setur virkilega punktinn yfir i-ið, hugsa ég með mér þegar ég ríf upp pensilinn og hef óraunhæfa baráttu við augnlokin á mér í einhverju útópísku bjartsýniskasti. Það fer alltaf á sama veg. Línurnar enda rammskakkar, misstórar og ég minni óþægilega mikið á svarthvítt bjarndýr sem á ættir sínar að rekja til Asíu.Súpur Mér finnst rosalega leiðinlegt að borða súpu. Algjört hámarkserfiði fyrir lágmarksánægju. Eins líður mér þegar kemur að salati. Salatblöðin taka of mikið pláss á gafflinum og ég á oft í mesta basli með að opna munninn nægilega mikið til þess að troða þessu öllu upp í mig. En súpur og salöt eru svo agalega holl og heilnæm og maður er auðvitað að reyna að vera besta útgáfan af sér í upphafi árs. Þannig að ég gerði heiðarlega tilraun til þess að sjóða einhverja sætkartöflusúpu um daginn. Ég skar og skar, sauð og sauð, kryddaði og kryddaði með alls konar einhverju úr hinu óendanlega kryddsafni mínu. Svo kom að því að mauka súpuna með töfrasprota. Ég flaskaði hins vegar á því að stinga honum nógu langt ofan í pottinn og súpan fór í myndarlegri appelsínugulri bunu yfir eldhúsið og mig sjálfa. Ég þakkaði bara fyrir að hafa ekki verið í hvítu skyrtunni og hafa verið nægilega forsjál til þess að reyra á mig svuntu áður en átökin hófust. Svo gat ég að sjálfsögðu ekki fylgt neinni uppskrift frekar en fyrri daginn, enda fer ég oft í eitthvert mók í eldhúsinu og upplifi mig eins og íslenska blöndu af Jamie Oliver og Nigellu. Sem ég augljóslega er ekki þar sem súpan varð ekki að súpu heldur vel kryddaðri sætkartöflumús og ég pantaði pítsu.Bíll nágrannans Líkt og margir á ég oft í vandræðum með að rífa mig fram úr á morgnana. Það veldur því að ég rýk út úr húsi á hraðferð, með stírurnar í augunum og á erfitt með að muna hvar í ósköpunum ég lagði einkabílnum. Ég finn hann alltaf á endanum en nú hefur það fjórum sinnum gerst að eftir að ég hef komið mér fyrir undir stýri og spennt bílbeltið átta ég mig á því að eitthvað er ekki alveg eins og það á að vera. Það tekur mig samt alltaf nokkrar sekúndur að átta mig á því hvað það er nákvæmlega. Það er einhver lykt í bílnum sem ég kannast ekki við og berst frá lyktarspjaldi sem hangir neðan úr baksýnisspeglinum sem ég man bara alls ekki eftir að hafa fjárfest í. Skyndilega rennur upp fyrir mér að ég sit bara alls ekki í mínum bíl heldur bíl nágranna míns. Sem á nákvæmlega eins bíl og ég. Læsir honum aldrei og leggur alltaf á mjög svipuðum stað og ég í götunni.Sjáumst eftir viku!
Lífsbarátta Lóunnar Tengdar fréttir Lífsbarátta Lóunnar: Hefjast nú leikar Vikuleg lífsbarátta Gyðu Lóu Ólafsdóttur. 29. janúar 2016 11:00 Mest lesið „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Emilíana Torrini fann ástina Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Lífið Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Lífið Fleiri fréttir „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Sjá meira
Lífsbarátta Lóunnar: Hefjast nú leikar Vikuleg lífsbarátta Gyðu Lóu Ólafsdóttur. 29. janúar 2016 11:00
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning