Við verðum að versla Jón Gnarr skrifar 4. febrúar 2016 09:00 Mér leiðist að kaupa í matinn. Ég kvíði því jafnvel. Ég er að meina þessi stórinnkaup. Ég fresta þessu eins lengi og ég get og gef mér ekki tíma til að sinna þessu fyrr en á síðustu stundu. Mér finnst alveg gaman að fara í sumar búðir, bara ekki matvöruverslanir. Mér finnst gaman að ráfa um Elkó og skoða allskonar drasl sem ég kaupi sjaldnast. Uppáhalds búðirnar mínar á Íslandi eru líklega Húsasmiðjan og Byko. Þar get ég hangið klukkutímum saman. Í Ameríku eru það Home Depot og Target. Ég tala nú ekki um ef það er Super Target. Þá bara verð ég að stoppa. Mér finnst krúttlegar sérvöruverslanir líka oft skemmtilegar, svona lífrænt og beint frá býli og svoleiðis. Það er líka yfirleitt gaman að koma í fiskbúð. Það er eitthvað svo hressandi. Ég versla eins lítið við kaupmanninn á horninu og ég get og sneiði hjá 10-11 nema í algjörri neyð. Ég er líka einn fárra Vesturbæinga sem finnst ekki stórskemmtilegt og sjarmerandi að fara í Melabúðina. Hagsýna húsmóðirin í mér strækar á það. Ég vil ekki borga svona mikið fyrir matinn minn. Svo þekki ég svo marga þar að mestur tíminn fer í eitthvert spjall við fólk um hvað sé að frétta og hvort að gangi ekki vel og svoleiðis. Mér finnst matvöruverslun enginn vettvangur fyrir slíkar samræður. Ég lít á matarinnkaup sem verkefni en ekki félagslega athöfn. Og mér finnst það leiðinlegt og reyni að ljúka því eins skipulega og effektíft og ég get; nái sem mestu, á ásættanlegu verði og á sem stystum tíma. Ég finn líka mikið til með fólki sem er að versla með smábörnum. Ég þekki þá martröð af eigin raun. Þegar innkaupum er lokið þá tekur ennþá verra við. Það þarf að bera allar vörurnar útí bíl. Svo þarf að bera þær inn. Ég bý á annarri hæð og þarf því að púla upp endalausa stiga. Ef ég er með mikið þarf ég jafnvel að fara nokkrar ferðir framogtilbaka. Auðvitað lagaðist þetta heilmikið eftir að fjögur elstu börnin fluttu að heiman. Að kaupa í matinn fyrir fjóra hungraða unglinga er ekkert smáræði. Ég fer yfirleitt í Krónuna eða Bónus. Ef ég nenni ekki þangað fer ég í Nettó. Mér finnst þessar verslanir allar nokkuð fyrirsjáanlegar og sjaldnast eitthvað sem kemur á óvart í vöruúrvalinu. Enda er þetta yfirleitt það sama sem ég er að kaupa. Geta þessar stóru matvöruverslanir ekki farið að bjóða uppá netkaup þar sem ég er með Mínar síður og get svo fengið þetta sent heim? Ég væri tilbúinn í slíkt samstarf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Gnarr Mest lesið Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Skoðun Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Mér leiðist að kaupa í matinn. Ég kvíði því jafnvel. Ég er að meina þessi stórinnkaup. Ég fresta þessu eins lengi og ég get og gef mér ekki tíma til að sinna þessu fyrr en á síðustu stundu. Mér finnst alveg gaman að fara í sumar búðir, bara ekki matvöruverslanir. Mér finnst gaman að ráfa um Elkó og skoða allskonar drasl sem ég kaupi sjaldnast. Uppáhalds búðirnar mínar á Íslandi eru líklega Húsasmiðjan og Byko. Þar get ég hangið klukkutímum saman. Í Ameríku eru það Home Depot og Target. Ég tala nú ekki um ef það er Super Target. Þá bara verð ég að stoppa. Mér finnst krúttlegar sérvöruverslanir líka oft skemmtilegar, svona lífrænt og beint frá býli og svoleiðis. Það er líka yfirleitt gaman að koma í fiskbúð. Það er eitthvað svo hressandi. Ég versla eins lítið við kaupmanninn á horninu og ég get og sneiði hjá 10-11 nema í algjörri neyð. Ég er líka einn fárra Vesturbæinga sem finnst ekki stórskemmtilegt og sjarmerandi að fara í Melabúðina. Hagsýna húsmóðirin í mér strækar á það. Ég vil ekki borga svona mikið fyrir matinn minn. Svo þekki ég svo marga þar að mestur tíminn fer í eitthvert spjall við fólk um hvað sé að frétta og hvort að gangi ekki vel og svoleiðis. Mér finnst matvöruverslun enginn vettvangur fyrir slíkar samræður. Ég lít á matarinnkaup sem verkefni en ekki félagslega athöfn. Og mér finnst það leiðinlegt og reyni að ljúka því eins skipulega og effektíft og ég get; nái sem mestu, á ásættanlegu verði og á sem stystum tíma. Ég finn líka mikið til með fólki sem er að versla með smábörnum. Ég þekki þá martröð af eigin raun. Þegar innkaupum er lokið þá tekur ennþá verra við. Það þarf að bera allar vörurnar útí bíl. Svo þarf að bera þær inn. Ég bý á annarri hæð og þarf því að púla upp endalausa stiga. Ef ég er með mikið þarf ég jafnvel að fara nokkrar ferðir framogtilbaka. Auðvitað lagaðist þetta heilmikið eftir að fjögur elstu börnin fluttu að heiman. Að kaupa í matinn fyrir fjóra hungraða unglinga er ekkert smáræði. Ég fer yfirleitt í Krónuna eða Bónus. Ef ég nenni ekki þangað fer ég í Nettó. Mér finnst þessar verslanir allar nokkuð fyrirsjáanlegar og sjaldnast eitthvað sem kemur á óvart í vöruúrvalinu. Enda er þetta yfirleitt það sama sem ég er að kaupa. Geta þessar stóru matvöruverslanir ekki farið að bjóða uppá netkaup þar sem ég er með Mínar síður og get svo fengið þetta sent heim? Ég væri tilbúinn í slíkt samstarf.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun