Þingmaður Samfylkingarinnar vill flýta landsfundi og formannskosningu Aðalsteinn Kjartansson skrifar 2. febrúar 2016 15:13 Ólína segir stöðuna í forystumálum Samfylkingarinnar vera óþolandi fyrir bæði formanninn og flokkinn. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur lagt til að landsfundur flokksins verði færður fram í maí á þessu ári þar sem kosið verður um formann í flokknum. Tilefnið er slæmt gengi flokksins í skoðanakönnunum. „Það kom ein könnun í gær, ein af mörgum, sem sýnir að Samfylkingin er ítrekað undir 10 prósent fylgi og er í rauninni sáralítið brot af því sem hún var og ætti að vera,“ segir hún. „Ég tel að þetta sé óásættanleg staða til lengdar fyrir flokk sem að lítur á sig sem burðarflokk í íslenskum stjórnmálum.“Árni Páll átti undir högg að sækja á síðasta landsfundi og munaði litlu að hann hefði misst formannssætið.Vísir/Andri„Ég tel að það verði einhver hreyfing að verða á Samfylkingunni núna og að hún þurfi á því að halda að fara í þær málefnaáherslur og umræður sem fylgja landsfundi, það myndi gera flokknum gott, og veita forystumanni, formanni flokksins, hver svo sem hann verður, umboð,“ segir Ólína. Ólína telur að skýra þurfi umboð formanns flokksins; annað hvort að velja nýjan formann eða veita Árna Páli Árnasyni, núverandi formanni, sterkara umboð. Hún vill að landsfundur flokksins verði færður frá nóvember fram í maí. „Umboðið sem hann hefur núna er afar veikt eftir síðasta landsfund, við vitum það, og það kann að eiga sinn þátt í því hvernig komið er. Að minnsta kosti held ég að við getum ekki beðið fram í nóvember með að knýja fram niðurstöðu í forystumálum flokksins,“ segir hún. „Þetta er óþolandi staða. Bæði fyrir núverandi formann og flokkinn í heild.“ En hefur hún fengið viðbrögð um þessa hugmynd? „Menn eru að ræða þetta sín á milli og ég heyri ekki betur en að margir séu sammála þessu,“ svarar Ólína. „Enn sem komið er hef ég bara fengið jákvæð viðbrögð.“ Stjórnmálavísir Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fleiri fréttir Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Sjá meira
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur lagt til að landsfundur flokksins verði færður fram í maí á þessu ári þar sem kosið verður um formann í flokknum. Tilefnið er slæmt gengi flokksins í skoðanakönnunum. „Það kom ein könnun í gær, ein af mörgum, sem sýnir að Samfylkingin er ítrekað undir 10 prósent fylgi og er í rauninni sáralítið brot af því sem hún var og ætti að vera,“ segir hún. „Ég tel að þetta sé óásættanleg staða til lengdar fyrir flokk sem að lítur á sig sem burðarflokk í íslenskum stjórnmálum.“Árni Páll átti undir högg að sækja á síðasta landsfundi og munaði litlu að hann hefði misst formannssætið.Vísir/Andri„Ég tel að það verði einhver hreyfing að verða á Samfylkingunni núna og að hún þurfi á því að halda að fara í þær málefnaáherslur og umræður sem fylgja landsfundi, það myndi gera flokknum gott, og veita forystumanni, formanni flokksins, hver svo sem hann verður, umboð,“ segir Ólína. Ólína telur að skýra þurfi umboð formanns flokksins; annað hvort að velja nýjan formann eða veita Árna Páli Árnasyni, núverandi formanni, sterkara umboð. Hún vill að landsfundur flokksins verði færður frá nóvember fram í maí. „Umboðið sem hann hefur núna er afar veikt eftir síðasta landsfund, við vitum það, og það kann að eiga sinn þátt í því hvernig komið er. Að minnsta kosti held ég að við getum ekki beðið fram í nóvember með að knýja fram niðurstöðu í forystumálum flokksins,“ segir hún. „Þetta er óþolandi staða. Bæði fyrir núverandi formann og flokkinn í heild.“ En hefur hún fengið viðbrögð um þessa hugmynd? „Menn eru að ræða þetta sín á milli og ég heyri ekki betur en að margir séu sammála þessu,“ svarar Ólína. „Enn sem komið er hef ég bara fengið jákvæð viðbrögð.“
Stjórnmálavísir Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fleiri fréttir Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Sjá meira