Enn ein þrennan hjá Green í öruggum sigri meistaranna | Myndbönd Tómas Þór Þórðarson skrifar 1. febrúar 2016 07:15 NBA-meistarar Golden State Warriors skoruðu ekki nema 18 stig í fyrsta leikhluta í 116-95 sigri sínum á New York Knicks í Madison Square Garden í nótt. Liðið hefur ekki byrjað jafn illa allt tímabilið. Steve Kerr, þjálfar Golden State, var ekki skemmt yfir spilamennsku sinna manna eftir fyrsta leikhluta og lét það bitna á teiknispjaldinu sínu. „Hann braut það og henti því svo,“ sagði Draymond Green, miðherji Golden State, eftir leikinn. Kerr virtist kveikja í sínum mönnum því þeir skoruðu 64 stig í næstu tveimur leikhlutum og á sama tíma skoraði New York ekki nema 65 í fyrstu þremur leikhlutunum. Niðurstaðan var 44. sigur Golden State sem hefur aðeins tapað fjórum leikjum á leiktíðinni. Draymond Green skoraði 20 stig, tók 10 fráköst og gaf 10 stoðsendingar í liði Golden State og náði þar með sinni níundu þrennu á tímabilinu. Hann jafnaði 56 ára gamalt met Tom Gola með þessari frammistöðu. Klay Thompson átti einnig stórleik og skoraði 34 stig, en Steph Curry, sem spilaði með ljótan skurð á enninu, tók því rólega og skoraði aðeins 13 stig. Hjá heimamönnum í Knicks var Carmelo Anthony stigahæstur með 24 stig og 10 stoðsendingar en Lettinn ungi, Kristaps Porzingis, skoraði 14 stig og tók 6 fráköst á þeim 20 mínútum sem hann spilaði.Sterkur bekkur Los Angeles Clippers gengur allt í haginn þessa dagana án Blake Griffin, en liðið rústaði Chicago Bulls á heimavelli sínum í nótt, 120-93. Í fjarveru Griffins hefur varamannabekkurinn hjá Clippers verið alveg ógnarsterkur. Í síðustu fjórum leikjum, sem allir hafa verið sigurleikir Clippers, er bekkur liðsins búinn að skora 184 stig á móti 78 stigum mótherjanna. Jamal Crawford, sem kom einmitt inn af bekknum, var stigahæstur heimamanna með 26 stig, en næstur kom J.J. Redick með 21 stig. DeAndre Jordan var svo hrikalega öflugur undir körfunni og skoraði 17 stig og tók 20 fráköst.Úrslit næturinnar: LA Clippers - Chicago Bulls 120-93 Miami Heat - Atlanta Hawks 105-87 Orlando Magic - Boston Celtics 119-114 Dallas Mavericks - Phoenix Suns 91-78 NY Knicks - Golden State Warriors 95-116 Portland Trail Blazers - Minnesota Timberwolves 96-93 LA Lakers - Charlotte Hornets 82-101Staðan í deildinni.Tilþrif næturinnar: NBA Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Enski boltinn „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið Sport Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport Fótbolti Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Enski boltinn Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Fleiri fréttir Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Sjá meira
NBA-meistarar Golden State Warriors skoruðu ekki nema 18 stig í fyrsta leikhluta í 116-95 sigri sínum á New York Knicks í Madison Square Garden í nótt. Liðið hefur ekki byrjað jafn illa allt tímabilið. Steve Kerr, þjálfar Golden State, var ekki skemmt yfir spilamennsku sinna manna eftir fyrsta leikhluta og lét það bitna á teiknispjaldinu sínu. „Hann braut það og henti því svo,“ sagði Draymond Green, miðherji Golden State, eftir leikinn. Kerr virtist kveikja í sínum mönnum því þeir skoruðu 64 stig í næstu tveimur leikhlutum og á sama tíma skoraði New York ekki nema 65 í fyrstu þremur leikhlutunum. Niðurstaðan var 44. sigur Golden State sem hefur aðeins tapað fjórum leikjum á leiktíðinni. Draymond Green skoraði 20 stig, tók 10 fráköst og gaf 10 stoðsendingar í liði Golden State og náði þar með sinni níundu þrennu á tímabilinu. Hann jafnaði 56 ára gamalt met Tom Gola með þessari frammistöðu. Klay Thompson átti einnig stórleik og skoraði 34 stig, en Steph Curry, sem spilaði með ljótan skurð á enninu, tók því rólega og skoraði aðeins 13 stig. Hjá heimamönnum í Knicks var Carmelo Anthony stigahæstur með 24 stig og 10 stoðsendingar en Lettinn ungi, Kristaps Porzingis, skoraði 14 stig og tók 6 fráköst á þeim 20 mínútum sem hann spilaði.Sterkur bekkur Los Angeles Clippers gengur allt í haginn þessa dagana án Blake Griffin, en liðið rústaði Chicago Bulls á heimavelli sínum í nótt, 120-93. Í fjarveru Griffins hefur varamannabekkurinn hjá Clippers verið alveg ógnarsterkur. Í síðustu fjórum leikjum, sem allir hafa verið sigurleikir Clippers, er bekkur liðsins búinn að skora 184 stig á móti 78 stigum mótherjanna. Jamal Crawford, sem kom einmitt inn af bekknum, var stigahæstur heimamanna með 26 stig, en næstur kom J.J. Redick með 21 stig. DeAndre Jordan var svo hrikalega öflugur undir körfunni og skoraði 17 stig og tók 20 fráköst.Úrslit næturinnar: LA Clippers - Chicago Bulls 120-93 Miami Heat - Atlanta Hawks 105-87 Orlando Magic - Boston Celtics 119-114 Dallas Mavericks - Phoenix Suns 91-78 NY Knicks - Golden State Warriors 95-116 Portland Trail Blazers - Minnesota Timberwolves 96-93 LA Lakers - Charlotte Hornets 82-101Staðan í deildinni.Tilþrif næturinnar:
NBA Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Enski boltinn „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið Sport Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport Fótbolti Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Enski boltinn Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Fleiri fréttir Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Sjá meira