Evrópumeistarar Dags mögulega í læstri dagskrá á HM Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. febrúar 2016 16:30 Dagur Sigurðsson og handboltaíþróttin eru í sviðsljósinu í Þýskalandi. Vísir/AFP Handbolti hefur sjaldan notið jafn mikillar athygli í Þýskalandi og nú eftir velgengni þýska liðsins á Evrópumeistaramótinu í Póllandi. Dagur Sigurðsson er landsliðsþjálfari Þýskalands sem tryggði sér Evrópumeistaratitilinn eftir sigur á Spáni í úrslitaleiknum á sunnudag. Leikir þýska liðsins voru sýndir á ríkisstöðvunum ARD og ZDF og áhorf í sjónvarpi jókst með hverjum leiknum. Tæplega þrettán milljónir sáu úrslitaleik Þýskalands og Spánar en það eru tölur sem sjást varla nema þegar þýska knattspyrnulandsliðið er að spila á stórmótum.Sjá einnig: Landslið Dags vinsælla en Bayern München Þessar tölur skipta handboltaíþróttina gríðarlega miklu máli enda er Þýskaland stærsti staki markaðurinn fyrir handbolta. Til dæmis má nefna að þegar Þýskalandi mistókst að tryggja sér þátttökuréttinn á HM 2015 var liðinu hleypt inn í keppnina eftir á og keppnisréttur Ástralíu afturkallaður. Það er því ljóst að um gríðarlegt hagsmunamál er að ræða, ekki aðeins fyrir handboltann í Þýskalandi heldur íþróttina alla.Sky TV sýndi frá HM 2015.Vísir/AFPVilja loka á gervihnöttinn Heimsmeistarakeppnin í Katar var ekki sýnd í almenningssjónvarpi í Þýskalandi. Lengi vel leit út fyrir að áhorfendur í Þýskalandi myndu yfir höfuð ekki eiga möguleika á að sjá leiki keppninnar en rétt fyrir mót var samið við Sky í Þýskalandi sem sýndi leikina í læstri dagskrá. Mun færri horfðu á HM í Katar en á EM í ár og má gera ráð fyrir því að áhorfstölur munu aftur falla ef heimsmeistarakeppnin í Frakklandi, sem fer fram á næsta ári, verði einnig sýnd í læstri dagskrá. Gera má ráð fyrir því að áhuginn fyrir HM 2017 verði mikill í Þýskalandi í kjölfar árangursins um helgina.Sjá einnig: Dagur: Angela Merkel bauð okkur í kaffibolla Al Jazeera, sem á höfuðstöðvar í Katar, keypti sýningarréttinn að HM 2015 og 2017, bæði karla og kvenna, fyrir rúmum tveimur árum síðan. ARD og ZDF höfðu áhuga á að kaupa sjónvarpsréttinn í Þýskalandi en viðræður sigldu í strand á sínum tíma. Ástæðan fyrir því að þýsku ríkisstöðvarnar fengu ekki réttinn var að Al Jazeera setti það skilyrði að ekki væri hægt að sjá útsendingar stöðvanna utan Þýskalands. Það hefði þýtt að stöðvarnar hefðu þurft að loka fyrir útsendingu þeirra um gervihnött en víða um heim, meðal annars á Íslandi, er hægt að sjá bæði ARD og ZDF með hefðbundnum móttökubúnaði fyrir gervihnattasjónvarp.Dagur varð Evrópumeistari á sunnudag.Vísir/AFPEinfaldlega ekki hægt Vandamálið er hins vegar að stór hluti heimila í Þýskalandi nota gervihnattabúnað til að taka á móti útsendingu stöðvanna. „Við værum einfaldlega að loka á 18,4 milljónir heimila í Þýskalandi. Það kemur einfaldlega ekki til greina,“ sagði Axel Balkausky, yfirmaður íþrótta hjá ARD, við þýska fjölmiðla. Volker Herres, dagskrárstjóri ARD, tekur í svipaðan streng. „Þetta snýst alls ekki um peninga. Þetta snýst ekki um að við séum of nísk heldur einfaldlega að við getum þetta ekki. Við værum að loka á tæplega helming allra heimila í Þýskalandi sem eru með sjónvarp.“Sjá einnig: Dagur uppljóstrar leyndarmálinu Forráðamenn Al Jazeera voru ósveigjanlegir hvað þetta varðar í síðustu viðræðum en enn er óvíst hvort að það verði annar tónn í viðræðunum fyrir HM 2017. Eftir það mikla áhorf sem EM í handbolta fékk í Þýskalandi um helgina er nú rætt um hvort að það eigi að setja í lög að sýnt verði frá stórmótum í handbolta í ólæstri dagskrá, líkt og er tilfellið með Ólympíuleika og stórmót í knattspyrnu í Þýskalandi. „Við trúum því að handbolti eigi heima á þessum lista,“ sagði Karola Wille, yfirmaður ARD, við fjölmiðla ytra. EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Enski boltinn Fleiri fréttir Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Sjá meira
Handbolti hefur sjaldan notið jafn mikillar athygli í Þýskalandi og nú eftir velgengni þýska liðsins á Evrópumeistaramótinu í Póllandi. Dagur Sigurðsson er landsliðsþjálfari Þýskalands sem tryggði sér Evrópumeistaratitilinn eftir sigur á Spáni í úrslitaleiknum á sunnudag. Leikir þýska liðsins voru sýndir á ríkisstöðvunum ARD og ZDF og áhorf í sjónvarpi jókst með hverjum leiknum. Tæplega þrettán milljónir sáu úrslitaleik Þýskalands og Spánar en það eru tölur sem sjást varla nema þegar þýska knattspyrnulandsliðið er að spila á stórmótum.Sjá einnig: Landslið Dags vinsælla en Bayern München Þessar tölur skipta handboltaíþróttina gríðarlega miklu máli enda er Þýskaland stærsti staki markaðurinn fyrir handbolta. Til dæmis má nefna að þegar Þýskalandi mistókst að tryggja sér þátttökuréttinn á HM 2015 var liðinu hleypt inn í keppnina eftir á og keppnisréttur Ástralíu afturkallaður. Það er því ljóst að um gríðarlegt hagsmunamál er að ræða, ekki aðeins fyrir handboltann í Þýskalandi heldur íþróttina alla.Sky TV sýndi frá HM 2015.Vísir/AFPVilja loka á gervihnöttinn Heimsmeistarakeppnin í Katar var ekki sýnd í almenningssjónvarpi í Þýskalandi. Lengi vel leit út fyrir að áhorfendur í Þýskalandi myndu yfir höfuð ekki eiga möguleika á að sjá leiki keppninnar en rétt fyrir mót var samið við Sky í Þýskalandi sem sýndi leikina í læstri dagskrá. Mun færri horfðu á HM í Katar en á EM í ár og má gera ráð fyrir því að áhorfstölur munu aftur falla ef heimsmeistarakeppnin í Frakklandi, sem fer fram á næsta ári, verði einnig sýnd í læstri dagskrá. Gera má ráð fyrir því að áhuginn fyrir HM 2017 verði mikill í Þýskalandi í kjölfar árangursins um helgina.Sjá einnig: Dagur: Angela Merkel bauð okkur í kaffibolla Al Jazeera, sem á höfuðstöðvar í Katar, keypti sýningarréttinn að HM 2015 og 2017, bæði karla og kvenna, fyrir rúmum tveimur árum síðan. ARD og ZDF höfðu áhuga á að kaupa sjónvarpsréttinn í Þýskalandi en viðræður sigldu í strand á sínum tíma. Ástæðan fyrir því að þýsku ríkisstöðvarnar fengu ekki réttinn var að Al Jazeera setti það skilyrði að ekki væri hægt að sjá útsendingar stöðvanna utan Þýskalands. Það hefði þýtt að stöðvarnar hefðu þurft að loka fyrir útsendingu þeirra um gervihnött en víða um heim, meðal annars á Íslandi, er hægt að sjá bæði ARD og ZDF með hefðbundnum móttökubúnaði fyrir gervihnattasjónvarp.Dagur varð Evrópumeistari á sunnudag.Vísir/AFPEinfaldlega ekki hægt Vandamálið er hins vegar að stór hluti heimila í Þýskalandi nota gervihnattabúnað til að taka á móti útsendingu stöðvanna. „Við værum einfaldlega að loka á 18,4 milljónir heimila í Þýskalandi. Það kemur einfaldlega ekki til greina,“ sagði Axel Balkausky, yfirmaður íþrótta hjá ARD, við þýska fjölmiðla. Volker Herres, dagskrárstjóri ARD, tekur í svipaðan streng. „Þetta snýst alls ekki um peninga. Þetta snýst ekki um að við séum of nísk heldur einfaldlega að við getum þetta ekki. Við værum að loka á tæplega helming allra heimila í Þýskalandi sem eru með sjónvarp.“Sjá einnig: Dagur uppljóstrar leyndarmálinu Forráðamenn Al Jazeera voru ósveigjanlegir hvað þetta varðar í síðustu viðræðum en enn er óvíst hvort að það verði annar tónn í viðræðunum fyrir HM 2017. Eftir það mikla áhorf sem EM í handbolta fékk í Þýskalandi um helgina er nú rætt um hvort að það eigi að setja í lög að sýnt verði frá stórmótum í handbolta í ólæstri dagskrá, líkt og er tilfellið með Ólympíuleika og stórmót í knattspyrnu í Þýskalandi. „Við trúum því að handbolti eigi heima á þessum lista,“ sagði Karola Wille, yfirmaður ARD, við fjölmiðla ytra.
EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Enski boltinn Fleiri fréttir Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Sjá meira