Farsakenndar skýringar Landsbankans stjórnarmaðurinn skrifar 17. febrúar 2016 10:15 Steinþór Pálsson fór á dögunum yfir sölu Landsbankans á þriðjungshlutnum í Borgun. Eins og kunnugt er má færa rök fyrir því að Landsbankinn hafi selt hlut sinn á einungis fjórðungi markaðsvirðis sé miðað við nýlegt verðmat. Bankinn hafi því orðið af fjórum til sex milljörðum króna. Steinþór telur að stjórnendur Borgunar beri sök á hvernig fór. Þeir hafi hreinlega leynt tilvist valréttar Borgunar vegna sameiningar Visa Europe og Visa International. Fyrir alla sem hafa staðið í kaup eða sölu á fyrirtækjum eru skýringar Steinþórs í besta falli hjákátlegar. Landsbankinn er risastór aðili á markaði sem hefur her starfsmanna, sérfræðinga og ráðgjafa á sínum snærum. Þar er næg sérþekking og mannafli til þess að framkvæma almennilega áreiðanleikakönnun eins og tíðkast í viðskiptum sem þessum. Fram hefur komið í máli forsvarsmanna Borgunar að opnað hafi verið gagnaherbergi þar sem lágu allar grundvallarupplýsingar um reksturinn, samninga og annað. Samkvæmt Borgun lá valréttarsamningurinn meðal annars þar inni. Landsbankamenn höfðu fullt aðgengi að þessum gögnum. Í því samhengi er merkilegt til þess að hugsa að Landsbankinn hafi ekki gert fyrirvara um tekjur af valréttinum í samningi um söluna. Það verður enn forvitnilegra í því ljósi að slíkur fyrirvari var gerður við sölu Landsbankans á hlut sínum í Valitor. Í besta falli hafa lögfræðingar Landsbankans gert skyssu, en við áreiðanleikakannanir er það þeirra hlutverk (og annarra ráðgjafa) að gera ráð fyrir öllu mögulegu og ómögulegu. Í ljósi tilvistar valréttarins (sem þeir hefðu átt að rekast á í gagnaherberginu) og fyrirmyndarinnar úr Valitor sölunni sætir þetta beinlínis furðu. Steinþór nefnir einnig að Landsbankinn hafi leitað upplýsinga um valréttinn hjá Visa Europe. Þar var Krísuvíkurleiðin farin, enda auðveldara að spyrja forsvarsmenn Borgunar sömu spurningar. Ólíklegt er líka að Visa Europe hafi undir nokkrum kringumstæðum mátt gefa nokkrar upplýsingar um valréttinn til annarra en þeirra sem beina aðild áttu að samningnum. Samningurinn var milli Borgunar og Visa – Landsbankinn átti þar engan hlut á máli. Steinþór þarf að standa við stóru orðin. Ef bankinn var blekktur þarf að fylgja því eftir hjá þar til bærum yfirvöldum eða fyrir dómstólum. Af atvikum að dæma er þó líklegra að Landsbankamenn hafi hreinlega ekki haft vaðið fyrir neðan sig. Tap bankans á því nemur nokkrum milljörðum sem annars hefðu skilað sér í ríkiskassann með beinum eða óbeinum hætti. Einhver verður að axla ábyrgð á þessum starfsháttum.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Steinþór Pálsson fór á dögunum yfir sölu Landsbankans á þriðjungshlutnum í Borgun. Eins og kunnugt er má færa rök fyrir því að Landsbankinn hafi selt hlut sinn á einungis fjórðungi markaðsvirðis sé miðað við nýlegt verðmat. Bankinn hafi því orðið af fjórum til sex milljörðum króna. Steinþór telur að stjórnendur Borgunar beri sök á hvernig fór. Þeir hafi hreinlega leynt tilvist valréttar Borgunar vegna sameiningar Visa Europe og Visa International. Fyrir alla sem hafa staðið í kaup eða sölu á fyrirtækjum eru skýringar Steinþórs í besta falli hjákátlegar. Landsbankinn er risastór aðili á markaði sem hefur her starfsmanna, sérfræðinga og ráðgjafa á sínum snærum. Þar er næg sérþekking og mannafli til þess að framkvæma almennilega áreiðanleikakönnun eins og tíðkast í viðskiptum sem þessum. Fram hefur komið í máli forsvarsmanna Borgunar að opnað hafi verið gagnaherbergi þar sem lágu allar grundvallarupplýsingar um reksturinn, samninga og annað. Samkvæmt Borgun lá valréttarsamningurinn meðal annars þar inni. Landsbankamenn höfðu fullt aðgengi að þessum gögnum. Í því samhengi er merkilegt til þess að hugsa að Landsbankinn hafi ekki gert fyrirvara um tekjur af valréttinum í samningi um söluna. Það verður enn forvitnilegra í því ljósi að slíkur fyrirvari var gerður við sölu Landsbankans á hlut sínum í Valitor. Í besta falli hafa lögfræðingar Landsbankans gert skyssu, en við áreiðanleikakannanir er það þeirra hlutverk (og annarra ráðgjafa) að gera ráð fyrir öllu mögulegu og ómögulegu. Í ljósi tilvistar valréttarins (sem þeir hefðu átt að rekast á í gagnaherberginu) og fyrirmyndarinnar úr Valitor sölunni sætir þetta beinlínis furðu. Steinþór nefnir einnig að Landsbankinn hafi leitað upplýsinga um valréttinn hjá Visa Europe. Þar var Krísuvíkurleiðin farin, enda auðveldara að spyrja forsvarsmenn Borgunar sömu spurningar. Ólíklegt er líka að Visa Europe hafi undir nokkrum kringumstæðum mátt gefa nokkrar upplýsingar um valréttinn til annarra en þeirra sem beina aðild áttu að samningnum. Samningurinn var milli Borgunar og Visa – Landsbankinn átti þar engan hlut á máli. Steinþór þarf að standa við stóru orðin. Ef bankinn var blekktur þarf að fylgja því eftir hjá þar til bærum yfirvöldum eða fyrir dómstólum. Af atvikum að dæma er þó líklegra að Landsbankamenn hafi hreinlega ekki haft vaðið fyrir neðan sig. Tap bankans á því nemur nokkrum milljörðum sem annars hefðu skilað sér í ríkiskassann með beinum eða óbeinum hætti. Einhver verður að axla ábyrgð á þessum starfsháttum.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira