Völd forseta Íslands (framhald…) Michel Sallé skrifar 18. febrúar 2016 07:00 Greinin „Völd forseta Íslands“ sem birtist í Fréttablaðinu, undirrituð af Evu H. Baldursdóttur, færir í hug mér fyrstu opinberu heimsókn Ólafs Ragnars Grímssonar til Parísar í febrúar 2013. Hann hitti þá margt merkilegt fólk, þar á meðal François Hollande, og marga blaðamenn, útskýrði fyrir þeim hvernig Ísland komst út úr kreppunni. Að vísu nefndi hann aldrei að það sem viðmælendur hans litu á sem kraftaverk væri hans eigið verk, en í augum þeirra, sem eru vanir allsráðandi forseta (en því myndi ég aldrei mæla með!!!), var það sjálfgefið, og hann passaði að mótmæla því ekki. Hann nefndi aldrei ríkisstjórnina, og þó reyndist hann henni erfiður. Þetta dæmi og mörg önnur, þar má nefna hinar mörgu deilur hans við Jóhönnu S. um meira mikilvægi hans, því hann var kosinn af þjóðinni, sýnir vel hve þetta embætti er í miklu ójafnvægi. Og enn frekar þegar handhafinn notar rétt sinn til að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu þegar honum sýnist. Það hefur lítið að gera með „beint lýðræði“ eins og hann þykist vilja. Er þá þörf fyrir að minnka vald hans til að geta haft betri stjórn á því, eins og Eva H. stingur upp á? Ólafur Ragnar hefur látið embætti sitt þróast til meiri pólitískrar ábyrgðar. Hægt væri að færa það aftur í hreint sýningarhlutverk, eins og Vigdísi Finnbogadóttur fórst svo vel úr hendi. Það er þýðingarmikið þegar Ísland er í hættu að gleymast, hvað þá kremjast í látunum í heiminum. En hvers vegna er þá haft fyrir því að kjósa hann með almennri kosningu og gefa honum þetta gífurlega vald, að geta neitað að undirrita lög sem Alþingi hefur samþykkt?Skilgreina þarf forsetavaldið Til að geta haft betri stjórn á forsetavaldinu þarf að skilgreina forsetavaldið, skýra það nákvæmlega frekar en að minnka það. Ef við skoðum það sem er að gerast og hvernig ráðamenn landsins bregðast við getum við fundið leiðir. Íslenskt lýðræði byggist á samningum sem gerðir eru í byrjun kjörtímabils, og síðan endurskoðaðir í samræmi við það sem upp kemur. Öllum pólitískum þrætueplum sem hinir ýmsu aðilar geta ekki samþykkt er ýtt til hliðar. Af því leiðir metnaðarlaust samkomulag. Þess vegna fá kjósendur þá neikvæðu tilfinningu að um hrossakaup sé að ræða. Í tiltölulega heilsteyptu þjóðfélagi gengur þetta upp þegar um er að ræða að finna lausn á innanlandserfiðleikum. En annað kemur upp á teninginn þegar um utanríkismál er að ræða: Íslendingar vildu helst ekki þurfa að taka afstöðu, vera vinir allra til að geta selt öllum vörur, líka Rússum. Þar að auki hefur eitt af grundvallargildum Íslendinga alltaf verið hve opnir þeir eru fyrir umheiminum. En þeir verða að ákveða sig: erum við í NATO eða ekki, með Rússum eða Kínverjum eða ekki. Það er engin tilviljun að heiftarlegustu mótmælafundirnir eftir stríðið hafa verið haldnir um þá stöðu. Hér er um að ræða stöðu landsins í heiminum. Gott dæmi er inngöngubeiðni Íslendinga í ESB. Hún kom lengi vel ekki til tals í samningaviðræðum ríkisstjórnarflokka, því ekki var samstaða um hana innan flokkanna. Í dag hefur ríkisstjórnin dregið hana til baka opinberlega, en gerir þó allt sem hún getur til að fullnægja þeim kröfum sem ESB gerir. Á sama tíma hleypur forsetinn um heim allan með miklum tilkostnaði til að kynna landið, og lætur sem hann sé valdhafi þjóðarinnar, þótt hann hafi engin völd, þrátt fyrir að vera kosinn í almennri kosningu. Hann ákveður einn, án þess að bera það undir nokkurn mann, að Íslendingar skuli taka þátt í samningum um norðurheimskautssvæðið. Það er bagalegt að ekkert er minnst á forsetavaldið í þeirri vinnu sem nú er lögð í endurskoðun á stjórnarskránni, því hér er auðsjáanlega vandi á höndum. Gæti það verið lausn að forsetinn hafi skýrt hlutverk hvað snertir utanríkispólitík, undir eftirliti utanríkismálanefndar Alþingis, en gæti farið fram á þjóðaratkvæðagreiðslu ef upp kemur grundvallarósamkomulag. Þetta gæti gefið forsetaembættinu einhverja merkingu, og gæti réttlætt að forseti sé kosinn með almennri kosningu. Enn frekar ef kosið væri tvöfaldri kosningu, og ekki væri hægt að bjóða sig fram oftar en tvisvar.Höfundur er doktor frá Sorbonne-háskóla í stjórnmálafræðum. Doktorsritgerð hans fjallaði um stjórnmála-og efnahagsmál á nútíma Íslandi. Hann gaf út bók sem ber heitið « Islande » (Karthala – Paris) í desember 2013. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Tengdar fréttir Völd forseta Íslands Um alllangt skeið hafa fræðimenn, núverandi forseti, stjórnmálamenn og fleiri tekist á um hlutverk og völd forseta. Sitt sýnist hverjum og umræðan einkennist af lögfræðilegum vangaveltum, flokkapólitík og persónulegum skoðunum. 12. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Greinin „Völd forseta Íslands“ sem birtist í Fréttablaðinu, undirrituð af Evu H. Baldursdóttur, færir í hug mér fyrstu opinberu heimsókn Ólafs Ragnars Grímssonar til Parísar í febrúar 2013. Hann hitti þá margt merkilegt fólk, þar á meðal François Hollande, og marga blaðamenn, útskýrði fyrir þeim hvernig Ísland komst út úr kreppunni. Að vísu nefndi hann aldrei að það sem viðmælendur hans litu á sem kraftaverk væri hans eigið verk, en í augum þeirra, sem eru vanir allsráðandi forseta (en því myndi ég aldrei mæla með!!!), var það sjálfgefið, og hann passaði að mótmæla því ekki. Hann nefndi aldrei ríkisstjórnina, og þó reyndist hann henni erfiður. Þetta dæmi og mörg önnur, þar má nefna hinar mörgu deilur hans við Jóhönnu S. um meira mikilvægi hans, því hann var kosinn af þjóðinni, sýnir vel hve þetta embætti er í miklu ójafnvægi. Og enn frekar þegar handhafinn notar rétt sinn til að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu þegar honum sýnist. Það hefur lítið að gera með „beint lýðræði“ eins og hann þykist vilja. Er þá þörf fyrir að minnka vald hans til að geta haft betri stjórn á því, eins og Eva H. stingur upp á? Ólafur Ragnar hefur látið embætti sitt þróast til meiri pólitískrar ábyrgðar. Hægt væri að færa það aftur í hreint sýningarhlutverk, eins og Vigdísi Finnbogadóttur fórst svo vel úr hendi. Það er þýðingarmikið þegar Ísland er í hættu að gleymast, hvað þá kremjast í látunum í heiminum. En hvers vegna er þá haft fyrir því að kjósa hann með almennri kosningu og gefa honum þetta gífurlega vald, að geta neitað að undirrita lög sem Alþingi hefur samþykkt?Skilgreina þarf forsetavaldið Til að geta haft betri stjórn á forsetavaldinu þarf að skilgreina forsetavaldið, skýra það nákvæmlega frekar en að minnka það. Ef við skoðum það sem er að gerast og hvernig ráðamenn landsins bregðast við getum við fundið leiðir. Íslenskt lýðræði byggist á samningum sem gerðir eru í byrjun kjörtímabils, og síðan endurskoðaðir í samræmi við það sem upp kemur. Öllum pólitískum þrætueplum sem hinir ýmsu aðilar geta ekki samþykkt er ýtt til hliðar. Af því leiðir metnaðarlaust samkomulag. Þess vegna fá kjósendur þá neikvæðu tilfinningu að um hrossakaup sé að ræða. Í tiltölulega heilsteyptu þjóðfélagi gengur þetta upp þegar um er að ræða að finna lausn á innanlandserfiðleikum. En annað kemur upp á teninginn þegar um utanríkismál er að ræða: Íslendingar vildu helst ekki þurfa að taka afstöðu, vera vinir allra til að geta selt öllum vörur, líka Rússum. Þar að auki hefur eitt af grundvallargildum Íslendinga alltaf verið hve opnir þeir eru fyrir umheiminum. En þeir verða að ákveða sig: erum við í NATO eða ekki, með Rússum eða Kínverjum eða ekki. Það er engin tilviljun að heiftarlegustu mótmælafundirnir eftir stríðið hafa verið haldnir um þá stöðu. Hér er um að ræða stöðu landsins í heiminum. Gott dæmi er inngöngubeiðni Íslendinga í ESB. Hún kom lengi vel ekki til tals í samningaviðræðum ríkisstjórnarflokka, því ekki var samstaða um hana innan flokkanna. Í dag hefur ríkisstjórnin dregið hana til baka opinberlega, en gerir þó allt sem hún getur til að fullnægja þeim kröfum sem ESB gerir. Á sama tíma hleypur forsetinn um heim allan með miklum tilkostnaði til að kynna landið, og lætur sem hann sé valdhafi þjóðarinnar, þótt hann hafi engin völd, þrátt fyrir að vera kosinn í almennri kosningu. Hann ákveður einn, án þess að bera það undir nokkurn mann, að Íslendingar skuli taka þátt í samningum um norðurheimskautssvæðið. Það er bagalegt að ekkert er minnst á forsetavaldið í þeirri vinnu sem nú er lögð í endurskoðun á stjórnarskránni, því hér er auðsjáanlega vandi á höndum. Gæti það verið lausn að forsetinn hafi skýrt hlutverk hvað snertir utanríkispólitík, undir eftirliti utanríkismálanefndar Alþingis, en gæti farið fram á þjóðaratkvæðagreiðslu ef upp kemur grundvallarósamkomulag. Þetta gæti gefið forsetaembættinu einhverja merkingu, og gæti réttlætt að forseti sé kosinn með almennri kosningu. Enn frekar ef kosið væri tvöfaldri kosningu, og ekki væri hægt að bjóða sig fram oftar en tvisvar.Höfundur er doktor frá Sorbonne-háskóla í stjórnmálafræðum. Doktorsritgerð hans fjallaði um stjórnmála-og efnahagsmál á nútíma Íslandi. Hann gaf út bók sem ber heitið « Islande » (Karthala – Paris) í desember 2013.
Völd forseta Íslands Um alllangt skeið hafa fræðimenn, núverandi forseti, stjórnmálamenn og fleiri tekist á um hlutverk og völd forseta. Sitt sýnist hverjum og umræðan einkennist af lögfræðilegum vangaveltum, flokkapólitík og persónulegum skoðunum. 12. febrúar 2016 07:00
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar