Eignir ríkisins að grotna niður og samfélagið að versna Heimir Már Pétursson skrifar 17. febrúar 2016 19:49 Eignir samfélagsins eru að rýrna og þar með er samfélagið að versna með lélegum vegum og mygluðum húsum að mati þingmanns Bjartrar framtíðar. Fjármálaráðherra segir nauðsynlegt að auka fjárfestingu í innviðum samfélagsins en þar sé svigrúm ríkisins því miður ekki mikið. Ein af afleiðingunum af hruni efnahagslífsins var að mikið var skorið niður til innviða samfélagsins, eins og vegagerðar og viðhalds á opinberum byggingum. Nú er svo komið að margir óttast að innviðirnir séu í raun farnir að fúna. Guðmundur Steingrímsson þingmaður Bjartrar framtíðar hóf umræðu við fjármálaráðherra um þessi mál á Alþingi í dag. Hann sagðist hafa búist við að gefið yrði í við uppbyggingu innviða samfélagsins nú þegar efnahagslífið hefði rétt úr kútnum. Opinber fjárfesting hefði dregist saman um 47 prósent frá árinu 2008. „Og við erum einfaldlega að verða vitni að þessu. Vegir eru að versna og það þarf uppbyggingu. Þetta er farið að ógna öryggi ferðamanna og bara tímaspursmál hvenær stórslys verða. Okkur hefur líka orðið tíðrætt um heilbrigðiskerfið. Þetta blasir við þar. Þar eru húsin einfaldlega að mygla,“ sagði Guðmundur. „Þetta er auðvitað birtingarmynd af því að eignir okkar, eignir samfélagsins, opinberar eignir eru að rýrna. Það þýðir að samfélagið í raun og veru bara versnar,“ segir Guðmundur. Fleiri tóku undir þessi sjónarmið Guðmundar eins og Oddný G. Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar sem sagði vegakerfið þurfa á uppbyggingu og efla þyrfti löggæslu og álagið á heilbrigðiskerfið hefði aukist vegna fjölgunar ferðamanna. „Ef stjórnvöld draga lappirnar í innviða uppbyggingu þá er ferðaþjónustan og uppbygging í henni í hættu. Svo ekki sé talað um öryggi manna og heilsu,“ sagði Oddný.Svigrúm til opinberra framkvæmda lítið Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði að menn hefðu viljað hlífa almannatryggingakerfinu á fyrstu árunum eftir hrun en skorið þeim mun meira niður í framkvæmdum. Hann kannaðist við nauðsynleg verkefni og taldi fjölmörg þeirra upp. Hins vegar væri svigrúm ríkissjóðs til framkvæmda ekki mikið þótt það myndi lagast þegar stórum verkefnum lyki á næstunni sem opnaði möguleika á framkvæmdum upp á fimm til fimmtán milljarða. Hvert prósent af landsframleiðslu kostaði ríkissjóð hins vegar um 23 milljarða á ári. „Er svigrúm fyrir þetta? Það sem opinberar tölur eru að segja okkur í augnablikinu er að það sé mjög lítið svigrúm fyrir stórauknar opinberar framkvæmdir. Að minnsta kosti þyrfti þá með einhverjum hætti að búa það svigrúm til,“ sagði Bjarni. Mikil aukning framkvæmda hjá einkaaðilum þrengdi að möguleikum ríkisins. Atvinnuleysi væri nánast horfið og hætta á þenslu. Aftur á móti nefndi Bjarni fjárfestingar eins og kaup á þyrlu fyrir Landhelgisgæsluna sem ekki myndu auka þensluna. „Þetta svigrúm væri auðvitað hægt að skapa með því að draga saman seglin í rekstri ríkisins. En ég sé nú ekki mikla samstöðu um það hér á þinginu að fara að draga mjög saman reksturinn þannig að þetta svigrúm verði til staðar,“ sagði Bjarni Benediktsson. Alþingi Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira
Eignir samfélagsins eru að rýrna og þar með er samfélagið að versna með lélegum vegum og mygluðum húsum að mati þingmanns Bjartrar framtíðar. Fjármálaráðherra segir nauðsynlegt að auka fjárfestingu í innviðum samfélagsins en þar sé svigrúm ríkisins því miður ekki mikið. Ein af afleiðingunum af hruni efnahagslífsins var að mikið var skorið niður til innviða samfélagsins, eins og vegagerðar og viðhalds á opinberum byggingum. Nú er svo komið að margir óttast að innviðirnir séu í raun farnir að fúna. Guðmundur Steingrímsson þingmaður Bjartrar framtíðar hóf umræðu við fjármálaráðherra um þessi mál á Alþingi í dag. Hann sagðist hafa búist við að gefið yrði í við uppbyggingu innviða samfélagsins nú þegar efnahagslífið hefði rétt úr kútnum. Opinber fjárfesting hefði dregist saman um 47 prósent frá árinu 2008. „Og við erum einfaldlega að verða vitni að þessu. Vegir eru að versna og það þarf uppbyggingu. Þetta er farið að ógna öryggi ferðamanna og bara tímaspursmál hvenær stórslys verða. Okkur hefur líka orðið tíðrætt um heilbrigðiskerfið. Þetta blasir við þar. Þar eru húsin einfaldlega að mygla,“ sagði Guðmundur. „Þetta er auðvitað birtingarmynd af því að eignir okkar, eignir samfélagsins, opinberar eignir eru að rýrna. Það þýðir að samfélagið í raun og veru bara versnar,“ segir Guðmundur. Fleiri tóku undir þessi sjónarmið Guðmundar eins og Oddný G. Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar sem sagði vegakerfið þurfa á uppbyggingu og efla þyrfti löggæslu og álagið á heilbrigðiskerfið hefði aukist vegna fjölgunar ferðamanna. „Ef stjórnvöld draga lappirnar í innviða uppbyggingu þá er ferðaþjónustan og uppbygging í henni í hættu. Svo ekki sé talað um öryggi manna og heilsu,“ sagði Oddný.Svigrúm til opinberra framkvæmda lítið Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði að menn hefðu viljað hlífa almannatryggingakerfinu á fyrstu árunum eftir hrun en skorið þeim mun meira niður í framkvæmdum. Hann kannaðist við nauðsynleg verkefni og taldi fjölmörg þeirra upp. Hins vegar væri svigrúm ríkissjóðs til framkvæmda ekki mikið þótt það myndi lagast þegar stórum verkefnum lyki á næstunni sem opnaði möguleika á framkvæmdum upp á fimm til fimmtán milljarða. Hvert prósent af landsframleiðslu kostaði ríkissjóð hins vegar um 23 milljarða á ári. „Er svigrúm fyrir þetta? Það sem opinberar tölur eru að segja okkur í augnablikinu er að það sé mjög lítið svigrúm fyrir stórauknar opinberar framkvæmdir. Að minnsta kosti þyrfti þá með einhverjum hætti að búa það svigrúm til,“ sagði Bjarni. Mikil aukning framkvæmda hjá einkaaðilum þrengdi að möguleikum ríkisins. Atvinnuleysi væri nánast horfið og hætta á þenslu. Aftur á móti nefndi Bjarni fjárfestingar eins og kaup á þyrlu fyrir Landhelgisgæsluna sem ekki myndu auka þensluna. „Þetta svigrúm væri auðvitað hægt að skapa með því að draga saman seglin í rekstri ríkisins. En ég sé nú ekki mikla samstöðu um það hér á þinginu að fara að draga mjög saman reksturinn þannig að þetta svigrúm verði til staðar,“ sagði Bjarni Benediktsson.
Alþingi Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira