„Kraftaverkið í Kraká“ hjá Degi á pari við Dani 1992 og Grikki 2004 Tómas Þór Þórðarson skrifar 1. febrúar 2016 12:00 Dagur Sigurðsson lyftir Evrópuskildinum í gær. vísir/getty „Langt undir yfirborði jarðar sprakk íslenska eldfjallið,“ segir í grein á vef Eurosport þar sem Degi Sigurðssyni og afreki þýska handboltalandsliðsins á Evrópumótinu í Póllandi er lofað. Dagur Sigurðsson stýrði yngsta landsliði EM-sögunnar til gullverðlauna í Póllandi í gær þegar strákarnir hans pökkuðu Spáni saman, 24-17, í ótrúlegum úrslitaleik.Sjá einnig:Fullkomið Dagsverk Eftir leikinn og afrekið, sem í greininni er kallað „Kraftaverkið í Kraká“, lagði þýska liðið undir sig kjallarann á veitingastaðnum La Grande Mamma og skemmti sér fram á nótt. „Dagur Sigurðsson lyfti gyllta verðlaunaskildinum upp fyrir haus og öskraði af gleði: „Sja la la la la“ Vanalega er Íslendingurinn mjög rólegur,“ segir í greininni.Bis morgen in der Max-Schmeling-Halle - ab 14.30 Uhr geht die #ehfeuro2016-Party mit euch weiter!!! @FuechseBerlinpic.twitter.com/TUy8cYUSZq — DHB_Nationalteams (@DHB_Teams) January 31, 2016 Þýska landsliðið er búið að endurskrifa handboltasöguna að mati greinarhöfundar, en fyrir mótið vantaði fimm lykilmenn og á mótinu sjálfu missti Dagur svo tvo af þremur bestu mönnum liðsins í meiðsli. „Það má bera þetta saman við Evróputitla Dana og Grikkja í fótbolta 1992 og 2004. Svo magnað var afrek þýska liðsins,“ segir í greininni.Sjá einnig:Dagur, kunna Íslendingar að fagna? Markvörðurinn Andreas Wolff var í miklu stuði eftir sigurinn sem og í leiknum sjálfum, en hann varði tæplega 50 prósent skotanna sem hann fékk á sig í úrslitaleiknum. „Við komum inn í þetta mót sem lið og í góðu formi. Þó margir efuðust gerðum við það aldrei. Við vissum að við yrðum Evrópumeistarar,“ sagði Andreas Wolff. Sigurhátíð fyrir þýska liðið verður á gamla heimavelli Dag Sigurðssonar í Max-Schmelling Höllinni í Berlín klukkan 13.30 í dag. EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir 33 prósent tapleikjanna gegn Íslandi Þýska handboltalandsliðið hefur unnið 28 af 36 leikjum sínum undir stjórn Dags Sigurðssonar. 1. febrúar 2016 06:30 „Stærstu þakkirnar fær Dagur Sigurðsson“ Fyrrverandi besti handboltamaður heims segir Dag lykilmanninn á bakvið árangur Þýskalands. 1. febrúar 2016 08:15 Dagur Evrópumeistari með Þýskalandi Mögnuð frammistaða þýska landsliðsins gegn Spánverjum í úrslitaleiknum á EM í Póllandi. 31. janúar 2016 18:00 "Athyglin sem Dagur fær á stigi sem maður skilur ekki“ Bróðir Evrópumeistarans Dags Sigurðssonar er afar stoltur af sínum manni. 31. janúar 2016 21:55 Dagur skálaði við þýsku þjóðina Tók sér kampavínsglas í hönd og skálaði fyrir Evrópumeistaratitli. 31. janúar 2016 19:19 Kanslarinn, forsetinn og ráðherra hrósa Degi og þýsku strákunum Dagur Sigurðsson er hlaðinn lofi um allt Þýskaland fyrir árangur handboltalandsliðsins á Evrópumótinu. 1. febrúar 2016 11:00 Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ „Hún er sá leikmaður sem við hefðum viljað fá í þessi færi“ Sjá meira
„Langt undir yfirborði jarðar sprakk íslenska eldfjallið,“ segir í grein á vef Eurosport þar sem Degi Sigurðssyni og afreki þýska handboltalandsliðsins á Evrópumótinu í Póllandi er lofað. Dagur Sigurðsson stýrði yngsta landsliði EM-sögunnar til gullverðlauna í Póllandi í gær þegar strákarnir hans pökkuðu Spáni saman, 24-17, í ótrúlegum úrslitaleik.Sjá einnig:Fullkomið Dagsverk Eftir leikinn og afrekið, sem í greininni er kallað „Kraftaverkið í Kraká“, lagði þýska liðið undir sig kjallarann á veitingastaðnum La Grande Mamma og skemmti sér fram á nótt. „Dagur Sigurðsson lyfti gyllta verðlaunaskildinum upp fyrir haus og öskraði af gleði: „Sja la la la la“ Vanalega er Íslendingurinn mjög rólegur,“ segir í greininni.Bis morgen in der Max-Schmeling-Halle - ab 14.30 Uhr geht die #ehfeuro2016-Party mit euch weiter!!! @FuechseBerlinpic.twitter.com/TUy8cYUSZq — DHB_Nationalteams (@DHB_Teams) January 31, 2016 Þýska landsliðið er búið að endurskrifa handboltasöguna að mati greinarhöfundar, en fyrir mótið vantaði fimm lykilmenn og á mótinu sjálfu missti Dagur svo tvo af þremur bestu mönnum liðsins í meiðsli. „Það má bera þetta saman við Evróputitla Dana og Grikkja í fótbolta 1992 og 2004. Svo magnað var afrek þýska liðsins,“ segir í greininni.Sjá einnig:Dagur, kunna Íslendingar að fagna? Markvörðurinn Andreas Wolff var í miklu stuði eftir sigurinn sem og í leiknum sjálfum, en hann varði tæplega 50 prósent skotanna sem hann fékk á sig í úrslitaleiknum. „Við komum inn í þetta mót sem lið og í góðu formi. Þó margir efuðust gerðum við það aldrei. Við vissum að við yrðum Evrópumeistarar,“ sagði Andreas Wolff. Sigurhátíð fyrir þýska liðið verður á gamla heimavelli Dag Sigurðssonar í Max-Schmelling Höllinni í Berlín klukkan 13.30 í dag.
EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir 33 prósent tapleikjanna gegn Íslandi Þýska handboltalandsliðið hefur unnið 28 af 36 leikjum sínum undir stjórn Dags Sigurðssonar. 1. febrúar 2016 06:30 „Stærstu þakkirnar fær Dagur Sigurðsson“ Fyrrverandi besti handboltamaður heims segir Dag lykilmanninn á bakvið árangur Þýskalands. 1. febrúar 2016 08:15 Dagur Evrópumeistari með Þýskalandi Mögnuð frammistaða þýska landsliðsins gegn Spánverjum í úrslitaleiknum á EM í Póllandi. 31. janúar 2016 18:00 "Athyglin sem Dagur fær á stigi sem maður skilur ekki“ Bróðir Evrópumeistarans Dags Sigurðssonar er afar stoltur af sínum manni. 31. janúar 2016 21:55 Dagur skálaði við þýsku þjóðina Tók sér kampavínsglas í hönd og skálaði fyrir Evrópumeistaratitli. 31. janúar 2016 19:19 Kanslarinn, forsetinn og ráðherra hrósa Degi og þýsku strákunum Dagur Sigurðsson er hlaðinn lofi um allt Þýskaland fyrir árangur handboltalandsliðsins á Evrópumótinu. 1. febrúar 2016 11:00 Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ „Hún er sá leikmaður sem við hefðum viljað fá í þessi færi“ Sjá meira
33 prósent tapleikjanna gegn Íslandi Þýska handboltalandsliðið hefur unnið 28 af 36 leikjum sínum undir stjórn Dags Sigurðssonar. 1. febrúar 2016 06:30
„Stærstu þakkirnar fær Dagur Sigurðsson“ Fyrrverandi besti handboltamaður heims segir Dag lykilmanninn á bakvið árangur Þýskalands. 1. febrúar 2016 08:15
Dagur Evrópumeistari með Þýskalandi Mögnuð frammistaða þýska landsliðsins gegn Spánverjum í úrslitaleiknum á EM í Póllandi. 31. janúar 2016 18:00
"Athyglin sem Dagur fær á stigi sem maður skilur ekki“ Bróðir Evrópumeistarans Dags Sigurðssonar er afar stoltur af sínum manni. 31. janúar 2016 21:55
Dagur skálaði við þýsku þjóðina Tók sér kampavínsglas í hönd og skálaði fyrir Evrópumeistaratitli. 31. janúar 2016 19:19
Kanslarinn, forsetinn og ráðherra hrósa Degi og þýsku strákunum Dagur Sigurðsson er hlaðinn lofi um allt Þýskaland fyrir árangur handboltalandsliðsins á Evrópumótinu. 1. febrúar 2016 11:00