Westbrook með sjöundu þrennuna á tímabilinu | Myndbönd Tómas Þór Þórðarson skrifar 2. febrúar 2016 07:15 Russell Westbrook hefur farið á kostum á tímabilinu. vísir/getty Cleveland Cavaliers vann fimmta leikinn í röð í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar liðið lagði Indiana PAcers, 111-106, á útivelli, en þetta var fyrsti sigur Cleveland í Indianapolis í sex ár. Staðan var jöfn eftir venjulegan leiktíma, 96-96, en áður en framlengingin hófst hélt leikstjórnandinn Kyrie Irving mikla eldmessu yfir sínum mönnum og hvatti þá til að ganga frá leiknum. Hann setti svo fordæmið sjálfur með að skora sex af 25 stigum sínum í leiknum í framlengingunni og hitta úr fjórum vítaskotum á lokasekúndunum. Auk stiganna 25 gaf hann sjö stoðsendingar. Hann fékk svo sannarlega fína hjálp í gærkvöldi því allt byrjunarlið Cleveland skoraði yfir 14 stig. LeBron James var næst stigahæstur með 24 stig, tólf fráköst og sex stoðsendingar. Russell Westbrook, leikstjórnandi Oklahoma City Thunder, var í miklu stuði í nótt þegar hans menn unnu Washington Wizards á heimavelli, 114-98. Westbrook hlóð í myndarlega þrennu og var með 17 stig, þrettán fráköst og ellefu stoðsendingar, en hann hefur sjaldan spilað betur á móti John Wall, hinum annars öfluga leikstjórnanda Washington. Þetta var 26. þrenna Westbrook á ferlinum. Hann er búinn að ná sjö þrennum á þessari leiktíð, þar af núna í tveimur leikjum í röð og í fjórum leikjum af síðustu tíu. Kevin Durant var þó stigahæstur í liði OKC með 28 stig auk þess sem hann tók níu fráköst, en Serge Ibaka lagði einnig sín lóð á vogarskálirnar með 19 stigum og tíu fráköstum. LaMarcus Aldrige fór svo fyrir San Antonio Spurs sem vann Orlando Magic á heimavelli, 107-92, en Spurs-liðið er enn ósigrað á heimavelli á þessari leiktíð. Kraftframherjinn öflugi sem kom frá Portland fyrir tímabilið skoraði 28 stig og tók fjögur fráköst, en af byrjunarliði Spurs kom Kawhi Leonard næstur með tíu stig. Patty Mills kom sterkur inn af bekknum og skoraði 22 stig.Úrslit næturinnar: Indiana Pacers - Cleveland Cavaliers 106-111 Brooklyn Nets - Detriot Pistons 100-105 Atlanta Hawks - Dallas Mavericks 112-97 New Orleans Pelicans - Memphis Grizzliez 95-110 OKC Thunder - Washington Wizards 114-98 San Antonio Spurs - Orlando Magic 107-92 Denver Nuggets - Toronto Raptors 112-93 Utah Jazz - Chicago Bulls 105-98 Sacramento Kings - Milwaukee Bucks 111-104Staðan í deildinni.Ibaka treður yfir Gortat: NBA Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn Sjá meira
Cleveland Cavaliers vann fimmta leikinn í röð í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar liðið lagði Indiana PAcers, 111-106, á útivelli, en þetta var fyrsti sigur Cleveland í Indianapolis í sex ár. Staðan var jöfn eftir venjulegan leiktíma, 96-96, en áður en framlengingin hófst hélt leikstjórnandinn Kyrie Irving mikla eldmessu yfir sínum mönnum og hvatti þá til að ganga frá leiknum. Hann setti svo fordæmið sjálfur með að skora sex af 25 stigum sínum í leiknum í framlengingunni og hitta úr fjórum vítaskotum á lokasekúndunum. Auk stiganna 25 gaf hann sjö stoðsendingar. Hann fékk svo sannarlega fína hjálp í gærkvöldi því allt byrjunarlið Cleveland skoraði yfir 14 stig. LeBron James var næst stigahæstur með 24 stig, tólf fráköst og sex stoðsendingar. Russell Westbrook, leikstjórnandi Oklahoma City Thunder, var í miklu stuði í nótt þegar hans menn unnu Washington Wizards á heimavelli, 114-98. Westbrook hlóð í myndarlega þrennu og var með 17 stig, þrettán fráköst og ellefu stoðsendingar, en hann hefur sjaldan spilað betur á móti John Wall, hinum annars öfluga leikstjórnanda Washington. Þetta var 26. þrenna Westbrook á ferlinum. Hann er búinn að ná sjö þrennum á þessari leiktíð, þar af núna í tveimur leikjum í röð og í fjórum leikjum af síðustu tíu. Kevin Durant var þó stigahæstur í liði OKC með 28 stig auk þess sem hann tók níu fráköst, en Serge Ibaka lagði einnig sín lóð á vogarskálirnar með 19 stigum og tíu fráköstum. LaMarcus Aldrige fór svo fyrir San Antonio Spurs sem vann Orlando Magic á heimavelli, 107-92, en Spurs-liðið er enn ósigrað á heimavelli á þessari leiktíð. Kraftframherjinn öflugi sem kom frá Portland fyrir tímabilið skoraði 28 stig og tók fjögur fráköst, en af byrjunarliði Spurs kom Kawhi Leonard næstur með tíu stig. Patty Mills kom sterkur inn af bekknum og skoraði 22 stig.Úrslit næturinnar: Indiana Pacers - Cleveland Cavaliers 106-111 Brooklyn Nets - Detriot Pistons 100-105 Atlanta Hawks - Dallas Mavericks 112-97 New Orleans Pelicans - Memphis Grizzliez 95-110 OKC Thunder - Washington Wizards 114-98 San Antonio Spurs - Orlando Magic 107-92 Denver Nuggets - Toronto Raptors 112-93 Utah Jazz - Chicago Bulls 105-98 Sacramento Kings - Milwaukee Bucks 111-104Staðan í deildinni.Ibaka treður yfir Gortat:
NBA Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn Sjá meira