Rússar telja að Tyrkir hyggi á innrás inn í Sýrland Atli Ísleifsson skrifar 4. febrúar 2016 15:30 Þessa dagana standa yfir í Genf viðræður um átökin í Sýrlandi, þar sem fulltrúar bæði stjórnar og stjórnarandstöðu eiga að reyna að finna lausnir. Vísir/AFP Talsmaður Rússlandshers segir herinn hafa réttmætar ástæður til að halda að Tyrkir vinni nú að undirbúningi þess að halda með hersveitir sínar inn í Sýrland. Rússneski hershöfðinginn Igor Konashenkov segir í yfirlýsingu að Rússlandsher hafi skráð æ fleiri merki þess að Tyrklandsher vinni nú í leyni að því að undirbúa tyrkneska hermenn undir innrás inn í Sýrland. Konashenkov segir að myndir frá landamærastöðvum Tyrklands og Sýrlands, sem teknar voru bæði í lok október og janúar, sýni uppbyggingu Tyrkja á samgönguinnviðum sem myndi auðvelda flutning herliðs og vopna yfir landamærin til Sýrlands. Þessa dagana standa yfir í Genf viðræður um átökin í Sýrlandi, þar sem fulltrúar bæði stjórnar og stjórnarandstöðu eiga að reyna að finna lausnir, og hafa til þess stuðning frá Sameinuðu þjóðunum, Bandaríkjunum, Rússlandi, Evrópuríkjum og fleiri löndum. Harðar loftárásir stjórnarhersins og Rússa á borgina Aleppo hafa þó komið þessum viðræðum í uppnám. Á þriðjudaginn neituðu fulltrúar uppreisnarmanna að mæta til viðræðnanna vegna loftárásanna. Þetta eru fyrstu meiriháttar loftárásir stjórnarhersins á borgina síðan í haust, þegar Rússar hófu loftárásir sínar á svæði uppreisnarmanna í Sýrlandi. Bandaríkin hafa skorað á Rússa að hætta loftárásum á meðan friðartilraunir standa yfir, en Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir það ekki koma til greina fyrr en hryðjuverkahópar hafa verið brotnir á bak aftur. Tengdar fréttir Viðræður í uppnámi vegna loftárása Þessa dagana standa yfir í Genf viðræður um átökin í Sýrlandi, þar sem fulltrúar bæði stjórnar og stjórnarandstöðu eiga að reyna að finna lausnir, og hafa til þess stuðning frá Sameinuðu þjóðunum, Bandaríkjunum, Rússlandi, Evrópuríkjum og fleiri löndum. 4. febrúar 2016 07:00 Friðarviðræðunum í Genf frestað um þrjár vikur „Þetta eru ekki endalok viðræðnanna,“ segir Staffan de Mistura sáttasemjari Sameinuðu þjóðanna. 3. febrúar 2016 21:18 Taka ekki þátt í friðarviðræðunum Fulltrúar sýrlensku stjórnarandstöðunnar ætla ekki að taka þátt í friðarviðræðunum í Genf. 28. janúar 2016 23:38 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Talsmaður Rússlandshers segir herinn hafa réttmætar ástæður til að halda að Tyrkir vinni nú að undirbúningi þess að halda með hersveitir sínar inn í Sýrland. Rússneski hershöfðinginn Igor Konashenkov segir í yfirlýsingu að Rússlandsher hafi skráð æ fleiri merki þess að Tyrklandsher vinni nú í leyni að því að undirbúa tyrkneska hermenn undir innrás inn í Sýrland. Konashenkov segir að myndir frá landamærastöðvum Tyrklands og Sýrlands, sem teknar voru bæði í lok október og janúar, sýni uppbyggingu Tyrkja á samgönguinnviðum sem myndi auðvelda flutning herliðs og vopna yfir landamærin til Sýrlands. Þessa dagana standa yfir í Genf viðræður um átökin í Sýrlandi, þar sem fulltrúar bæði stjórnar og stjórnarandstöðu eiga að reyna að finna lausnir, og hafa til þess stuðning frá Sameinuðu þjóðunum, Bandaríkjunum, Rússlandi, Evrópuríkjum og fleiri löndum. Harðar loftárásir stjórnarhersins og Rússa á borgina Aleppo hafa þó komið þessum viðræðum í uppnám. Á þriðjudaginn neituðu fulltrúar uppreisnarmanna að mæta til viðræðnanna vegna loftárásanna. Þetta eru fyrstu meiriháttar loftárásir stjórnarhersins á borgina síðan í haust, þegar Rússar hófu loftárásir sínar á svæði uppreisnarmanna í Sýrlandi. Bandaríkin hafa skorað á Rússa að hætta loftárásum á meðan friðartilraunir standa yfir, en Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir það ekki koma til greina fyrr en hryðjuverkahópar hafa verið brotnir á bak aftur.
Tengdar fréttir Viðræður í uppnámi vegna loftárása Þessa dagana standa yfir í Genf viðræður um átökin í Sýrlandi, þar sem fulltrúar bæði stjórnar og stjórnarandstöðu eiga að reyna að finna lausnir, og hafa til þess stuðning frá Sameinuðu þjóðunum, Bandaríkjunum, Rússlandi, Evrópuríkjum og fleiri löndum. 4. febrúar 2016 07:00 Friðarviðræðunum í Genf frestað um þrjár vikur „Þetta eru ekki endalok viðræðnanna,“ segir Staffan de Mistura sáttasemjari Sameinuðu þjóðanna. 3. febrúar 2016 21:18 Taka ekki þátt í friðarviðræðunum Fulltrúar sýrlensku stjórnarandstöðunnar ætla ekki að taka þátt í friðarviðræðunum í Genf. 28. janúar 2016 23:38 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Viðræður í uppnámi vegna loftárása Þessa dagana standa yfir í Genf viðræður um átökin í Sýrlandi, þar sem fulltrúar bæði stjórnar og stjórnarandstöðu eiga að reyna að finna lausnir, og hafa til þess stuðning frá Sameinuðu þjóðunum, Bandaríkjunum, Rússlandi, Evrópuríkjum og fleiri löndum. 4. febrúar 2016 07:00
Friðarviðræðunum í Genf frestað um þrjár vikur „Þetta eru ekki endalok viðræðnanna,“ segir Staffan de Mistura sáttasemjari Sameinuðu þjóðanna. 3. febrúar 2016 21:18
Taka ekki þátt í friðarviðræðunum Fulltrúar sýrlensku stjórnarandstöðunnar ætla ekki að taka þátt í friðarviðræðunum í Genf. 28. janúar 2016 23:38