Þýska handboltalandsliðið hefur unnið 28 af 36 leikjum sínum undir stjórn Dags Sigurðssonar en hann stýrði liðinu í fyrsta leiknum í september árið 2014. Það gerir 78 prósenta sigurhlutfall en það er litlu hærra í mótsleikjum þar sem hann hefur unnið átján af þeim 23 leikjum.
Þjóðverjar hafa aðeins tapað samtals 6 leikjum síðan Dagur settist í þjálfarastólinn og tveir þeirra hafa komið í vináttulandsleikjum á móti Íslandi, í janúar 2015 og svo aftur fyrir tæpum mánuði.
33 prósent tapleikja Dags með þýska liðið hafa því komið á móti Íslandi. Hin fjögur töpin voru á móti Spáni (2), Katar og Króatíu.
33 prósent tapleikjanna gegn Íslandi

Tengdar fréttir

Dagur, kunna Íslendingar að fagna?
Íslenski landsliðsþjálfari Þýskalands þótti heldur rólegur í fögnuðinum eftir sigurinn á EM í Póllandi.

Dagur Evrópumeistari með Þýskalandi
Mögnuð frammistaða þýska landsliðsins gegn Spánverjum í úrslitaleiknum á EM í Póllandi.

"Athyglin sem Dagur fær á stigi sem maður skilur ekki“
Bróðir Evrópumeistarans Dags Sigurðssonar er afar stoltur af sínum manni.

Dagur skálaði við þýsku þjóðina
Tók sér kampavínsglas í hönd og skálaði fyrir Evrópumeistaratitli.