Bresk kona dæmd í sex ára fangelsi fyrir að ganga til liðs við ISIS Atli Ísleifsson skrifar 1. febrúar 2016 15:48 Tareena Shakil. Vísir/AFP Dómstóll í Bretlandi hefur dæmt 26 ára breska konu í sex ára fangelsi fyrir að hafa ferðast til Sýrlands og gengið til liðs við ISIS, hvatt til hryðjuverka á samfélagsmiðlum og verið reiðubúin að gera ungum syni sínum að vígamanni ISIS. Tareena Shakil sagði fyrir dómi að hún hafi ferðast til helsta vígis ISIS, Raqqa, og gengið til liðs við hryðjuverkasamtökin. Hún hafi hins vegar flúið aftur til Bretlands þegar hún hafði gert sér grein fyrir að hún hafi gert skelfileg mistök.Í frétt Guardian um málið kemur fram að dómarinn hafi sett mikinn fyrirvara við frásögn Shakil af framvindu mála. „Þú laugst og laugst bæði fyrir lögreglu og fyrir dómi,“ sagði dómarinn.Ferðaðist með ungan son sinnDómarinn sagði það hafa stuðað sig sérstaklega að hún hafi ferðast með barn sitt til Sýrlands og heimila myndatökur af honum með merki ISIS og hríðskotabyssu. Shakil fékk fjögurra ára dóm fyrir að hafa gengið til liðs við ISIS og tvö ár til viðbótar fyrir að hafa hvatt til hryðjuverka á samfélagsmiðlum. Shakil varð róttæk í skoðunum sínum eftir að hafa lesið áróðursefni á netinu og ferðaðist svo um Tyrkland til Sýrlands í október 2014. Hún hafði þá greint vinum og vandamönnum frá því að hún væri á leið á sólarströnd í útlöndum.Lýsti ótrúlegum flóttaShakil varði rúmum tveimur mánuðum í glæsihúsi í Raqqa þar sem hún beið þess að ganga að eiga vígamann ISIS. Á meðan á dvöl hennar stóð dreifði hún ISIS-áróðri á samfélagsmiðlum. Hún yfirgaf svo Sýrland í janúar á síðasta ári og hélt aftur til Bretlands mánuði síðar. Greindi hún lögreglu frá því að henni hafi verið rænt. Í vitnastúkunni sagði hún frá tíma sínum í Raqqa og lýsti ótrúlegum flótta sínum. Dómarinn tók frásögn hennar ekki trúanlega. Shakil kemur frá Burton-upon-Trent en bjó í Birmingham áður en hún hélt til Sýrlands. Talið er að hún sé ein af um sextíu breskum konum sem hafi yfirgefið landið og gengið til liðs við ISIS í Sýrlandi. Mið-Austurlönd Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sjá meira
Dómstóll í Bretlandi hefur dæmt 26 ára breska konu í sex ára fangelsi fyrir að hafa ferðast til Sýrlands og gengið til liðs við ISIS, hvatt til hryðjuverka á samfélagsmiðlum og verið reiðubúin að gera ungum syni sínum að vígamanni ISIS. Tareena Shakil sagði fyrir dómi að hún hafi ferðast til helsta vígis ISIS, Raqqa, og gengið til liðs við hryðjuverkasamtökin. Hún hafi hins vegar flúið aftur til Bretlands þegar hún hafði gert sér grein fyrir að hún hafi gert skelfileg mistök.Í frétt Guardian um málið kemur fram að dómarinn hafi sett mikinn fyrirvara við frásögn Shakil af framvindu mála. „Þú laugst og laugst bæði fyrir lögreglu og fyrir dómi,“ sagði dómarinn.Ferðaðist með ungan son sinnDómarinn sagði það hafa stuðað sig sérstaklega að hún hafi ferðast með barn sitt til Sýrlands og heimila myndatökur af honum með merki ISIS og hríðskotabyssu. Shakil fékk fjögurra ára dóm fyrir að hafa gengið til liðs við ISIS og tvö ár til viðbótar fyrir að hafa hvatt til hryðjuverka á samfélagsmiðlum. Shakil varð róttæk í skoðunum sínum eftir að hafa lesið áróðursefni á netinu og ferðaðist svo um Tyrkland til Sýrlands í október 2014. Hún hafði þá greint vinum og vandamönnum frá því að hún væri á leið á sólarströnd í útlöndum.Lýsti ótrúlegum flóttaShakil varði rúmum tveimur mánuðum í glæsihúsi í Raqqa þar sem hún beið þess að ganga að eiga vígamann ISIS. Á meðan á dvöl hennar stóð dreifði hún ISIS-áróðri á samfélagsmiðlum. Hún yfirgaf svo Sýrland í janúar á síðasta ári og hélt aftur til Bretlands mánuði síðar. Greindi hún lögreglu frá því að henni hafi verið rænt. Í vitnastúkunni sagði hún frá tíma sínum í Raqqa og lýsti ótrúlegum flótta sínum. Dómarinn tók frásögn hennar ekki trúanlega. Shakil kemur frá Burton-upon-Trent en bjó í Birmingham áður en hún hélt til Sýrlands. Talið er að hún sé ein af um sextíu breskum konum sem hafi yfirgefið landið og gengið til liðs við ISIS í Sýrlandi.
Mið-Austurlönd Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sjá meira