Brynjar um tímamótaleikinn: Var ekki að fara að tapa þessum leik Kristinn Páll Teitsson skrifar 19. febrúar 2016 22:24 Brynjar var með tólf stig í kvöld. Vísir/Anton „Tölurnar segja ekkert um þennan leik, við vorum miklu betri allan leikinn. Við komum gífurlega einbeittir inn í leikinn og ætluðum að vinna þennan leik með meira en níu stigum. Ég er mjög ánægður með það hvernig strákarnir komu inn í þetta verkefni,“ sagði Brynjar Þór Björnsson, fyrirliði KR, sáttur að leikslokum eftir sigur gegn Keflavík í kvöld. Það mátti ekki sjá neina bikarþreytu hjá KR-ingum eftir að hafa hampað bikarmeistaratitlinum á laugardaginn. „Það var fínt að fá alvöru leik eftir bikarleikinn. Það var smá bikarþynnka á mánudaginn en þegar við vissum að næsti leikurinn væri gegn Keflavík upp á deildarmeistaratitilinn voru menn aftur klárir í slaginn,“ sagði Brynjar léttur sem telur titilinn vera í höfn. „Við erum ekkert að fara að tapa 3 af síðustu fjórum leikjum liðsins. Við getum verið kokhraustir með það að tölfræðin segir að við erum að fara að enda í efsta sæti. Við erum ofboðslega sáttir með að losna við liðin í 3-7 sæti í fyrsta leik í úrslitakeppninni.“ KR-ingar gengu langt með að tryggja sér heimavallarrétt í úrslitakeppninni í kvöld með sigrinum. „Það er gríðarlegur kostur, sérstaklega ef við förum í oddaleik. Í fyrra gegn Njarðvík var það stuðningurinn hérna á heimavelli sem fleytti okkur alla leið þótt að við séum góðir á útivelli. Við höfum verið að vinna 85% útileikjanna síðustu árin, það er ágætis tölfræði.“Brynjar hefur hampað öllum þeim titlum sem í boði eru, síðast bikarmeistaratitlinum á laugardaginn.Vísir/HannaBrynjar varð í kvöld leikjahæsti leikmaðurinn í sögu KR er hann lék sinn 388. leik fyrir félagið. Magnað afrek hjá Brynjari sem er aðeins 27 ára gamall. „Líkaminn er í flottu standi, ég er ekki orðinn 28 ára og á nóg eftir. Ég er ákaflega stoltur af þessum áfanga og ég var ekki á því að tapa þessum leik í kvöld. Þetta er aðeins eftirminnilegra en 200. leikurinn í efstu deild,“ sagði Brynjar sem mundi eftir fyrsta leiknum. „Ég var 16 ára og það var einmitt gegn Keflavík í Sláturhúsinu. Fyrsti og eini leikurinn á ferlinum sem ég var rekinn úr húsinu. Það er alltaf hart barist gegn Keflavík og alltaf gaman að mæta þeim, sérstaklega þegar þetta er toppslagur.“ Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Keflavík 103-87 | KR-ingar sendu sterk skilaboð með stórsigri KR-ingar kafsigldu Keflvíkinga á upphafsmínútunum í 103-87 sigri í lokaleik 18. umferðar í Dominos-deild karla í kvöld. 19. febrúar 2016 22:15 Brynjar Þór orðinn leikjahæstur í sögu KR Bakvörðurinn magnaði bætti met Kolbeins Pálssonar frá 1979 í toppslagnum gegn Keflavík í kvöld . 19. febrúar 2016 21:00 Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Sjá meira
„Tölurnar segja ekkert um þennan leik, við vorum miklu betri allan leikinn. Við komum gífurlega einbeittir inn í leikinn og ætluðum að vinna þennan leik með meira en níu stigum. Ég er mjög ánægður með það hvernig strákarnir komu inn í þetta verkefni,“ sagði Brynjar Þór Björnsson, fyrirliði KR, sáttur að leikslokum eftir sigur gegn Keflavík í kvöld. Það mátti ekki sjá neina bikarþreytu hjá KR-ingum eftir að hafa hampað bikarmeistaratitlinum á laugardaginn. „Það var fínt að fá alvöru leik eftir bikarleikinn. Það var smá bikarþynnka á mánudaginn en þegar við vissum að næsti leikurinn væri gegn Keflavík upp á deildarmeistaratitilinn voru menn aftur klárir í slaginn,“ sagði Brynjar léttur sem telur titilinn vera í höfn. „Við erum ekkert að fara að tapa 3 af síðustu fjórum leikjum liðsins. Við getum verið kokhraustir með það að tölfræðin segir að við erum að fara að enda í efsta sæti. Við erum ofboðslega sáttir með að losna við liðin í 3-7 sæti í fyrsta leik í úrslitakeppninni.“ KR-ingar gengu langt með að tryggja sér heimavallarrétt í úrslitakeppninni í kvöld með sigrinum. „Það er gríðarlegur kostur, sérstaklega ef við förum í oddaleik. Í fyrra gegn Njarðvík var það stuðningurinn hérna á heimavelli sem fleytti okkur alla leið þótt að við séum góðir á útivelli. Við höfum verið að vinna 85% útileikjanna síðustu árin, það er ágætis tölfræði.“Brynjar hefur hampað öllum þeim titlum sem í boði eru, síðast bikarmeistaratitlinum á laugardaginn.Vísir/HannaBrynjar varð í kvöld leikjahæsti leikmaðurinn í sögu KR er hann lék sinn 388. leik fyrir félagið. Magnað afrek hjá Brynjari sem er aðeins 27 ára gamall. „Líkaminn er í flottu standi, ég er ekki orðinn 28 ára og á nóg eftir. Ég er ákaflega stoltur af þessum áfanga og ég var ekki á því að tapa þessum leik í kvöld. Þetta er aðeins eftirminnilegra en 200. leikurinn í efstu deild,“ sagði Brynjar sem mundi eftir fyrsta leiknum. „Ég var 16 ára og það var einmitt gegn Keflavík í Sláturhúsinu. Fyrsti og eini leikurinn á ferlinum sem ég var rekinn úr húsinu. Það er alltaf hart barist gegn Keflavík og alltaf gaman að mæta þeim, sérstaklega þegar þetta er toppslagur.“
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Keflavík 103-87 | KR-ingar sendu sterk skilaboð með stórsigri KR-ingar kafsigldu Keflvíkinga á upphafsmínútunum í 103-87 sigri í lokaleik 18. umferðar í Dominos-deild karla í kvöld. 19. febrúar 2016 22:15 Brynjar Þór orðinn leikjahæstur í sögu KR Bakvörðurinn magnaði bætti met Kolbeins Pálssonar frá 1979 í toppslagnum gegn Keflavík í kvöld . 19. febrúar 2016 21:00 Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Keflavík 103-87 | KR-ingar sendu sterk skilaboð með stórsigri KR-ingar kafsigldu Keflvíkinga á upphafsmínútunum í 103-87 sigri í lokaleik 18. umferðar í Dominos-deild karla í kvöld. 19. febrúar 2016 22:15
Brynjar Þór orðinn leikjahæstur í sögu KR Bakvörðurinn magnaði bætti met Kolbeins Pálssonar frá 1979 í toppslagnum gegn Keflavík í kvöld . 19. febrúar 2016 21:00